Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIDIR
l SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
66. árgangur
Akureyri, mánudagur 29. ágúst 1983
95. tölublað
Innbrot í gullsmíðaverslun á Akureyri:
Skartgripum fyrir
tugi þúsunda
var stolið
Aðfaranótt laugardagsins var
brotist inn í verslun gullsmið-
anna Sigtryggs og Péturs við
Brekkugötu 5 á Akureyri. Inn-
brotsþjófurinn hafði skartgripi
að verðmæti 50-60 þ. kr. upp
úr krafsinu og hafði á brott
með sér.
Ekki er fyllilega ljóst hvenær
innbrotið var framið, samkvæmt
upplýsingum rannsóknarlögregl-
unnar á Akureyri í morgun. Inn-
brotsþjófurinn braut gat á rúðu í
sýningarglugga verslunarinnar og
lét greipar sópa um það sem var
í glugganum. Hann fór hins vegar
ekki inn í verslunina. Enginn
virðist hafa orðið var við skark-
alann þegar rúðan var brotin, en
árvakur vegfarandi um Brekku-
götu á laugardagsmorguninn sá
vegsummerkin og tilkynnti þjófn-
aðinn til lögreglunnar. Málið er
enn óupplýst.
Kartöflu-
grös
standa
enn
„Kartöflugrösin standa enn og
standi þau 2-3 vikur til viðbótar
má búast við þokkalegri upp-
skeru, en það nær samt aldrei
meðaluppskeru," sagði Sigurgeir
Sigurgeirsson, bóndi á Staðarhóli
í Öngulsstaðahreppi, í spjalli við
Dag í morgun. Hann sagði að
kartöflurnar hefðu sprottið vel að
undanförnu og væru þær nú
komnar vel yfir útsæðisstærð.
„Ein og
ein
þúfa með
berjum"
„Þetta er voðalegur dauði enn,
það er rétt ein og ein þúfa með
berjum, ef það helst góð tíð
þessa viku er hugsanlegt að eitt-
hvað verði komið af berjum um
helgina," sagði Aðalsteinn Ósk-
arsson, einn af eigendum skóg-
ræktargirðingarinnar á Kóngs-
staðahálsi í Skíðadal, í samtali
við Dag í morgun.
Á Kóngsstaðahálsi hefur löng-
um verið góssenland eyfirskra
berjatínslumanna, enda er þar 60
ha. skógræktargirðing. Aðal-
steinn fór um girðinguna í gær og
sagði hann svolítið um krækiber,
en bláber væru vandfundin. En
það er með berin eins og kartöfl-
urnar; ef ekki gerir næturfrost á
næstunni, þá verður ef til vill eitt-
hvað um ber, en það nær þó tæp-
lega meðalsprettu úr þessu.
„Erfið vinna
en spennandi
að fást við"
bls. 4
Allt um
íþróttir
helgarinnar
bls.
Heimsókn á
Þórshamar
bls. 8-9
„Þá er þetta
bara smá-
tittur"
bls. 2
Olafsfjörður:
Valtýr ráðinn
bæjarstjóri
Viðhald
Mynd: KGA.
Valtýr Sigurbjarnarson hefur
verið ráðinn bæjarstjóri á
Ólafsfirði, og tekur hann við
starfinu af Jóni E. Friðrikssyni
sem hyggst flytja búferlum til
Sauðárkróks og taka þar við
iiýju starfi.
Staða bæjarstjóra var auglýst
og sóttu sjö um hana. Þeir eru:
Loftur H. Jónsson, Dalsgerði 5
Akureyri, Heimir Ingimarsson
Brekkugötu 45 Akureyri, Jónas
Vigfússon Litla-Dal Saurbæjar-
hreppi Eyjafirði, Valtýr Sigur-
bjarnarson Kjarrhólma 30 Kópa-
vogi, Einar Flygenring Njálsgötu
72 Reykjavík og Heimir Lárus-
son Fjeldsted Melabraut 41 Sel-
tjarnarnesi. Einn óskaði nafn-
leyndar.
Á fundi bæjarstjórnar Ólafs-
fjarðar fyrir helgina var ráðið í
stöðuna, og var samþykkt með 7
samhljóða atkvæðum að ráða
Valtý.
Valtýr Sigurbjarnarson.