Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 5
SKOLAR OG UMFERÐ Þá er kennsla hafin í grunnskólum landsins og þaö minnir okkur óneitanlega á að veturinn er á næstu grösum. Og það er einmitt veturinn og skammdegið sem valda foreldrum skólabarna, lög- gæslumönnum og skólastjórnarmönnum mestum áhyggjum. Reynsla undanfarinna ára sýnir svo ekki verður um villst að september er einn mesti slysamánuðurinn í umferðinni og á hverjum vetri hafa orðið óhugnarleg slys sem rekja má til skammdegisins - slæmra aksturskilyrða og kæruleysis öku- manna jafnt sem gangandi vegfarenda. í tilefni þess að skólarnir eru að hefjast og í ljósi reynslu síðafi ára, ræddi Dagur við þá Vörð Traustason, lögregluþjón sem sjá mun um umferðarfræð- slu í skólum og Hörð Olafsson, skólastjóra. Peir voru spurðir um hitt og þetta sem lýtur að skólum og umferð og það er von- andi að orð þeirra og ráðleggingar verði til þess að vekja menn til umhugsunar um þennan árstíma sem nú fer í hönd. ENOURSKUNSMKRKIN: Hættulegasta gangbraut bæjaríns. Ég kvíði ekkl vetrinumu — segir Hörður Olafsson, skólastjóri. - Ég kvíði ekki vetrinum, hvorki varðandi umferðina eða sjálft skólastarfið og það er bara vonandi að við fáum gott haust jafnt utan veggja skólans sem innan, sagði Hörður Ólafsson, skólastjóri Lundarskóla er hann var spurður að því hvernig veturinn leggðist í hann. - Það er varla hægt að segja að umferðarfræðsla í skólum hafi vaxið mikið en hún hefur batnað og það hefur verið ýmislegt gert til þess að gera leið barnanna í skólann öruggari. Ég get í því sambandi nefnt handstýrðu umferðarljósin hér á Pingvallastræti og reyndar víðar í bænum og það er tvímælalaust bót að fá þessi ljós. Það verður hins vegar að segjast alveg eins og er að alltof margir virðast ekki vita af því að þessi ljós eru til og til þess að fara eftir og alltof margir aka þar yfir á rauðu ljósi. Ég fer þessa leið oft fjórum sinnum á dag og það er undantekning ef ég sé ekki a.m.k. einn ökumann í viku sem ekur þarna yfir á rauðu ljósi og oftast eru þeir mikið fleiri. - Hvað heldur þú að valdi þessu? - Ég á erfitt með að átta mig á því. Þetta eru fullgild umferðarljós sem sjást vel en það er eins og að sumir telji að það séu engin umferðarljós til nema á gatnamótum. Þetta er hættuleg hugsun og ég skora á ökumenn að kynna sér þessi handstýrðu umferðarljós og virða þau. - Hvaða umferðargötur eru hættulegastar hér í nágrenni Lundarskóla? - Það er auðvitað Þingvallastrætið og það er ekki mjög langt síðan að barn héðan úr skólanum lést þar í umferðarslysi. Nú, Skógarlundurinn er einnig hættuleg umferðargata og nú er verið að leggja götu hér austan við skólann sem vafalaust á eftir að verða hættuleg í framtíðinni. - Hvað gerið þið skólastjórnarmenn til þess að draga úr þeim hættum sem börnin mæta í umferðinni? - Það er kannski fyrst að nefna að við högum kennslutímunum þannig að aðalumferð barna til og frá skóla sé ekki á sama tíma og aðalbílaumferðin. Þetta á sérstaklega við um yngstu börnin og t.d. er forskólinn á morgnana búinn þó nokkru áður en aðalhádegisumferðin hefst. Síðan má nefna að við ræðum við börnin unuumferðina og það er t.d. föst regla í forskólanum að kennararnir ræða þessi mál reglulega. Lögreglan verður einnig hér með umferðarfræðslu líkt og í öðrum grunnskólum. - Það er þá enginn skrekkur í þér í upphafi skólaársins? - Nei, það er frekar tilhlökkun. Við teljum okkur vel undir það búin að taka við börnunum og kennarar hér eru mjög áhugasamir eins og sést best á því að rúmur þriðjungur kennaranna sótti endurmenntunarnámskeið í sumar, sagði Hörður Ólafsson, skólastjóri. „Odýrasta líf- tryggingm“ „Þetta verkefni leggst ágætlega í mig. Þetta er fyrsti veturinn minn en ég veit að Björn fyrirrennari minn átti ágætt samstarf við forráðamenn skólanna og við börnin og ég vona að það samstarf verði ekki síðra í framtíðinni,“ sagði Vörður Traustason, lögregluþjónn í samtali við Dag, en Vörður tók nýlega að sér umferðarfræðslu í skólum hér á Akureyri. Að sögn Varðar þá hefur hann þegar orðið var við góðan vilja skólamanna og á næstunni sagði hann fyrirhugað að halda fund með öllum skólastjórnarmönnum þar sem rætt yrði um skipulag umferðarfræðslunnar í vetur. - En hvernig líst þér á umferðina og þessa fyrstu skóladaga? „Mér líst ekki illa á veturinn. Við í lögreglunni verðum við skólana í vetur eftir því sem við getum og það verður lögð sérstök áhersla á svartasta skammdegið. Þá verðum við staddir við skólana og gangbrautir í nágrenni skólanna og reynsla undanfarinna ára sýnir að þetta hefur gefist vel. Það er einnig rétt að taka það fram að í lok þessa mánaðar verður haldin hér umferðarvika sem við bindum miklar vonir við og ég fyrir mitt ieyti er sannfærður um að þessi umferðarvika á eftir að skila árangri." - Hver er reynsla ykkar lögreglumanna af handstýrðu umferðarljósunum? „Hún er mjög góð og eftir því sem við vitum best þá eru þessi ljós virt undantekningalítið." - Undantekningalítið? „Já við höfum orðið varir við að einn og einn maður hefur verið annars hugar, en þeir vita af ljósunum og ég hef ekki trú á öðru en að menn virði ljósin í framtíðinni.“ - Hvaða staðir í bænum eru hættulegastir fyrir gangandi vegfarendur? „Versti staðurinn í bænum var gangbrautin á Glerárgötu norðan Ráðhússins en þessi staður hefur lagast mjög mikið eftir að húsin sem stóðu út í götuna voru rifin. Sá staður sem ég tel hins vegar hættulegastan í dag, er gangbrautin á Hörgárbraut, norðan brúarinnar á Glerá. Þarna er oft talsverður umferðarhraði. Menn eru að pressa sig við að ná yfir á ljósunum en gæta þá ekki að gangbrautinni. Þetta á sérstaklega við um umferð sem kemur að norðan því að hæðin Rætt við Vörð Trausta- son sem sér um umferð- arfræðslu í skólum. byrgir útsýnina að gangbrautinni. Af öðrum stöðum má nefna Tryggvabrautina, gangbrautina við Skarðshlíðina, Gilið og Þingvallastrætið." - Áttu einhver ráð sem þú viit koma á framfæri við foreldra barna sem leggja mörg hver nú út í umferðina í fyrsta skipti? „Ég vil fyrst og fremst minna á endurskinsmerkin. Þau eru ódýrasta líftryggingin fyrir börn jafnt sem fullorðna. Ég vil e.nnig brýna fyrir forráðamönnum barna að sjá til þess að þau noti gangbrautirnar. Það kann að vera nokkur krókur fyrir suma en það getur verið krókur sem borgar sig,“ sagði Vörður Traustason. „Barnið er lítið - bfllinn er stór.“ Myndir: ESE. 9. september 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.