Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 3
... var það heiUin Þessi líka svaka útsala í aðeins 3 daga Hefst miðvikudaginn 7. september og verður út fimmtudag og föstudag Vömr fyrir slikk frá Herradeild, Vefnaðarvörudeild, Hljómdeild og Skódeild Verið velkomin í útsöluslaginn Akureyri: Rottum hefur fækkað mikið „Mér finnst það langsótt skýr- ing að þakka tilkomu hitaveit- unnar það að rottum hefur fækkað hér í bænum,“ sagði Valdimar Brynjólfsson heil- brigðisfulltrúi á Akureyri er við ræddum við hann um fækkun á rottum í bænum. „Að vísu voru skolplagnir lag- færðar þegar hitaveitulagnir voru lagðar, og ég held að það sé fyrst og fremst því að þakka ásamt skipulögðum aðgerðum mein- dýraeyðis. Rottum hefur verið útrýmt skipulega vor og haust og annars þegar þurfa þykir.“ Valdimar sagði að mjög gott starf hefði verið unnið á þessu sviði, enda væri það ómótmælan- leg staðreynd að rottum í bænum hefði fækkað til mikilla muna. „Beiðnir um hjálp vegna rottu- gangs voru fjöldamargar á dag hér áður fyrr en nú eru þær miklu mun færri.“ Vélsmiðjan Oddi. „Það vinna núna hjá okkur 48 sem er óvenjufátt og sem dæmi get ég nefnt að um áramót voru hérna 63 starfsmenn,“ sagði Torfi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vélsmiðj- unnar Odda h.f. í viðtali við Dag, en hann gekk nýlega á fund atvinnumálanefndar Ak- ureyrar og gerði þar grein fyrir samdrætti í rekstri fyrirtækis- ins. „Það hefur ekki verið um mikl- ar beinar uppsagnir á starfsfólki að ræða, heldur hefur ekki verið ráðið í störf sem losnað hafa. Nú höfum við sagt upp yfirvinnu og nokkrir hafa fengið uppsagnar- bréf, en þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun. Það er svo mikil óvissa í þessum málum og sem dæmi má nefna að í dag vantar mig mannskap, en fyrir nokkrum dögum var verkefna- skortur. Vonandi kemur ekki til þessara uppsagna og afnáms yfir- vinnunnar. Við höfum brugðist við verk- efnaskortinum með því að snúa okkur að nýrri framleiðslu. Við unnum mikið fyrir byggingariðn- aðinn og þar hefur orðið mjög mikill samdráttur. Það hefur haft áhrif hjá okkur og svo einnig almennur samdráttur í málmiðn- aðargreinum. Útflutningsfram- leiðsla okkar, bobbingarnir, hef- ur gengið þokkalega og við erum nú að framleiða flutningskerfi fyrir fiskikassa, sem hannað var hér. Þá má geta þess að við erum farnir að framleiða í blikksmiðj- unni sérstaka tegund af sorptunn- um til notkunar innanhúss, sem standast kröfur brunamálayfir- valda og einnig erum við farnir að smíða yfirbyggingar á litla pallbíla. Gallinn er bara sá að þó að við snúum okkur að nýrri framleiðsiu til að bregðast við samdrætti á öðrum sviðum, þá eiga viðskipta- vinir okkar í erfiðleikum með að leysa vörurnar út. Það er jafnvel svo slæmt að pantanir frá í vor hafa enn ekki verið leystar út,“ sagði Torfi Guðmundsson hjá Odda. Nýr sjogenginn silungur Kálfaslátrun Frá og meö föstudeginum 23. september nk. veröur smákálfum slátrað á föstudögum þar til annað veröur ákveöið. Síöustu mánudags- og þriðjudagsslátranir verða 12. og 13. september. Sláturhús KEA. Leigjum út: Beltagröfur, hjólagröfur, vörubíla í hvers kyns jarðvinnu. Tilboðs- og tímavinna. Upplýsingar í síma 31149 kl. 12-13 og 19-20. Pantanir frá í vor jafnvel ekki verið leystar út enn — segir Torfi Guðmundsson i Odda 7. september 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.