Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 05.09.1983, Blaðsíða 6
KS gull- tryggði sig í 2. deild Siglfirðingar gulltryggðu veru sína í 2. deild í knattspyrnunni um helgina er þeir héldu til Húsavíkur og léku þar gegn Kvenna- sveit G.A. Kvennasveit Golfklúbbs Akur- eyrar sem keppir í sveitakeppni íslandsmótsins um næstu helgi hefur verið valin og skipa hana Jónína Pálsdóttir, Inga Magnús- dóttir og Auður Aðalsteinsdóttir. Til vara er Rósa Pálsdóttir. Konurnar keppa sem sagt þrjár í hverri sveit og ræður árangur tveggja bestu. Þær leika 36 holur. Karlasveitirnar leika hins vegar 72 holur, þar eru fjórir í sveit og ræður árangur þriggja bestu hvorn keppnisdaginn. Völsungi. Fyrir leikinn var staðan þannig að Siglfírðingar voru ekki sloppnir við fall- drauginn og var greinilegt á leik þeirra að þeir ætluðu að selja sig dýrt á Húsavík. Þeir byrjuðu leikinn með mikl- um látum og áður en langt var liðið fengu þeir dæmda víta- spyrnu. Hana framkvæmdi Björn Ingimarsson en brást bogalistin og skaut yfir. Völsungar tóku eftir þetta völdin á vellinum í sínar hendur. Þeir sóttu nær látlaust en það var eins og fyrri daginn hjá þeim, boltinn vildi ekki í mark. Rétt fyrir hálfleik kom svo sigurmark Siglfirðinga, Hafþór Kolbeinsson skoraði þá eftir varnarmistök. Mikil harka var í þessari viður- eign og fengu fjórir leikmenn að líta á gula spjaldið hjá dómaran- um. Völsungarnir voru betri aðil- inn í leiknum, en það er ekki spurt um slíkt eftir á, heldur hvernig markatalan hafi verið og þar höfðu Siglfirðingar vinning- inn. Þeir keppa fyrir Húsavík Sveit Golfklúbbs Húsavíkur sem tekur þátt í sveitakeppni íslands í golfi um næstu helgi hefur verið valin. Hana skipa Skúli Skúla- son, Kristján Hjálmarsson, Krist- ján Guðjónsson og Axel Reynis- son. Hætta við mark Einherja. Markvörðurinn skríður út úr markinu og nær til boltans áður en sóknarmenn KA mæta „á svæðið“. Mynd: KGA. KA á þröskuldi 1. deildarinnar Eftir í 2. KA- leiki helgarinnar deildinni má segja að menn séu komnir með annan fótinn inn fyrir þröskuldinn á 1. deildinni. KA vann Ein- herja 3:2 um helgina en þá gerðist það einnig að Reynir hirti stig af FH í Kaplakrika í 1:1 jafnteflisleik og vænkaðist hagur KA verulega við þau úrslit. Það sem einfaldlega þarf að gerast er að FH tapi einu stigi til viðbótar en þeir eiga eftir að leika gegn Fylki Héðinn settur .út í kuldann‘ - ekki valinn ■ sveit Golf- klúbbs Akureyrar, sem keppir í sveitakeppni íslandsmútsins „Það sein býr að baki þessari ákvörðun okkar er að okkur fínnst ekki verjandi að ntaður sem verður sér til skainmar á golfvclli á laugardag sé daginn eftir valinn til keppni fyrir hönd klúbbsins,“ sagði Gunnar Þórð- arson formaður Goifklúbbs Ak- ureyrnr í samtali við Dag, um þá ákvörðun að veija ekki Héðin Gunnarsson « lið GA sem þátt tekur í sveitakcppni Golfsam- bands íslands á Jaðarsvelli um næstu helgi. Héðinn er cinn sterkasti golf- leikari á Norðurlandi og ætti að öllu jöfnu að eiga sæti í sveit GA. Hins vegar inissti hann stjórn á skapi sínu íNorðurlandsmótinu á dögunum og verður nú að súpa seyðiö af því. „Golf byggist upp á árangri og framkomu á velli og út frá því trcystum við okkur ekki til þess að velja Hcðin í liðið,“ sagði Gunnar. „Það er leiðinlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða cn við lítum þetta það alvarlcg- um augum að við teljum okkur ekki hafa átt annarra kosta völ.“ Héðinn Gunnarsson. og Fram. Ef það gerist ekki er nægilegt fyrir KA að fá jafn- tefli í sínum síðasta leik, sem er gegn UMFN á útivelli. KA fékk óskabyrjun í leik sín- um gegn Einherja og voru ekki liðnar margar mínútur þar til Gunnar Gíslason og Ormar Ör- lygsson höfðu komið liðinu í 2:0. Fátt bar svo til tíðinda í fyrri hálf- leiknum sem þótti slaklega leik- inn og voru Einherjar ekki síðri aðilinn þá. Fljótlega í síðari hálfleik dró svo til tíðinda. Einherji jafnaði metin og þá var eins og KA- menn vöknuðu til Iífsins. Þeir hófu látlausa sókn og svo hlaut að fara að þeir næðu forustunni. Markið var svo glæsilegt, þver- sending fyrir markið þar sem Gunnar Gíslason skallaði bolt- Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: ann út í teiginn og Jóhann Jakobsson tók hann viðstöðu- laust og hamraði ( markhornið niðri. Jóhann hefur því skorað tvö geysilega þýðingarmikil mörk í síðustu leikjum KA. Hann jafn- aði gegn Fram á dögunum og tryggði þar stig og nú færði hann KA sigur með öðru marki. En besti maður liðsins að þessu sinni var þó fyrirliðinn Guðjón Guð- jónsson sem var hreint ódrepandi í baráttunni að venju og smitaði út frá sér í síðari hálfleiknum þegar á þurfti að halda. „Brjálaður sóknarbolti' — en ekkert mark skorað „Það var gremjulegt að vinna ekki Víking, því Þórsliðið var miklu betra Iiðið,“ sagði Oddur Sigurðsson stjórnar- maður í knattspyrnudeild Þórs eftir leik Víkings og Þórs í 1. deildinni um helgina. „Það var spilaður brjálaður Staöan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu er nú þessi: Akranes 17 10 3 4 29:11 23 KR 17 5 9 3 18:19 19 Þór 17 5 7 5 19:17 17 Víkingur 17 4 9 4 19:18 17 Þróttur 17 6 5 6 24:31 17 Breiðablik 16 5 6 5 19:16 16 ÍBV 15 5 5 5 25:20 15 ÍBK 17 7 1 9 21:27 15 Valur 16 5 4 7 24:30 14 ÍBÍ 17 2 9 6 16:25 13 sóknarbolti frá fyrstu mínútu,“ sagði Oddur. „Tvö dauðafæri komu strax á 2. og 3. mínútu en þeim Helga Bentssyni og Guð- jóni Guðmundssyni tókst ekki að skora. Síðan áttum við allt spilið og liðið lék mjög vel. Ögmundur í Víkingsmarkinu var okkur erf- iður í þessum leik og ég var t.d. búinn að bóka mark í síðari hálf- leiknum þegar honum tókst á ótrúlegan hátt að verja frá Guð- jóni á markteig og boltinn fór í horn. Það var allt annar blær yfir Þórsliðinu í þessum leik en leikj- unum gegn ÍBV og Val. Liðið var vel stutt af fjölmörgum Akureyr- ingum og það hjálpaði. Liðið lék allt mjög vel og það var svo sann- arlega slæmt að ná ekki nema öðru stiginu úr þessum leik. Nú erum við orðnir öruggir með að falla ekki og ég tel að við eigum góða möguleika gegn Breiðabliki hérna heima á laug- ardaginn, en það verður hörku- leikur. Mér sýnist ísfirðingarnir vera fallnir og ef Keflavík vinnur þá í síðasta leiknum þá held ég að Valsmenn séu komnir í alvar- lega stöðu aftur.“ Eins og Oddur gat um hér að framan átti allt Þórsliðið góðan leik gegn Víking, en sóknarleikur var í hávegum hafður. Bestu menn liðsins voru þó þeir Bjarni Sveinbjörnsson, Halldór Áskels- son og Jónas Róbertsson. Skagamenn eru orðnir íslands- meistarar 1983 og eru vel að þeim sigri komnir, þykja hafa verið með jafnasta liðið í sumar og tvöfaldur sigur er í höfn hjá þeim. ísfírðingar eru svo gott sem fallnir í 2. deild. Þeir verða að vinna stórsigur í síðasta leik sín- um sem er gegn ÍBK í Keflavík til þess að eiga fræðilegan mögu- leika á að hanga uppi, en þessir möguleikar eru varla nema á pappírnum. Hins vegar er óljóst hvaða lið fylgir þeim niður og mun það ekki skýrast fyrr en í síðustu umferðinni. KA vann hraðmótið Leikmenn KA sáu til þess að lið Stjörnunnar fór ekki ósigr- að héðan, en handboltalið fé- lagsins kom í heimsókn til Ak- ureyrar um helgina. Stjarnan lék fyrst gegn Þór og sigraði 32:20. Síðan lék liðið gegn KA á laugardag og vann ör- ugglega 26:16. í gær var svo hald- ið hraðmót og þá gerðu leikmenn Sveit Golfklúbbs Akureyrar: BJORGVIN VERÐUR í FARARBRODDI Björgvin Þorsteinsson, ókrýndur konungur íslenskra golfleikara hér á landi um ára- bil mun verða í fararbroddi í sveit Golfklúbbs Akureyrar sem keppir í sveitakeppni Golfsambands íslands á Jað- arsvelli um næstu helgi. Aðrir í sveit Akureyrar verða Magnús Birgisson sem er núver- andi Akureyrarmeistari, Sverrir Þorvaldsson og Þórhallur KA 17 9 5 3 29:20 23 Fram 16 8 6 2 28:17 22 Víðir 17 7 6 4 14:11 20 FH 16 6 7 3 25:17 19 UMFN 17 7 3 7 17:16 17 Einherji 17 5 7 5 16:18 17 Vöisungur 17 6 3 8 15:16 15 KS 17 4 7 6 15:18 15 Fylkir 17 3 4 10 14:24 10 Reynir 17 1 8 8 9:25 10 Eins og sjá má ; á töflunni eru IBI er svo gott sem fallið Reynir og Fylkir fallin í 3. deild. Reynismenn áttu þó góðan leik um helgina gegn FH og hirtu af þeim annað stigið í 1:1 jafnteflis- leik. Á sama tíma léku Fylkis- menn gegn Víði í Garði og sigr- aði Víðir í þcirri viðureign með 2:1. Isfírðingar eru svo gott sem fallnir í 2. deild eftir að hafa tapað á heimavelli sínum fyrir Val um helgina í leik þar sem Valsmenn voru mun sterkari aðilinn. ísfirðingar höfðu þó forustu í hálfleik 1:0 en síðan tóku Vals- menn leikinn algjörlega í sínar fætur og skoruðu þrjú í síðari hálfleik. Geysilegt fjör var í Kópavogin- um þar sem Breiðabliksmenn fengu Þrótt í heimsókn. Grimmt var skorað en þegar upp var stað- ið höfðu Þróttarar betur og unnu þeir 3:2. Á Skipaskaga léku úrslitaliðin úr Bikarkeppninni á dögunum, Akranes og ÍBV og lauk þeirri viðureign með jafntefli 1:1. Það nægði Skagamönnum til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn og má liðið tapa gegn Þrótti í síð- asta leik sínum, titillinn er samt þeirra. Pálsson. Varamaður er Sigurður H. Ringsted. Við höfum haft fregnir af nokkrum öðrum sveitum. Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur verður skipuð Ragnari Ólafssyni, Sig- urði Péturssyni, Sigurði Haf- steinssyni og ívari Haukssyni. Sveit Golfklúbbsins Keilis verður skipuð Úlfari Jónssyni, Sveini Sigurbergssyni, Tryggva Trausta- syni og Herði Arnarssyni. í sveit Nesklúbbsins verða Jón Haukur Guðlaugsson, Magnús Ingi Stefánsson, Gunnlaugur Jó- hannsson og annað hvort Ásgeir Þórðarson eða Kjartan L. Pálsson. Sigursveitin í mótinu öðlast rétt til þess að taka þátt í Evrópu- keppni golfklúbba sem haldin verður á Costa del sol í nóvem- ber. KA sér lítið fyrir og unnu Stjörn- una 15:14. í þeim leik var Sæ- mundur Sigfússon markahæstur KA-manna með 9 mörk, Jóhann Einarsson 3. KA vann svo Þór með 19:14. Nú var Sæmundur með 6 mörk fyrir KA en Baldvin Heiðarsson með 5 mörk fyrir Þór. Leik Þórs og Stjörnunnar lauk með sigri gestanna 29:20. Gunn- ar Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Þór, Guðjón Magnússon 5. Guðjón var bestur Guðjón H. Sigurðsson sigraði í „Nafnlausa bikarnum“ en sú keppni var haldin hjá Golf- klúbbi Akureyrar um helgina. Leiknar voru 18 holur með 3U forgjöf. Guðjón spilaði á 86 höggum og 69 þegar forgjöf hans hafði verið dregin frá, en hefði verið á 63 höggum með fullri forgjöf. í 2. sæti varð Gunnar Þórðarson á 72 höggum nettó, og þriðji Þórhall- ur Pálsson á 73 nettó. Á laugardag var önnur keppni, „Four ball - best ball“ og léku tveir og tveir saman. Sigurvegar- ar voru Björn Axelsson og Ólaf- ur Arnarson á 68 höggum, Páll Pálsson og Gunnar Gunnarsson voru á 69 og Frímann Gunn- laugsson og Bessi Gunnarsson á 70 höggum. Svöruðu ekki bréfinu „Lyftingasambandi íslands var skrifað fyrir uni mánuði síðan, og sambandið beðiö um að styrkja för Júhannesar Hjáhnarssonar lyftingamanns á Heims- meistaramót öldunga í Kanada, eins og Lyftingasambandið styrkir aðra lyftinga- menn til keppni erlendis,“ sagði Bem- harð Haraldsson í saintali við Dag fyrir helgina. - Þessu crindi hefur Lyftingasamband- ið ekki svarað einhverra hluta vegna, og þarf það reyndar ekki að koma á óvart. Framkonta stjómarmanna Lyftingasam- bandsins gagnvart lyftingamönnum á Ak- ureyri hefur í sumar verið með eindæm- um eins og fram hefur komið í blöðum. Ársþing Lyftingasambandsins verður haldiö nú í haust, og er vonandi að þá verði hægt að gera út um þessi mál í eitt skipti fyrir öll, svo lyftingamenn á Akur- eyri þurfi ekki að vera 2. flokks „þegnar“ innan þcirra saintaka áfram. Koma auka Kappar þeir sem skipa sveit Golfklúbbs Suðurnesja í svcitakeppni Golfsamband íslands á Jaðarsvelli um næstu helgi stauda í sfröngu þessa dugana. Þeir Gylfi Kristinsson Islandsmeistari, Sigurður Sigurðsson og Magnús Jónsson héldu utan til írlands í morgun, en þar keppa þeir fyrir íslands hönd í Air Lingus golfmótinu scm er sveitakeppni Evrópu fyrir unglinga. Þeir félagar unnu sér rétt til að keppa í þessu móti með því að sigra með glæsi- brag i sveitukeppni unglinga fyrr í sumar. Þeir koma heimleiöis á fimmtudagskvöld og halda þá beinustu leið til Akureyrar til þess að kcppa hér. Fjórði ntaðurinn slæsl þá í hópinn en það er Hilinar Björgvins- son seni varð í fremstu röð á íslandsmót- inu í sumar þótt hann kæmist ekki í sveit- ina sem fór lýrir hönd Golfklúbbs Suður- nesja tii írlands. KA fær Handknaftleiksiiði KA sem keppir i 1. deild i vetur hefur nú borist liðsauki, en sem kunnugt er hefur liðiö orðið fyrir mikliim maiinainissi og inisst flesta mátt- arstólpa sína. Þórarinn Þórhallsson sem leikið hefur handbolta með HK herur tilkynnt félaga- skipti í KA, en Þórarinn er íþróttaáhuga- mönnurn á Akureyri vel kunnur þar sem hann liefur leikið með KA-liðinu í knatt- spyrnu. Þá hefur Jóhann Bjarnason tilkynnt félagaskipti úr Gróttu i KA. - Frestur til að tilkynna félagaskipti er nú útrunninn og er Ijóst að barátfa KA fyrir tilvist sinni í l. deild verður ákaflega erfið í vetur. 6 - DAGUR - 5. september 1983 5. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.