Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 02.09.1983, Blaðsíða 8
Pósturinn hringír alltaf tvisvar Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér í annarri útgáfu hina heimskunnu skáld- sögu Pósturinn hringir alltaf tvisvar eftir bandaríska höfundinn James M. Cain. Þýðandi er Maja Baldvins. Þessi skáldsaga kom fyrst út í Bandaríkjunum árið 1934 og hef- ur alltaf verið á markaðinum síð- an víða um lönd, hefur með öðr- um orðum orðið sígild sem sál- fræðileg spennusaga og hefur að minnsta kosti tvisvar sinnum ver- ið kvikmynduð, í síðara skiptið fyrir tveimur eða þremur árum. Pósturinn hringir alltaf tvisvar segir frá tveimur elskendum, venjulegum manneskjum að öðru leyti en því að tilfinningar þeirra eru nokkuð suðrænar og heitar. En aðstæður gera mál þessara ungmenna örðug viðfangs og er þá ekki horft í stórræðin til að greiða úr flækjunni. Allofsafengnar bíl- ferðir, ástaleikir, skelfing, morð- allt kemur það fyrir í þessari sögu, en sá er munurinn á Póstinum og mörgum tugum sagna sem á eftir honum komu og tóku hann til fyrirmyndar, að hér er lýst raun- verulegu fólki, heitum og ekta til- finningum. Á Bauta. Mynd: KGA. Akureyrarprestakall. Guðsþjón- usta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag 4. sept. kl. 11 f.h. Sálmar: 29, 377, 192, 43, 523. Þ.H. Guðsþjónusta verður á FSA sama dag kl. 5 síðdegis. Þ.H. Laugalandsprestakall. Messað verður að Hólum sunnudaginn 4. sept. kl. 14.00. Sóknarprestur. Kvöldvaka verður í sal Hjálp ræðishersins að Hvannavöllum 10 á laugardag 3. sept. kl. 20.30. Kapteinarnir Anne Gurine og Daníel Óskarsson stjórna. Veit- ingar og happdrætti. Allir vel- komnir. Áttræður verður laugardaginn 3. september trésmíðameistarinn Adam Magnússon Bjarkarstíg 2 Akureyri. Hann er fæddur Ólafs- firðingur, flutti á unga aldri til Ak- ureyrar og lærði þar trésmíðar. Hann kvæntist Sigurlínu Aðal- steinsdóttur frá Kóngsstöðum í Skíðadal og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Adam missti konu sína árið 1967. Adam er af mörgum góðkunnur fyrir hagleik sinn og dugnað og fellur honum aldrei verk úr hendi. Hann starfar enn við trésmíðar og núna á seinni árum hefur hann aðallega dundað sér við að smíða Borgundarhólms- klukkur. Adam tekur á móti gest- um á heimili sínu á afmælisdaginn. UMFERÐARMENNING STEFNULJÓS skal jafnagefa í tæka tíð. mIumferðar Wráð AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! ... af gólfteppa- lýmingarsölunni 20-50% afsláttur á fyrsta flokks gólfteppum, smáteppum, bútum, mottum og renningum Notið einstakt tækifæri til teppakaupa TEpprlrnd Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055 laugardögum frá HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999 8 - DAGUR - 2. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.