Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 3
„Það hver skiptir ekki máli skíturinn er“ - Svínaskítur notaður til orkuframleiðslu Ég rann á lyktina. í Hraukbæ úti í Kræklingahlíð er eitt stærsta svínabú á Iandinu, alls eru þar um 1500-1600 svín og eins og vænta má gengur hið sæmilegasta magn niður af þeim. Og svínaskítur ilmar sterklega, það þekkjum við flest. En nú eru heldur betur í sjónmáli nytjar af þessu „ilm- efni“, það á sumsé að nota svínaskítinn til orkuvinnslu. Það eru þeir bræður Halldór, Auðbjörn og Andrés Kristins- synir sem reka svínabúið á jörð foreldra sinna, þeirra hjóna Kristins Björnssonar og Sigur- bjargar Andrésdóttur. Áfastur svínabúinu er tæplega 400 rúmmetra kjallari, þar sem einnar tommu plaströr eru hring- uð upp í tvo spírala, annan 400 metra langan og hinn 200 metra. Vatni verður hleypt niður í rörin og kjallarinn síðan fylltur af svínaskítnum sem kemur úr flórnum. Skíturinn gerjast og hitnar og hitar um leið vatnið í spírölunum. Þegar skíturinn hef- ur skilað sínu hlutverki nýtist hann mjög vel sem áburður. „Þetta er allt saman á tilrauna- stigi ennþá og við vitum ekki hversu mikilli orku þetta mun nákvæmlega skila,“ sagði Halldór. „Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Rann- sóknarstofnun landbúnaðarins fylgjast með þessum tilraunum hjá okkur og við höfum komið hitaskynjurum fyrir út um allt hús til að fylgjast nákvæmlega með gangi mála. Þeir hafa reynt þetta dálítið í Noregi og ef við miðurn tölur þaðan við það skít- magn sem við höfum og afkasta- getu spíralanna hérna, þá ætti þetta að geta skilað orku sem nægir fyrir 40-50 einbýlishús. Já, þetta virðist ákaflega fáránleg tala og ef til vill væri réttast að þegja yfir þessu. En ég vil undir- strika það að hér er um tilraun að ræða og við viljum ekki gefa út neinar yfirlýsingar um að við höf- Halldór og Auðbjörn Kristinssynir í kjallaranum sem þeir hyggjast fylla af svinaskít og hita með því vatnið sem verður í spíralnum sem í kjallaranum er. Mynd: KGA. um hér himin höndum tekið.“ Halldór sagði að þessi aðferð við orkuvinnslu ætti að geta kom- ið sér vel víða til sveita. Það skipti ekki máli hver skíturinn væri, þó að svínaskíturinn væri sérstaklega orkuríkur. „Aðstað- an sem við höfum gæti vart verið betri, svínabúið var byggt í fyrra og þá var sérstaklega haft í huga að fara út í þessar tilraunir. Við höfum athugað þessi mál í.tvö ár og allur undirbúningur er mjög góður. Ég reikna með að vinnslan fari fljótlega í gang og það verður svo að koma í ljós í vetur hver árangurinn verður.“ Flugleiðir: Safnviðskipti í innanlandsflugi Farþecar í innanlandsfluci B. Sex stie fyrir hverja ferð milli Farþegar í innanlandsflugi Flugleiða eiga nú kost á ókeyp- is farseðli ef þeir ná ákveðnum ferðafjölda á þremur mánuð- um eða skemmri tíma. Þessi nýjung nefnist safnviðskipti Flugleiða og hefur félagið gef- ið út sérstök safnkort fyrir þá sem vilja safna ferðastigum. Á framhlið kortsins er skráð nafn farþega, heimilisfang og nafn- númer. Á bakhlið eru reitir þar sem flugferðir viðkomandi farþega eru skráðar. Hver ferð veitir ákveðinn fjölda safnstiga sem skráð eru í kortið við hverja brottför. Til að fá ókeypis farseðil eftir eigin vali á innanlandsleiðum Flugleiða þarf korthafi að ná 100 ferðastig- um á þremur mánuðum eða skemmri tíma. Ferðastigum er safnað á eftir- farandi hátt: A. Fjögur stig fyrir hverja ferð milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Sex stig fyrir hverja ferð milli Reykjavíkur og ísafjarðar, Þingeyrar, Patreksfjarðar, Sauðárkróks eða Akureyrar. C. Átta stig fyrir hverja ferð milli Reykjavíkur og Húsa- víkur, Egilsstaða, Norðfjarð- ar eða Hafnar í Hornafirði. Fram og tilbaka ferð gefur tvöfaldan stigafjölda. Að sjálf- sögðu er sama hvort ferðin hefst í Reykjavík eða úti á landi. Sem dæmi má nefna, að sá sem flýgur tvisvar leiðina Reykjavík-Egils- staðir-Reykjavík hefur safnað 32 ferðastigum og þrjár ferðir frá Akureyri til Reykjavíkur fram og tilbaka gefur 36 ferðastig. Þegar korthafi telur sig hafa náð 100 ferðastigum innan tilskilins tíma frá fyrstu ferð, afhendir hann kortið á afgreiðslu Flugleiða. Hafi hann unnið sér inn tilskilinn stigafjölda fær hann afhentan far- seðil á flugleið innanlands fram og tilbaka að eiein vali. 5. september 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.