Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 29.08.1983, Blaðsíða 6
 Bikarinn afturá Skagann! Akurnesingar urðu bikarmeist- arar í knattspyrnu annaö árið í röð í gær er þeir sigruðu Yestniannaeyinga « úrslitaleik á Laugardalsvellinum í Reykjuvík, með tveimur inörkum gegn einu. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1:1, en Sveinbjörn Hákonarson náði að skora annað mark ÍA og þar með sigurmark leiksins í síðari hálfleik framleng- ingarinnar. Aðeins voru þrjár til fjórar mín. eítir af leiknum cr hann Iskoraði fallegt mark með skoti frá vítateig. Leikurinn var æsispennandi og hart var barist. kannski full hart á köflum, þv( Sigurði Lárussyni, | fyrirliða Skagamanna, var vísað af leikvelli af Grétari Norðfjörð, I dómara leiksins, í síðari hálfleikn- um. Sigurður braut á Tómasi Páls- syni, en hann hafði áður í leiknum fengið að líta gula spjaldið hjá dómaranum. Vestmannaeyingar náðu foryst- unni í fyrri hálfleiknum er Vaiþór Sigþórsson skoraði af stuttu færi eftir mjög góðan undirbúning Hlyns Stefánssonar. Skagamenn jöfnuðu svo í síðari k hálfleik. Hörður Jóhannesson skor- aði þá með hörkuskaila af stuttu færi eftir hornspyrnu Árna Sveins- I sonar. Stemmning var frábær á veliinum og hvöttu Vestmannaeyingar og Akurnesingar lið sín af miklum krafti, enda slíkt mikilsvert í leikj- um sem þessum. Áhorfendur á : leiknum voru liðlega 5.000. í & | Sigurður var bestur Sigurður G. Ringsted var hinn ör- uggi sigurvegari í „Slippstöðvarmót- inu“ í golfi sem haldið var fyrir helg- ina. Geysilegur áhugi er á golfi í Slippstöðinni og margir snjallir kylf- ingar þar og halda varð forkeppni til að minnka hópinn fyrir úrslitaátök- in. Fór hún þannig að leiknar voru 9 I holur með forgjöf og héldu 12 bestu f áfram. Þessir t2 fóru því í úrslitin en þá I ineð brúttóskor sitt úr forkeppninni | og léku 9 holur til viðbótar án for- | | gjafar. Sigurður vann örugglega sem fyrr sagði en röð efstu manna varð I þessi: | I Sigurður G.Ringsted 82 !! Birgir Björnsson 86 Bessi Gunnarsson 89 í forgjafarkeppninni urðu þrír efstu þessir: Sigvaldi Torfason 29 Jón Óskarsson 31 Gunnar Arason 33 ISigurður Ármannsson fékk auka- verðlaun fyrir aö vcra næstur holu á 1 6. braut og Sigurður G. Ringsted hirti önnur slík fyrir að vera næstur á 4. braut. 6 - DAGUR - 29. ágúst 1983 Pór sigurvegari í 2. deild kvenna: m sigur skilið“ - sagði Guðmundur Svansson, þjálfari Þórs, eftir úrslitaleikinn „Við áttum þennan sigur skilið. Við höfðum verið betra liöiö í leiknum - en ég verð að viðurkenna að þegar ein mín- úta var eftir og við einu marki undir var ég búinn að gefa upp alla von,“ sagði Guðmundur Svansson, þjálfari kvennaliðs Þórs í knattspvrnu, eftir úrslitaleikinn í 2. deild á laugar- dag. Arney Magnúsdóttir og Hera Ármannsdóttir skoruðu fyrir Hött, en Inga Pálsdóttir gerði bæði mörk Þórs í venjulegum leiktíma. í framlengingunni, sem var tvisvar tíu mínútur, voru Þórs- stúlkurnar mun ákveðnari og Inga Huld bætti þá sínu þriðja marki við, og Anna Einarsdóttir skoraði fjórða markið. Leikurinn var fjörugur og hart barist. Pessi lið sigruðusittí hvor- um riðli 2. deildarinnar og leika því bæði í 1. deild að ári. Leikur Þórs og KA var baráttuleikur t' Þór lék þá við Hött frá Egils- stöðum hér á Akureyrarvelli og sigruðu Þórsstúlkurnar 4:2 eftir framléngdan leik. Inga Huld Pálsdóttir jafnaði 2:2 aðeins 24 sek. áður en venjulegum leiktíma lauk, en Hattarstúlkurnar höfðu komist í 2:0. Norðurlandsmót í g Glæsilegur sprettur H( Anna Einarsdóttir geysist hér upp hægri kantinn með Hattarstúlkur á hæl- unum. Mynd: KGA. —tryggði honum sigi Sveitakeppni í golfi: Allir bestu mæta á Stóra-Bola Um aðra helgi verður háð Sveitakeppni íslands í golfi og fer hún fram á Jaðarsvelli. Þar niæta sveitir frá öllum stærstu golfklúbbunum, sennilega 6 manna sveitir og ræður árang- ur fjögurra bestu hvorn keppnisdag. Það má því telja víst að allir fremstu kylfingar landsins verði á ferðinni á Jaðarsvellinum um aðra helgi, menn sem ekki eru þar á hverjum degi. Ekki hefur verið tilkynnt um skipan sveit- anna, en víst má telja að menn eins og Gylfi Kristinsson íslands- meistari, Magnús Jónsson GS, Ragnar Ólafsson GR, Sigurður Pétursson GR, Úlfar Jónsson GK, Sveinn Sigurbergsson GK og margir margir fleiri snjallir kappar mæti. Björgvin Þorsteinsson leikur nú í fyrsta skipti á Akureyri í sumar og keppir að sjálfsögðu fyrir GA þar sem hann er æfifé- lagi. Ekki hefur verið tilkynnt um hverjir skipa sveit GA en Héðinn Gunnarsson og Magnús Birgis- son verða örugglega í henni. Héðinn Gunnarsson, ungur Akureyringur, tryggði sér um helgina sigur í Norðurlands- móti í golfi sem fram fór á Jað- arsvelli, eða Stóra-Bola eins og sumir kjósa að kalla golfvöll Akureyringa. Þangað mættu um 70 kylfingar frá Húsavík, Akureyri, Ólafsfirði og Sauðárkróki og voru langflest- ir kylfingar Norðurlands meðal þátttakenda. Leiknar voru 36 holur í þremur flokkum, karla-, kvenna og unglingaflokki, með og án forgjafar. í karlaflokki varð um mjög harða og jafna keppni að ræða lengst af. Eftir fyrri daginn höfðu þeir Héðinn Gunnarsson og Magnús Birgisson, báðir úr GA forustuna og þegar aðeins voru 9 holur óleiknar síðari daginn voru 5 jafnir á 119 höggum og einn keppandi var þar einu höggi á eftir. Þessir keppendur gátu því allir sigrað. En Héðinn Gunnarsson fór þá heldur betur í gang. Hann lék síðustu 9 holurnar á 34 höggum, eða einij undir pari og tryggði sér Norðurlandsmeistaratitilinn af miklu öryggi. í kvennaflokki voru ekki nema fimm keppendur og væri full ástæða fyrir golfklúbbana á Norðurlandi að huga að því hvað veldur. Það var um mikla keppni að ræða fyrri daginn og þrjár konur nær alveg jafnar. En síðari dag keppninnar sigldi Jónína Pálsdóttir fram úr og tryggði sér titilinn örugglega. Jónína er móðir Héðins Gunnarssonar svo þau mæðgin skarta nú titlunum bæði. í unglingaflokki tók Ólafur Gylfason forustuna strax að lokn- um 9 holum og hafði góða for- ustu eftir fyrri daginn. Ólafur Þorbergsson og Ólafur Sæmunds- son saumuðu að honum síðari daginn og munaði litlu á þeim á tímabili, en Ólafur Gylfason lék síðustu 9 holurnar á 38 höggum og hífði sigurinn inn af öryggi. Og þá eru það úrslitin og röð efstu manna: Karlar: án forgjafar: Héðinn Gunnarsson GA 153 Magnús Birgisson GA 157 Kristján Hjálmarsson GA 158 Með forgjöf: Héðinn Gunnarsson GA 141 Skarphéðinn ÓmarssonGH 141 Sverrir Valgarðsson GSS 145

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.