Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 3
Stanslaus sókn f sefnni hálfleik — en aðeins jafntefli hjá KA KA-menn urðu að sætta sig við jafntefli í fyrrakvöld við Fram hér á Akureyri, er liðin léku í 2. deildinni. Urslitin urðu 2:2. Það var fyrst og fremst mjög slakri byrjun KA-manna að kenna að ekki náðist sigur í þessum leik, en Fram komst 2:0 yfir eftir tuttugu mín. Steinn Guðjónsson komst framhjá Donna við endamörkin, sendi fastan bolta fyrir markið og þar kom Erlingur Kristjánsson aðvífandi. Frá honum fór boltinn í markið. Aðeins voru liðnar átta mín. af leiknum er markið kom. Eftir að Steinn hafði brennt af í dauðafæri skoraði Fram sitt ann- að mark. Friðfinnur átti þá sendingu til baka, á miðjum sínum vallar- helmingi, Kristinn Jónsson náði boltanum, óð inn í teig og skaut á markið. Boltinn fór í stöng, rúll- aði út í teiginn til Halldórs Ara- sonar, sem skaut auðveldlega í markið. Hvort lið um sig fékk eitt gott færi það sem eftir var hálfleiks, Halldór Ara hjá Fram og Hinrik hjá KA. Er líða tók á hálfleikinn lifnaði yfir KA-liðinu, en þó léku þeir alls ekki eins og þeir eiga að geta. Ekki veit ég hvað KA-menn fengu að heyra í leikhléinu - en hvað sem það var, þá verkaði það eins og vítamínsprauta á þá. Þeir áttu allan seinni hálfleikinn, sóttu nær látlaust, og Framarar náðu aðeins einu sinni að ógna marki þeirra. Þrátt fyrir mikla pressu tókst KA ekki að skapa sér færi upphafs mínútur hálfleiksins. Á 62. mín. náðu þeir svo að minnka muninn. Hinrik óð upp miðjuna og gaf inn í teig á Donna. Frá honum fékk Steingrímur Birgisson boltann yst í teignum, aðeins til hliðar og skaut strax á markið. Þrátt fyrir að Guðmundur væri kominn niður tímanlega náði hann ekki að verja skot Steina - staðan orð- in 1:2. KA-menn héldu sem fyrr uppi mikilli pressu að Fram markinu og sleppti dómarinn einni ef ekki tveimur vítaspyrnum á Fram. Fyrst er skotið var bylmingsskoti í hönd Hafþórs Sveinjónssonar og síðar er Jóhann Jakobsson féll í teignum. Ekkert skal þó fullyrt um síðarnefnda atvikið. Jóhann jafnaði svo á 80. mín. Stefán Ólafsson, sem kom inná í hálfleik fyrir Ásbjörn, sendi fyrir markið, Guðmundur markvörður hafði hendur á boltanum en náði ekki að slá hann lengra en út á markteiginn til Donna. Hann hugsaði sig ekki lengi um, þrumuskot reið af, og boltinn hafnaði upp undir þaknetinu. Glæsilegt mark. Donni var besti maður KA í þessum leik, glæsilegar sendingar hans komu andstæðingunum í opna skjöldu enn sem fyrr. KA-menn hefðu átt að geta skorað fleiri mörk í seinni hálf- leiknum, en í þeim fyrri voru þeir reyndar heppnir að vera ekki bún- ir að fá fleiri á sig. Vörnin þá óör- ugg - en hún batnaði eftir hlé. Dómari var Hjálmar Baldurs- son. Hann hlýtur að hafa verið með höfuðverk. Eitthvað var a.m.k. að, því dómar hans voru flestir furðulegir. Áhorfendur voru 740. Þrumuskot frá Ásbirni, en eins og stundum kemur fyrir, rataði boltinn ekki í netið - því miður, myndu einhverjir segja. Mynd: KGA. „Við förum upp“ — sagði Erlingur Kristj ánsson, miövörður KA „Við komumst bara ekki í gang strax, dekkuðum ekki nógu vel upp. En svo þegar þeir voru komnir 2:0 yflr og drógu sig aftar, fórum við loks að berjast,“ sagði Erlingur Krist- jánsson, miðvörður KA, eftir leikinn við Fram. „Við eigum eftir að leika við Einherja á heimavelli og síðan við Njarðvík úti og það verða örugg- lega hvort tveggja mjög erfiðir leikir. Ég hef trú á að úrslitin í deildinni gætu ráðist á markahlut- falli í lokin. En við gefum að sjálfsögðu ekkert eftir. Við förum upp,“ sagði Erlingur. JónBiamason .hlotnast stundum ylur af annarra manna konum Dísa bað Þorbjörn Krisinsson um vísu: Fyrir ótal árum mér undi best hjá Dísu. Eins og stendur ann ég þér. Eigðu þessa vísu. Hverja þína ósk sem er áttu jafnan vísa. Mér er ljúft að þakka þér þennan vetur Dísa. Viltu hlýju veita mér? Viltu kuldann spara? Viltu alltaf vera hér? Viltu nokkuð fara? Eftirfarandi er tekið upp úr bréfi frá Pétri í Laxárnesi: „Einu sinni kom ég inn á hótel með fáeinum kunningjum mínum. Sá einn þeirra að kom- in var ný afgreiðslustúlka í sal- inn og leist honum konan girni- leg. Sögðum við honum að skemmsta leiðin að hjarta kon- unnar væri að færa henni vísu. Hann taldi sig ekki geta gert vísu. Sagðist ég þá geta bætt úr því, ef hann vildi þá lofa að færa stúlkunni vísuna án þess að lesa hana. Hann féllst á það, ef vís- an væri ekki ljót. Því lofaði ég auðvitað. Fékk hann vísu á blaði og fór með hana til stúlk- unnar: Pig ég snót ei þekki hót en þar má bót á vinna mætti ég skjóta minni rót á milli fóta þinna. Ekki vissum við gerla hvað þeim fór fleira á milli, en fljótt kom drengur aftur til okkar að borðinu." Næsta vísa er eftir Sigtrygg Símonarson og þarf ekki skýringar við: Peim sem ásýnd glæsta gaf gæfan, fremur vonum hlotnast stundum ylur af annarra manna konum. Þessa vísu nefnir Sigtryggur „Elli“: Lífs er fjör og fegurð þver og flest vill gleði banna er gott að una og ylja sér við elda minninganna. Þetta segir Sigtryggur um þá ár- áttu fjölmiðla að þyrla sem mest upp hinum verri tíðindum, oft að óþörfu: Mengun eitrar mannlífs svið, merkar dyggðir þverra. Ókindurnar una við illt að gera - að verra. Benedikt Ingimarsson hefur þetta að segja í dag: Andann það allvel styrkir að yrkja vísur í flokkum. - En annað hvað maður yrkir, eða hleypir af stokkum. Þá yrkir Benedikt um ástina: Pó að ennþá margt sé mér mjög í hug á reiki skil ég samt að ástin er ímyndunarveiki. Og svo yrkir hann um hjóna- bandið: / sambúð hjóna er sátt og hóf og sanngirnina að kanna. Sambúð hjóna er sífellt próf á sálargöfgi manna. Umsjónarmanni þáttarins eru skyndilega alvörumál á tungu. Biður hann gott fólk afsökunar. Fyrr á öldum guð með glans gerði mann úr apa. Víst er allt í hendi hans sem hamast enn að skapa. Hér bjó pínd og þústuð þjóð en þegar léttust sporin hún varð eins og hrossastóð í haganum á vorin. Setur oft að öldnum geig undir haustsins fjalli. Lát ei drottinn vorsins veig verða henni að falli. Þættinum lýkur með vísu eftir sama höfund um brest í tíðar- andanum: Pann ég undrast ólánsbrest annars góðra manna hversu margir finna frest á framkvæmd loforðanna. 26; ágúst 1983 - ÐAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.