Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR . SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 12. september 1983 101. tölublað Göngur og réttir - bls. 3 angur sam- vinnu bænda - bls. 4 Iþrottir helgar- innar íopnu Eldur til vamar? — DIS. 8 Allir vilja ganga mennta veginn - bls. 9 Framlag ríkisins til Byggðasjóðs minnkandi — er þriðjungi minna í ár en lög gera ráð fyrir Framlag ríkisins til byggða- sjóðs Framkvæmdastofnunar ríkisins hefur farið sífellt minnkandi á undanförnum árum. Á þessu ári eru framlag- ið 36,5% lægra en lög gera ráð fyrir, í fyrra var það 23,5% lægra og 1981 var framlag ríkisins til sjóðsins 36% lægra en ráð er fyrir gert í lögum. Á árunum 1977-1980, að báðum meðtöldum, var rýrnunin að meðaltali 6,1% en er að með- altali 32% árin 1981 tU 1983. Petta kemur fram í svari Fjár- laga- og hagsýslustofnunar við fyrirspurn Fjórðungssambands Norðlendinga. Samkvæmt lögum eru tekjur byggðasjóðs þrenns konar; af eignum atvinnujöfnun- arsjóðs, vaxtatekjur og framlag úr ríkissjóði, en árlegt ráðstöfun- arfé sjóðsins á að vera eigi lægra en sem svarar 2% af útgjöldum fjárlaga. Á þessu ári er framlag ríkis- sjóðs 1,27% í stað 2% eins og gert er ráð fyrir í lögum, sem er 36,5% rýrnun, eins og áður sagði. 1982 var framlagið 1,53% og árið 1981 var það 1,28%. Árin þar á undan var framlagið mun hærra eða 1,87% árið 1977, 1,94% árið 1978, 1,96% árið 1979 og 13% árið 1980. Það fer saman vaxandi rýrnun á framlagi ríkisins til byggðasjóðs 1980-1983 og óhagstæð búsetu- þróun á Norðurlandi og víðar út um land, þó fleira hafi þar vafa- laust áhrif á. Dregið í dUk. Á laugardaginn var réttað í Akureyrarrétt og var þar margt um manninn, jafnvel fleira um kindur. Mynd: KGA. Atvinnuþátttaka kvenna á Akureyri: Meiri en að meöal- tali á landinu öllu „Það kom eiginlega mest á óvari að atvinnuþátttaka kvenna á Akureyri er meiri en að meðaltali á landinu," sagði Karólína Stefánsdóttir formað- ur jafnréttisnefndar um könn- un sem nú er verið að vinna að, á þátttöku kynjanna í utviiuiulíii bæjarins. : „Það má segja að þessi könnun sé fyrsta skrefið í því að kanna hvernig jafnréttismál eru hér í bænum," sagði Karólína. Það er Kristinn Karlsson félagsfræðing- ur sem vinnur að könnuninni á vegum jafnréttisnefndarinnar og að sögn Karólínu liggja niður- stöður ekki fyrir ennþá, en jafn- réttisnefnd hefur fengið fyrstu drög að niðurstöðum í fyrri hluta athugunarinnar. Og þar kom meðal annars fram, að atvinnu- þátttaka kvenna á Akureyri er meiri en á landsvísu. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta í október. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvernig staðan er hér. Það er jú hlutverk jafnréttisnefndar að berjast fyrir auknu jafnrétti í bænum og til þess að við getum það verðum við að vita hvernig málin standa. í framhaldi af því getum við síð- an í samráði við bæjarstjórn gert áætlun um hvar aðgerða sé þörf," sagði Karólína. „Það er eiginlega nauðsynlegt að hafa samstarf við atvinnumálanefnd, því að þarna er fyrst og fremst verið að athuga atvinnumarkaðinn. Og það verð- ur fróðlegt að sjá hvað kemur í ljós í seinni hluta könnunarinnar, því þar eru athugaðir þættir eins og til dæmis launamunur á kynj- unum." Könnunin er unnin úr gögnum frá ýmsum opinberum stofnun- um, til dæmis Framkvæmdastofn- un Ríkisins, Hagstofunni og Skattstofunni. $>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.