Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 09.09.1983, Blaðsíða 6
íþrótt JL^ tXl Það var létt yfir hópnum sem hélt áleiöis til Dalvíkur frá Akureyri sl. laugardagsmorgun. Rúturnar voru ræstar á mínútunni sex og auðvitað varð enginn eftir. Hinn svokall- aði „grái fiðringur“ hafði haldið flestum vel vakandi nótt- ina áður og eftirvæntingin leyndi sér ekki. Innan skamms yrði blásið til leiks í SJÓAK 1983 og þá yrðu stangirnar mundaðar. Þarna voru gamlir „sæúlfar“ og þorskabanar í aðalhlutverkunum en inn á milli mátti greina minna sjóaða sjóstangaveiðimcnn og eins voru þarna algjörir landkrabb- ar. Alls tóku 58 einstaklingar þátt í mótinu og þar af skipuðu 56 þeirra, þær 14 sveitir sem börðust um titilinn aflahæsta sveitin. 10 bátar biðu keppenda í Dalvíkurhöfn og þó skipstjórnarmenn væru rósemin sjálf á yfirborðinu, var greinilegt að allt yrði lagt í sölurnar í keppni aflahæstu báta. SJÓAK 1983 eða Sjóstangaveiðimót Akur- eyrar 1983 var hrein og klár keppni þá átta tíma sem bátarnir voru úti og auk fyrrgreindra verðlauna voru verðlaun í boði fyrir stærstu fiskana af hverri tegund, flestar fisktegundirnar á eina stöng, flesta fiskana, mesta heildarþunga, verðlaun fyrir meðalþyngd og svo mætti lengi telja. Undirritaður verður að teljast meðal þeirra sem_gerðu hvað ákaf- ast tilkall til titilsins „Landkrabbi mótsins“ en sú keppni var ekki opinbcr né liður í hinni eiginiegu sjóstangaveiðikeppni. Hvað um það. Ég hafði að vtsu komíð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á sjó en veiðar hafði ég aldrei fram að þessu stundað án þess að hafa fast land undir fótum. Það var því bara um það að ræða að láta skeika að sköpuðu og bæla niður sjóveikina sem ailtaf hefur gert mér lífió leitt. Sjóveður var þó hið besta og ég hafði a.m.k. mátt btða lengi eftir betra veðri. Áhöfnin á Vin, cn svo nefndist báturinn sem ég hafði fengið „skipsrúm“ á, reyndist skipuð valinkunnum heiðursmönnum og hjálpsemi þeirra og ráðleggingar voru eftir því. En svo hófst alvaran. Ég get ekki sagt að það hafi verið uppbyggi- legt á frumstigi sjóveiki að fara að skera skelfisk og síld í beitu. Það hafðist þó á endanum og um þær mundir sem komið var á miðin, var ég eins þokkalega klár og ég gat orðið. Búinn að fá þessar fínu skjólbuxur frá sextíu og sex gráðum noróur að láni hjá skipstjóran- um og skelfiskur skreytti alla þrjá önglana á færinu og hjólið og stöngin sem ég hafði fengið að láni hjá Þorvaldi Nikulássyni var í höndunum á mér. Og svo hófst veiðin. Fyrst t' stað mátti vart á milli sjá hvort hafði betur sjóveikin eða fiskirííð. Gott ef sjóveikin var bara ekki að ná yfirhöndinni þarna í rjómalogninu, en þá til allrar blessunar beit fiskur á og ég þurfti að einbeita mér að því að halda mér á skipsfjöl. „Þetta er gull,“ hróp- aði einhver er fiskurinn kom upp á yfirborðið og ekkí grunaði mig þá hve sá rnaður reyndist sannspár. En mikið létti mér þegar „sá stóri“ var korninn um borð og ofan í kassa og nú var ckki laust við að sjóveikin væri á undanhaldi. Þegar ég hélt þarna til hafs á þessum laugardagsmorgni vissi ég sama og ekkert um sjóstangaveiði og það eina sem fyrir mér vakti var að slá „Dags-mctið“ og bæta árangur þeirra Áskels Þórissonar og Gylfa Kristjánssonar sem þátt höfðu tekið tvö árin á undan. Áskell reið á vaðið, veiddi tvo fiska og náði að ég held verðlaunun- um fyrir hæsta meðaiþyngd það árið . . . Gylfi fór á sjóinn í fyrra og krækti í 18 stykki og ég var því að vonum rogginn þegar ég skreið í land með 26 fiska. Dagsmetið hafði verið slegið og ég hafði slegið aflaklónum Áskeli og Gylfa rækilega við. En það sannfærðist ég um á sjónum að sjóstangaveiði er hín skemmtilegasta íþrótt og hún hæfir ungum jafnt sem öldnum og konum jafnt sem körlum, Þarna mætti firnahresst lið úr Vestmann- aeyjum sem dró þorsk og annan með bros og söng á vör. Kvenn- asveit skipuð Eyjastúlkum tók þátt t' mótinu og ein þeirra, Freyja Önundardóttir var nærri búin að slá öllum karlmönnum mótsins við. Þá mætti þarna unglingasveit skipuð unglingum frá Akureyri en miklar vonir erú bundnar við sveitina í framtíðinni. Eða eins og aflaklóin Konráð Árnason sem var fyrirliði sigursveitar mótsins orðaði það: Við þessir gömlu kallar, við komurn alltaf aftur en það er verra með endurnýjunina. Akureyringar þurfa þó engu að kvíða ef þeir Heiðar Konráðsson, Mikael Jóhann Traustason, Rúnar Helgi Andrason og Sæmundur Sævarsson leggja rækt við stöngina. Þeir sýndu það og sönnuðu að framtíðin er þeirra. Alda Harðardóttir úr Vestmannaeyjum setti í stærsta karfann. Og landkrabbarnir fengu líka verðlaun. Bjami Sigurjónsson, formaður sjóstangaveiðiklúbbsins afhendir Eiríki St. Eiríkssyni verðlaun fyrir stærsta fisk mótsins. Karl Jörundsson var að öðmm ólöstuðum maður mótsins. Hér tekur hann við verðlaunum sínum úr hendi Páls Pálssonar en Rúnar Sigmundsson fylgist Ungir en efnilegir - Rúnar Helgi, Heiðar og Sæmundur í unglingasveitinni en Mikael vantar á myndina. SJÓSTÆNGAVEIÐIMÓT AKUREYRAR 1983 Freyja Onundardóttir varð aflahæst kvenna og fjórði aflahæsti einstaklingur mnfcmc Andri Páll Sveinsson - besti sjóstangaveiðimaður landsins tekur þama við farandbikarnum úr hendi gefandans Úlfars Ágústssonar frá Isafirði (t.v.). „Eg veit að þú ert þama niðri . . .“ gæti þessi mynd heitið en sá sem horfir þama svo íbygginn í djúpið er Þorvaldur Nikulásson. í baksýn má sjá þá Reyni Brynj- ólfsson og Konráð Ámason. Sigursveitin - (f.v.) Konráð Árnason, Karl Jörundsson, Matthías Einarsson og Jónas Jóhannsson. Áhöfnin af aflahæsta bátnum, Heiðrúnu. Eins og sjá má er þetta valið lið og m.a. má þarna greina alla aflahæstu menn mótsins. Karl Jörundsson var hæstur, Páll Pálsson varð annar, Kristmundur Björnsson varð þríðji og Freyja | önundardóttir fjórða. ¥ T¥> Cf ¥^T U ¥v»3¥^¥ ¥ SJÓAK 1983 Verölaun fyrir veiðina voru svo afhent í hófi á Hótel KEA um kvöldið en áður en einstakra verðlauna er getið er rétt að taka fram að í þessu hófi var Andra Páli Sveinssyni frá Akureyri afhentur mikill farandbikar sem mesta sjóstangaveiðimanni síðasta keppnist- ímabils. Er bikar þessi gefinn af Úlfari Ágústssyni frá ísafirði og eiginkonu hans og sá sjóstangaveiðimaður sem er stigahæstur eftir sjóstangaveiðimótin þrjú - á Akureyri á haustin, í Vestmannaey- jum á vorin og á ísafirði um mitt sumar - hann telst íslandsmeistari. Stærstu fiskar Þorskur: 4.92 kg. Eirt'kur St. Eiríksson. Ýsa: 2.10 kg. Árni Björgvinsson. Steinbítur: 3.78 kg. Lárus Einarsson. Lúða: 3,92 kg. Kristinn H. Jóhannsson. Ufsi: 1.68 kg. Örn Anderssen. Karfi: 0.38 kg. Alda Harðardóttir. Lýsa: 0.66 kg. Þórður Júlíusson. Koli: 2.56 kg. Rúnar H. Sigmundsson. Aflahæsti bátur 1. Heiðrún 609.74 kg. meðalþyngd 101.62 kg. 2. Fagranes 328.78 kg. meðalþyngd 65.76 kg. 3. Árni 380.20 kg. meðalþyngd 63.37 kg. Flestir fiskar Karl Jörundsson 101 stk. Aflahæsta kona Freyja Önundardóttir. 103.48 kg. Aflahæsti einstaklingur 1. Karl Jörundsson 141.74 kg. 2. Páll Pálsson 132.36 kg. 3. Kristmundur Bjarnason 104.90 kg. Aflahæsta sveit Konráð Árnason, Karl Jörundsson, Matthías Einarsson og Jónas Jóhannsson. Samtals 318 kg. 222 stk. Bátur - meðalþyngd Árni 1.51 kg. Einstaklingar - meðalþyngd Rúnar H. Sigmundsson og Brynjólfur Kristinsson, 1.72 kg. Sveit - meðalþyngd Kjartan Kristjánsson og co. 1.54 kg. Aflahæsti unglingur Heiðar Konráðsson, 42.06 kg. - 33 stk. Veiði alls Alls veiddust 1879 fiskar samtals 2669.30 kg. Er þetta nokkru minna en árið 1982 en þá veiddust 2220 stk. samtals 3208.90 kg. 6 - DAGUR - 9. september 1983 9. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.