Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINQAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 31. ágúst 1983 96. tölublað Ar- holt - bls. 8 .¦¦.. ¦ ¦ ¦ ¦ „Moigun- hanar" bíða við dyrnar — bls. 6—7 Hitaveita Akureyrar kaupir varmadælur: „Eykur rekstrar- fifi öryggi veitunnar - segir Hákon Hákonarson formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar. „Við erum búnir að taka þá merkilegu ákvörðun að kaupa varmadælur og hefja rekstur þeirra hérna á næsta ári," sagði Hákon Hákonarson for- maður stjórnar Hitaveitu Ak- ureyrar í samtali við Dag. „Við bindum miklar vonir við það að þetta hafi verið eðlileg og rétt ákvörðun þótt mönnum hafi sýnst sitt hvað um þetta. Margir vildu fara varlega af stað með all- ar athuganir og framkvæmdir í þessu máli þar sem þessi tækni er ekki mikið þekkt hérlendis. Mitt mat er að þetta komi fyrst og fremst til með að hafa þau áhrif að auka rekstraröryggi veit- unnar, enda gefur þetta okkur afl upp á 2,6 megawött eða svipað og nokkuð góð borhola hér á Eyja- fjarðarsvæðinu. Það má segja að það sé eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort eðlilegt sé að ráð- ast í svona framkvæmd eða að halda áfram að bora. Ég vil hins vegar taka fram í þessu sambandi að ástæða er til að ætla eftir allar þær athuganir sem við erum bún- ir að láta fara fram á þessum varmadælum að við fáum þetta grunnafl út úr varmadælunni. Við Akureyringar þekkjum hins vegar vel hvílíkt happdrætti bor- anir geta reynst. Við teljum því að þetta sé góð fjárfesting, enda þótt þessi út- búnaður kpsti á milli 10 og 11 milljónir króna," sagði Hákon. Jæja gott fólk. Þá er það skólinn. Að vísu er mánuður þangað til Menntaskólinn tekur til starfa, en þar eru menn farnir að undirbúa veturinn. Þegar tíðindamenn Dags voru á rúntinum í sólinni um daginn hittu þeir þá tflyn Jón- asson og Örn Indriðason, sem voru að skipta um gler í gamla góða Menntó. Mynd: KGA. „Ekki glóra í þessu" „Við töldum okkar tilboð í verkið vera of lágt þótt það væri réttlætanlegt vegna atvinnuástandsins," sagði Stef- án Árnason framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvarinnar Stefnis um tilboð sem bárust í akstur við ræsi við Bægisárbrúna. Kostnaðaráætlun var upp á 2,1 milljón króna og tilboð Stefnis í aksturinn við verkið nam 66% af þeirri áætlun. „Við viðurkennum að hafa undirboðið og farið eins neðarlega og hægt var. Barð sf. fékk síðan verkið og bauð í það 44% af kostnaðaráætlun. Kostn- aðaráætlunin var að mínu mati rétt, svo það sjá allir að það er ekki glóra í þessu, tilboðið nem- ur aðeins 44% af áætluninni. Það er einungis verið að bjóða með þá von að baki að bráðum komi betri tíð og hægt verði að halda þessu gangandi þangað til," sagði Stefán. Daprasta laxveiðisumri í Laxá í Aðaldal lýkur á morgun: Heildarveiðin nær varla einu þúsundi Á morgun kl. 13 lýkur einu aldaprasta laxveiðisumri sem menn muna eftir við Laxá í Aðaldal. Það þótti með fá- dæmum Iéleg veiði í fyrra þegar áin gaf aðeins um 1200 laxa en nú er útlitið enn svartara og óvíst að heildartalan nái þús- undinu. - Við erum bara ánægð með að þetta er að verða búið í ár, sagði Helga Halldórsdóttir, ráðskona í veiðiheimilinu að Vökuholti er blaðamaður Dags ræddi við hana. Samkvæmt upplýsingum Helgu voru á mánudag komnir 820 laxar á land á aðalveiðisvæði Laxár en sambærileg tala í fyrra var 1009 laxar. Þórður Pétursson sem er veiði- vörður við Laxá sagði í samtali við Dag að hann hefði haft spurnir af því að um 150 laxar hefðu veiðst í landi Árness í sumar og tæpir 40 laxar í Hraunslandi. Það væri því ljóst að heildarveiðin úr ánni í sumar væri óvenju slök miðað við undanfarin sumur. Það þarf held- ur ekki að fara nema fimm ár aftur í tímann til að finna met- veiðiárið í ánni en sumarið 1978 veiddust þar um 3300 laxar. En það er ekki bara að veiðin í Laxá hafi dregist saman, heldur virðast stórlaxarnir sem Laxá er svo fræg fyrir hafa falið sig rækilega í sumar. Stærsti laxinn sem veiðst hefur í sumar vó 21 pund en hann veiddi einmitt Þórður Pét- ursson í svokölluðum Bótastreng. - Ég fékk þennan hæng á flugu sem ég hnýtti sjálfur úr refshári fyrir nokkrum árum og kalla Fox fly. Það hefur veiðst vel á þessa flugu en þess ber þó að geta að hún er engin almenningseign, sagði Þórður Pétursson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.