Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 8
Heimsókn í Arholt Þeir, sem einhvern tíma hafa verið í leikskóla, minnast hinna Ijúfu tíma, er þeir gengu um bæinn haldandi í kaðal- spotta, húfan niðri í augum og sultardropi hékk á nefbrodd- inum. Þetta voru sæludagar í lífi viðkomandi. Þar sem ég hef enga reynslu í þessum Með nýjum og fullkomnum myndsendibúnaði upplýsingar, vottorð og hvað annað sem gæti Pósts og síma - Póstfax - sendir þú skjöl, þarfnast tafarlausrar sendingar, lands- eða skýrslur, yfirlýsingar, verkteikningar, tæknilegar heimshluta i milli á mettíma; þrem mínútum! Svna gngnr kai Qtrir sig a) Póstfax milli tveggja Póstfaxstöðva:" - Þú ferð á næstu Póstfaxstöð og afhendir það frumrit sem senda skal. - Afrit er sent á þá Póstfaxstöð sem óskað er eftir. - Taki viðtakandi ekki sjálfur við sendingunni berst hún til hans með almennum póstút- burði eða með hraðboðaþjónustu sé þess óskað. b) Póstfax frá þínu tæki til Póstfaxstöðvar: - Þú sendir til þeirrar Póstfaxstöðvar sem þú kýst. Nauðsynlegt er að nota fylgiseðil sem fæst afhentur á afgreiðslum Pósts og síma. - Taki viðtakandi ekki sjálfur við sendingunni berst hún til hans með almennum póstút- burði eða með hraðboðaþjónustu sé þess óskað. c) Póstfax frá Póstfaxstöð til viðtakanda með Nú eru íslensku Póstfaxstöðvarnar fjórar; í eigiðtæki: Reykjavík, á Isafirði, Akureyri og Egilsstöðum - Þú ferð á næstu Póstfaxstöð og afhendir það - í beinu sambandi við allan heiminn. frumritsem senda skal. - Afrit er sent beint til viðtakanda. i) Pú»i og simuoð mað f'osHupiönusiu Póscrax É „kaðalgönguferðum“ ákvað ég að heimsækja Ieikskóla hér í bæ og spjalla við fólkið. Fyrir valinu varð leikskólinn Árholt í Glerárhverfi. í kaffistofu staðarins, sem jafnframt er aðsetur forstöðu- manns, bókasafn og geymsla, sátum við Þuríður Sigurðardótt- ir forstöðumaður og nokkrar fóstrur, sem ég kann því miður ekki að nefna. Jú, þær sögðust nú fara nokkuð oft í gönguferðir og að sjálfsögðu kæmi þessi frægi kaðall þá að góðum notum. Hvert barn hefur lykkju, er það heldur í og þannig helst hópurinn betur saman en ella. Arholt hefur verið starfrækt síðan 1974 og er skipt niður í tvær deildir, eldri og yngri deild. Alls eru þarna 67 börn, rúmlega 30 fyrir hádegi og svipað eftir hádegið. Að sögn fóstranna er þetta ákaflega líflegt starf. Þetta er langt frá því að vera vélræn vinna, það kemur alltaf eitthvað nýtt upp á á hverjum degi. „Börnin halda manni við efnið,“ sagði Þura og samstarfsfólkið virtist almennt samþykkja það. Það er fleira sem starfsfólk Árholts tekur sér fyrir hendur til tilbreytingar en að fara í göngu- ferðir. Sögðust þær reyna að fara 2 rútuferðir á ári. Það er vinsælast að fara í fjöruferð, berjamó eða í sveitina á vorin. Foreldrum er boðið að koma með í þessar ferðir og þykir fóstrum æskilegt að þau sjái sér það fært. Sl. vetur voru gerðar tilraunir með svokallaða frjálsa daga, en þá var opið á milli deilda og börnin gátu valsað á milli og ver- ið þar sem þau helst kusu. Þetta gafst mjög vel og verður því væntanlega á dagskrá næsta vetur. Sagði Þuríður að húsnæðið byði ekki upp á mikla fjöl- breytni, enda ekki von þar sem það er byggt sem barnaskóli, en ekki Ieikskóli. Báðar deildir voru samt sem áður ákafiega smekklega útbúnar og buðu upp á margvíslega möguleika fyrir hugmyndaríka krakka. Lóðin úti hefur verið skipulögð af sér- fræðingum, starfsfólk hefur séð um að koma leiktækjunum fyrir og er ekki annað að sjá en að vel hafi til tekist. Besta kostinn við útivistarsvæðið töldu fóstrurnar, hversu góða yfirsýn þær hefðu yfir allt leiksvæðið. Börnin fengu að drekka úti í góða veðrinu og það var ofsa- spennandi. Þau mynduðu lest og kjöguðu út blásandi og blístr- andi. Þetta var tignarleg lest og minnti óneitanlega á Austur- landahraðlestina. Svo allt í einu - búmm . . ., eitthvað brast og þá var engin lest lengur, bara krakkar á leið út í sólskinið að drekka. „Ó, þetta var lestar- slys,“ sagði ein fóstran, eins og það væri daglegt brauð að lestir splundruðust. Engin slys urðu á börnum, en nestispakkinn henn- ar Berglindar varð fyrir ofuriitlu hnjaski, er hún rakst utan í Ein- ar Svein. „Megum við byrja, megum við byrja?“ hrópuðu allir af lífs og sálar kröftum. Einn snáði, er hvað hæst hrópaði, sat og hám- aði í sig rúgbrauð með mysing. Átti hann eftir smáskorpu, en engu að síður hélt hann áfram að hrópa: „Megum við byrja, meg- um við byrja.“ Að hugsa málið í ruggustól. Mynd: M.Þ. 8 - DAGUR 31. ágú$t 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.