Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 3
Eg er útskúfaður ■ ■ ■ wbmm m m m ^^.mm m m m ^mm ■■ ■ w~ —segir Víkingur Guðmundssonsemfær ekki pláss hjá Stefni „Ég keypti 12 tonna Volvo- vörubifreið haustið 1980 í þeirri trú að ég kæmist inn á stöðina sumarið eftir. Stjórnin hafði ákveðið að ég skyidi komast inn en félagsfundur hafnaði mér,“ sagði Víkingur Guð- mundsson í samtali við Dag. Hann hefur nú ansi lengi reynt að fá pláss á vörubifreiðastöð- inni Stefni en það hefur ekki gengið. „Eg er útskúfaður," sagði Vík- ingur. „Nú eru a.m.k. tólf pláss laus samkvæmt gömlum samning- um og gamalli hefð, þau gætu jafnvel verið fleiri. Pað er algjör- lega óforsvaranlegt að láta vanta þarna bíla - en láta mann svo hafa eitthvað að gera þegar þeir geta ekki annað vinnunni. Landssam- band vörubifreiðastjóra hefur einkarétt á að gera út bíla - og lík- lega hafa þeir einnig einkarétt á að láta þá vanta.“ Vegna þessa einkaréttar, sem Stefnir hefur hér í bænum, getur Víkingur ekki einu sinni tekið að sér fjárflutninga, eins og hann hefur ætlað að gera, þar sem Stefnismenn sitja fyrir. Það eru nú sjö ár síðan Víicingur reyndi fyrst að komast að á Stefni - en ekkert hefur gengið. Hann vann örlítið hjá fyrirtækinu fyrr í sumar en það stóð ekki lengi. „Maður er „Erum ekki með hámarkstölu“ —segir Stefán Árnason, framkvæmdastjóri Stefnis „Stjóm og trúnaöarmannaráð niðurstaða þess fundar var á bifreiðastöðvarinnar héldu þann veg að boða til almenns fund sl. föstudagskvöld og félagsfundar sem haldinn verð- Heimilis- iðnaðarsýning á Akureyri Heimilisiðnaðarfélag íslands opnar sýningu í Iðnskóla Akur- eyrar í samvinnu við Kvenna- samband Akureyrar. Sýningin hefst 1. sept. og stendur til 4. sama mánaðar. Sýningin er haldin í tilefni 70 ára afmælis Heimilisiðnaðarfélagsins. Á sýningunni verður handa- vinna, bæði gömul og ný, eftir 34 aðila. Einnig verða sýndir munir úr Heimilisiðnaðarsafninu. Mun- ir þessir voru áður sýndir á tveim- ur norrænum heimilisiðnaðar- þingum, í Noregi 1980 og í Dan- mörku 1983. Þarna verður sýndur refiisaumur, augnsaumur, ís- lenskur glitvefnaður og glitsaum- ur. En allar þessar aðferðir eru einkennandi fyrir íslenskan heim- ilisiðnað fyrri ára. Markmið félagsins hefur verið að vinna að verndun þjóðlegs ís- lensks heimilisiðnaðar, varð- veislu gamalla vinnubragða og endurnýjuðu hlutverki þeirra. Sýningin verður sett í Iðnskól- anum áfimmtudagskvöld, 1. sept, kl. 20.30. Um helgina verður opið frá kl. 15 til 22. Á laugardag verður tískusýning á batik og prjónakjólum, hefst hún kl. 4. Á meðfylgjandi mynd sést einn af þeim glæsilegu munum sem til sýnis eru. Aukin áfengissala Á þriggja mánaða tímabili, frá 1. apríl til 30. júní 1983, hefur sala áfengisverslunar ríkisins numið 222.241.752. kr. Á sama tíma fyrir ári síðan nam salan 144.446.670. Aukning miðað við sama tíma 1982, er 53,9%. Á þessu tímabili hefur sala á Akur- eyri verið fyrir rúmar 20 milljónir. Sömu mánuði 1982 var selt áfengi á Akureyri fyrir rúmar 13 milljón- ir króna. ur nú í vikunni,“ sagði Stefán Árnason framkvæmdastjóri Stefnis í viðtali við Dag. Stefán sagði að það væri mis- skilningur að Víkingur Guð- mundsson hefði fengið vilyrði eða loforð um leyfi á stöðinni. Við spurðum Stefán hvort þeir væru með þá hámarkstölu á stöðinni sem þeim bæri. „Það er alveg rétt að við erum ekki með hámarkstölu leyfa eins og við eigum að hafa, en ástæðan fyrir því er sú að það hefur ekki verið svo mikið að gera að það hafi verið réttlætanlegt. Ákvörð- un um fjölgun leyfa er tekin á al- mennum félagsfundi.“ í reglugerð segir að á Stefni skuli vera 49 leyfi, en nú eru þar 40 bílar. Stefán sagði að fjölgað hefði verið í 49 í fyrravor en síðan væru nokkrir hættir á stöðinni. Fjölga á tvisvar á ári samkvæmt reglugerðinni. - Hafið þið heimild til þess að vera með færri leyfi en 49 hverju sinni? „Nei, strangt til tekið höfum við það ekki, en vegna ástandsins í atvinnumálum hefur þessu verið haldið niðri. Við vonum að það komi betri tíð, og það er léttara að reka stöðina með fleiri leyfum.“ Víkingur Guðmundsson. nógu góður þegar þeir þurfa á manni að halda,“ sagði Víkingur. „Það hlýtur að teljast skrýtið að ekki séu fleiri bílar í vinnu hjá fyrirtækinu á sumrin en á veturna. Það sem ég er fyrst og fremst óánægður með, er að þjónustan skuli vera þannig að ekki séu nógu margir bílar hjá fyrirtækinu þegar þörf er fyrir þá. Það er ekkert í þessu þjóðfélagi sem réttlætir það að vörubílastöðin Stefnir hafi fulla vinnu fyrir alla sína bíla allt árið. Þeir geta bara ekki farið fram á það,“ sagði Víkingur. Okkar hugsjón er að tryggja þér vandaðar vörur á góðu verði. Eim eitt átak í frainboði á vönduðum vönim á frábæru verði Allt splunkunýjar vörur Frá Herradeild □ Þýsku stretchbuxurnar margeftirspurðu komnar. □ Skyrtur, mjög fallegar, í úrvali. Frá Vefinaðarvörudeild □ Trimmgallaefni, allir nýjustu litirnir. □ Tilbúnareldhúsgardínurfrá Pagunette. □ Stóresar, breidd 215 cm, verð frá kr. 150. □ Blómastóresar, mjög fallegir. □ Apaskinn, 2 litir. □ Sængurverasett, verulega vönduð og falleg. 'Epm, □ Skólaúlpur, allar stærðir. -■? 1 □ . . . og hin stórglæsilega □ N' hausttíska frá prjónastofunni Iðunni. oc Frá Skódeild □ ’i’ □ Gullfallegir Ruggeri karlmannaskór. □ Sandalar með og án hælbands. □ Unglingaskór, mjög fallegir í st. no. 18-22. □ Gúmmískórnir vinsælu komnir aftur. □ ítalskar kvenmokkasíur, 4 litir. Frá Hljómdeild □ Nýjar sendingar af SEIKO og TIMEX úrum. □ Allar nýjustu plöturnar. □ Tölvuspil, lítil og stór. VÖRUHUS 31. ágúst 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.