Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1983, Blaðsíða 5
15. ágúst sl. lést í Reykjavík fr. Steingerður Árnadóttir frá Grenivík, hárgreiðslumeistari. í Reykjavík hefur hún dvalið og starfað um árabil. Hér á Akur- eyri átti hún heima í mörg ár og rak hér fyrirtæki, hárgreiðslu- stofu og snyrtivöruverslun, í Hafnarstræti 104. Pá rak ég hannyrðaverslun í Hafnarstræti 103. Var Steingerður góður granni. Þegar Zontaklúbbur Reykja- víkur fól mér að stofna Zonta- klúbb hér á Akureyri, var Stein- gerður ein af fyrstu konunum sem ég bauð að vera stofnfélagi, og þáði hún það með ánægju. Enda reyndist hún framúrskar- andi góður félagi í Zontaklúbbi Akureyrar. Steingerður var skemmtileg kona, vel greind og mjög samvinnuþýð. Steingerður var í fyrstu stjórn Zontaklúbbs Akureyrar. Var hún okkar fyrsti stallari og sá um öil veisluhöldin í sambandi við stofnun Z.A., en þá komu margar Zontasystur frá Reykjavík ásamt gestum héðan úr bænum. Kom þá í ljós, hve hæf hún var í sínu starfi sem stall- ari. Sáum við mikið eftir henni þegar hún flutti suður. Þetta átti bara að vera þakkar- kveðja til minnar kæru vinkonu og góðu Zontasystur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragnheiður O. Björnsson Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Innritun nemenda og greiðsla skólagjalda fyrir haustönn fer fram í Tónlistarskólanum, Hafnar- stræti 81, dagana 12.-16. september kl. 13-17 Hafið meðferðis stundaskrár úr öðrum skólum. Skólinn verður settur í Akureyrarkirkju sunnudaginn 18. sept. kl. 17.00. Skólastjóri. Fulltrúakjör Samkvæmt lögum Verkalýðsfélagsins Einingar fara kosningar fulltrúa félagsins á 11. þing Verka- mannasambands íslands og 18. þing Alþýðu- sambands Norðurlands fram að viðhafðri allsherj- aratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð ASÍ um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 35 fulltrúa á þing Al- þýðusambands Norðurlands, sem haldið verður á lllugastöðum í Fnjóskadal dagana 30. sept. og 1. október nk. Á þing Verkamannasambands íslands, sem hald- ið verður í Vestmannaeyjum dagana 13.-16. október nk. hefur félagið rétt á að senda 18 full- trúa. Framboðslistum til beggja þessara þinga, þar sem tilgreind séu nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafnmarga til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins í Skipagötu 12 Akureyri eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 16. sept- ember nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 6. september 1983. Verkalýðsféiagið Eining. Nýtínd krækiber HRISALUNDI 5 Bændur Eigum til afgreiðslu strax GUFFEN mykjudreifara Véladeild KEA Símar 22997 og 21400. IGNIS KÆLISKÁPUR TILBOÐ 16.190 kr. Vegna magninnkaupa getum við boðið 310 I kæliskáp á tækifærisverði (staðgr.): 16.190 kr. Sérstaklega sparneytinn með polyurethane einangrun. Málmklæðning að innan. Hljóðlátur, öruggur, stílhreinn. Möguleiki á vinstri og hægri opnun. Gott fernupláss. Algjörlega sjálfvirk afþýðing. Hæð 159 cm. Breidd 55 cm. Dýpt 60 cm. Einnig fyrirliggjandi kæliskápar í fjölmörgum stærðum. Greiðsluskilmálar. Oseyri 6, Akureyri . Pósthólf 432 . Simi 24223 SKIPADEILD HSAMBANDSINS SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 annast flutninga fyrir Þig 7. september ;1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.