Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 31.08.1983, Blaðsíða 11
Sumarauki Sumar- gleðinnar í Sjallanum I „Við fengum svo frábærar mót- tökur í Sjallanum í sumar að okkur þótti ekki stætt á öðru en að gefa þessu hressa fólki þar kost á að skemmta sér með okkur aftur og við skemmtum okkur alveg örugglega vel líka,“ sagði Sumargleði- maðurinn Þorgeir Ástvaldsson er hann ræddi við Dag nú í vik- unni. Sumargleðin hefur nú verið á ferðalagi sínu síðan árla sumars og er nú búin að koma fram í flestum aðal samkomuhúsum landsins. Þeir Ómar, Bessi, Magnús, Þorgeir, Raggi Bjarna og hljómsveit hans hafa gert stormandi lukku og voru móttök- urnar í Sjallanum í sumar talandi dæmi um þær. Bergþóra i Sjallanum Bergþóra Árnadóttir treður upp í Sjallanum annað kvöld milli klukkan 21 og 23 og flytur þá m.a. lög af væntanlegri hljómplötu sinni, Afturhvarf. Að sjálfsögðu verður svo disk- að á eftir. „Það má segja að við séum að fá okkur sumarauka í leiðinni," sagði Þorgeir. „Við komumst úr rigningunni hérna fyrir sunnan í sólina fyrir norðan og verðum því í sólskinsskapi. Svo leggjum við okkur alla fram um að gera eina „herlega veislu“. Það verða stans- laus skemmtiatriði frá kl. 10 á föstudagskvöldið og fram á nótt. Margir öðlingsmenn koma í heimsókn eins og Konni kokkur svo dæmi sé tekið. Iðnskólinn á Akureyri Nemendur á haustönn mæti mánudaginn 5. september nk. sem hér segir: Kl. 09.00 tækniskóladeildir og vélstjóradeildir. Kl. 10.00 verknámsdeildir málmiðna, rafiðna og tréiðna. Kl. 14.00 samningsbundnir nemar 1., 2. og 3. stigs. Kl. 15.00 fornámsnemendur. Kl. 17.00 tækniteiknun. Skólastjóri. Frá Matvörudeild KEA Frá og meö 1. september verða eftirtaldar kjörbúðir opnar á laugardögum frá kl. 9-12: Kjörbúð KEA Kaupangi. Kjörbúð KEA Sunnuhiíð12. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5. Á föstudagskvöldið verður Bergþóra síðan í Grímsey með tónleika. Hún hefur að undan- förnu verið á ferðalagi um Aust- ur- og Norðurland, sungið á vinnustöðum á Höfn, Neskaup- stað og Seyðisfirði og síðan haldið tónleika um kvöldið. Og verið firna vel tekið. N^Matvörudcild v AKUREYRARBÆR Skrifstofustarf á launadeild bæjarskrifstofunnar er laust til um- sóknar. Upplýsingar veitir undirritaður eða launafulltrúi á bæjarskrifstofunni. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 7. septem- ber næstkomandi. Akureyri, 29. ágúst 1983. Bæjarritari. Smáauglýsingaþjónusta Dags Ákveðið er að auka þjónustu við þá fjölmörgu aðila sem notfæra sér smáauglýsingar Dags; þann- ig að ef endurtaka á auglýsing- una strax í næsta blaði eða næstu viku bætast aðeins 30 kr. við verð fyrir eina birtingu. Verð smáauglýsingar er nú 170 kr., miðað við staðgreiðslu eða ef greiðslan er send í pósti, en 220 kr. ef ekki er staðgreitt. Ef þessi nýja þjónusta er notuð þá kostar auglýsingin nú 200 kr. birt tvisvar. Tilboð þetta miðast eingöngu við staðgreiðslu. Troðfull búð af vörum Þótt furðulegt megi virðast verslum við enn með vefnaðar- og gjafavörur í rimlabúrinu við Skipagötu. Vorum að taka upp aðeins hálft tonn af alls kyns efnum. Til dæmis hin sívinsælu joggingefni í öllum regnbogans litum, rifflað flauel í vetrarlitunum, gardínur í úrvali, búta í öllum stærðum og gerðum og margt, margt fleira. Góð þjónusta á góðum stað Opið á laugardögum Æ> aUt til sawna emman SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI Skfl\U\íBK Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING Veladeild KEA símar 21400 og 22997 Búvélaverkstæðið Óseyri 2 - sími 23084 Meinatæknar Læknamiðstöðin á Akureyri óskar eftir meina- tækni hálfan eða allan daginn. Læknamiðstöðin sími25511. Póstur og sími Akureyri Staða bréfbera laus til umsóknar. Hálfs dags starf. Upplýsingar á skrifstofu Pósts og síma Akureyri. Stöðvarstjóri. Vantar vélstjóra á Særúnu EA 251. Upplýsingar í síma 63146. 31, ágúst 1983 - QAGUR - 1,1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.