Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 1
66. árgangur Akureyri, mánudagur 12. september 1983 101. tölublað TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS . SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Framlag ríkisins til Byggðasjóðs minnkandi er þriðjungi minna í ár en lög gera ráð fyrir Framlag ríkisins til byggða- sjóðs Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur farið sífellt minnkandi á undanförnum árum. Á þessu ári eru framlag- ið 36,5% lægra en lög gera ráð fyrir, í fyrra var það 23,5% lægra og 1981 var framlag ríkisins til sjóðsins 36% lægra en ráð er fyrir gert í lögum. Á árunum 1977-1980, að báðum meðtöldum, var rýrnunin að meðaltali 6,1% en er að með- altali 32% árin 1981 til 1983. Þetta kemur fram í svari Fjár- laga- og hagsýslustofnunar við fyrirspurn Fjórðungssambands Norðlendinga. Samkvæmt lögum eru tekjur byggðasjóðs þrenns konar; af eignum atvinnujöfnun- arsjóðs, vaxtatekjur og framlag úr ríkissjóði, en árlegt ráðstöfun- arfé sjóðsins á að vera eigi lægra en sem svarar 2% af útgjöldum fjárlaga. Á þessu ári er framlag ríkis- sjóðs 1,27% í stað 2% eins og gert er ráð fyrir í lögum, sem er 36,5% rýrnun, eins og áður sagði. 1982 var framlagið 1,53% og árið 1981 var það 1,28%. Árin þar á undan var framlagið mun hærra eða 1,87% árið 1977, 1,94% árið 1978, 1,96% árið 1979 og 13% árið 1980. Það fer saman vaxandi rýrnun á framlagi ríkisins til byggðasjóðs 1980-1983 og óhagstæð búsetu- þróun á Norðurlandi og víðar út um land, þó fleira hafi þar vafa- laust áhrif á. Dregið í dilk. Á laugardaginn var réttað í Akureyrarrétt og var þar margt um manninn, jafnvel fleira um kindur. Mynd: KGA. Atvinnuþátttaka kvenna á Akureyri: Meiri en að meðal- tali á landinu öllu er fyrst og fremst verið að athuga atvinnumarkaðinn. Og það verð- ur fróðlegt að sjá hvað kemur í ljós í seinni hluta könnunarinnar, því þar eru athugaðir þættir eins og til dæmis launamunur á kynj- unum.“ Könnunin er unnin úr gögnum frá ýmsum opinberum stofnun- um, til dæmis Framkvæmdastofn- un Ríkisins, Hagstofunni og Skattstofunni. „Það kom eiginlega mest á óvart að atvinnuþátttaka kvenna á Akureyri er meiri en að meðaltali á landinu,“ sagði Karólína Stefánsdóttir formað- ur jafnréttisnefndar um könn- un sem nú er verið að vinna að, á þátttöku kynjanna í atvinnulífi bæjarins. „Það má segja að þessi könnun sé fyrsta skrefið í því að kanna hvernig jafnréttismál eru hér í bænum,“ sagði Karólína. Það er Kristinn Karlsson félagsfræðing- ur sem vinnur að könnuninni á vegum jafnréttisnefndarinnar og að sögn Karólínu liggja niður- stöður ekki fyrir ennþá, en jafn- réttisnefnd hefur fengið fyrstu drög að niðurstöðum í fyrri hluta athugunarinnar. Og þar kom meðal annars fram, að atvinnu- þátttaka kvenna á Akureyri er meiri en á landsvísu. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta í október. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig staðan er hér. Það er jú hlutverk jafnréttisnefndar að berjast fyrir auknu jafnrétti í bænum og til þess að við getum það verðum við að vita hvernig málin standa. í framhaldi af því getum við síð- an í samráði við bæjarstjórn gert áætlun um hvar aðgerða sé þörf,“ sagði Karólína. „Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa samstarf við atvinnumálanefnd, því að þarna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.