Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 26.08.1983, Blaðsíða 12
Rantinn - Smiðjan augl\sa:___ Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hafírðu hugsað þér að faraút að borða um helgina skaltu panta borð hjá okkur fyrr en seinna. Þú veist hvar við erum til húsa. „Jú það er rétt að við höfum auglýst eftir kirkjuorganista og það barst engin umsókn,“ sagði Gunnlaugur P. Kristinsson for- maður safnaðarstjórnar í Ak- ureyrarprestakalli. Jakob Tryggvason hugðist láta af störfum um þau mánaðamót sem í hönd fara, en hann hefur nú fallist á að gegna starfinu áfram þangað til eftirmaður hans hefur verið ráðinn. „Við erum að ræða við nokkra menn og vonumst til að úr þessum vanda leysist áður en langt um líður,“ sagði Gunnlaugur. „Það fer kólnandi hjá ykkur. A morgun verður einhver úr- koma og norð-vestlæg átt, en það verður ekki langvarandi“, sagði Magnús Jónsson, veður- fræðingur, í morgun. „Það kólnar til muna miðað við það sem þið hafíð haft undanfarið og þið fáið ekki sól á morgun. Á sunnudaginn létt- ir svo til aftur með hægri vest- an- og suðvestan átt. Hér fyrir sunnan verður sami skíturinn áfram. Að vísu léttir örlítið til á morgun en svo byrjar að rigna aftur annað kvöld. Rétt á meðan veðrið verður slæmt hjá ykkur verður það skárt hjá okkur“, sagði Magnús. Ein veitu- stofiiun? „Það kom til álita þegar Hita- veita Akureyrar var stofnuð að koma á fót samvinnu þessara fyrirtækja. Fyrst var aðallega talað um hitaveituna og vatns- veituna í þessu sambandi en nú er meira rætt um hitaveituna og rafveituna. Þetta eru hvort- tveggja orkusölufyrirtæki og eölilegt að menn leiði að því hugann að setja þessi fyrirtæki undir eina yfirstjórn.“ Þetta sagði Sigurður Óli Brynj- ólfsson bæjarfulltrúi er Dagur ræddi við hann um athugun sem nú fer fram á því að sameina yfir- stjórn Hitaveitu Akureyrar, Raf- veitu Akureyrar og jafnvel Vatns- veitu Akureyrar. Helst er talið að til greina komi að setja yfir þessi fyrirtæki eina „veitustjórn" er kæmi í stað þeirra nefnda sem nú fara með málefni þessara fyrir- tækja. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Knútur Otterstet rafveitustjóri sagt starfi sínu lausu, og hefur verið ákveðið að bíða með ráðningu eftirmanns hans þar til þessi mál hafa skýrst. Sá einstæði atburður átti sér stað nú fyrir stuttu við Blöndu að maður synti eftir laxi langt út í ána og náði honum. Enginn orgel leikari? Sólskinsdagur á Ráðhústorgi. Mynd: KGA. Sundlaug byggð við Sólborg: „Eigiim um eina mHljón í sjóði“ „Það stendur til að bjóða 1. áfanga verksins út í byrjun september, en við vitum ekki hvað við komumst langt. Það fór söfnun af stað í sumar og henni er ekki lokið. Hún hefur skilað okkur fjögur til fimm hundruð þúsundum, þannig að nú eigum við um eina milljón í sjóði til þessara framkvæmda,“ sagði Bjarni Kristjánsson, for- stöðumaður á Sólborg, er Dag- ur spurði hann um væntanlega sundlaugarbyggingu við heim- ilið. „Það er áætlað að verkið muni kosta þrjár milljónir á núgildandi verðlagi, en það fé sem við eigum ætti að nægja til að komast vel af stað. Við ætlum að safna áfram, og síðan verður líklega sótt í þá sjóði sem leggja til fé í svona framkvæmdir. Þaðverðurþó ekki fyrr en á næsta ári,“ sagði Bjarni. Húsnæðið sem Iaugin verður í er 230 m\ en laugin sjálf verður um 40 m'. Sagði Bjarni að héryrði um æfingalaug að ræða fyrir þá einstaklinga sem eru mikið fatlað- ir og ættu þess ekki kost að sækja þjálfun annars staðar. „Við telj- um þetta nauðsynlegt, því hér er nokkuð stór hópur, sem auk þess að vera andlega fatlaður, er líka sambandi við þjálfun og sundlaug mikið líkamlega fatlaður. Þessi mun nýtast þeim best,“ sagði hópur á ekki margra kosta völ í Bjarni. Þetta átti sér stað er annar tveggja manna er voru þar saman um eina stöng setti í stórlax sem tók strikið niður ána. Eftir mikinn eltingaleik og læti flæktist línan í skeri úti í miðri ánni og var nú úr vöndu að ráða. Annar mannanna tók 'það til bragðs að kasta sér til sunds í ána og náði hann skerinu. Losaði hann línuna og var laxinn enn á. Honum var svo landað stuttu síðar. Þykir mönnum þetta hið mesta þrekvirki, því ekki er Blanda fýsi- leg til sunds á þessum stað. Maðurinn sem sundið þreytti er Árni Stefánsson markvörður Tindastóls í knattspyrnu, lands- þekktur íþróttamaður. Rúsínan í pylsuendanum er svo það að laxinn reyndist vera 19 pund að þyngd, og er stærsti lax sem veiðst hefur í Blöndu í sumar og með stærstu löxum sem komið hafa á land hérlendis á þessu ári. Ámi Stefánsson. Nú nálgast óðum sá tími að niðursuða matvæla hefjist á heimilinu. Bjóðum úrval af niðursuðuglösum á mjög hagstæðu verði. _______frurgíöð_________________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.