Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 2
Hlakkarðu til að byrja í skólanum? Anna Ársælsdóttir, 12 ára. Já, það er svo gaman því ég byrja í nýjum skóla. Heiðbjört Þorvaldsdóttir, 12 ára. Ég hlakka mjög til að byrja. því ég fæ nýjan kennara. Freyr Vilhjálmsson, 12 ára. Mér finnst það ágætt. Það er skemmtilegra að vera í skólan- um á veturna, heldur en á sumrin. Ég á líka heima á Bakkafirði. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, 8 ára. Já voða mikið, það er allt svo skemmtilegt í skólanum. Sigrós Karlsdóttir, 11 ára á tessu ári. Já, það er svo gaman í skólan- um. Það er allt skemmtilegt. „Þetta er algjört f ósturey ðingartæki ‘ ‘ — Spjallað við Steinunni Karlsdóttur „valtarastjóra“ hjá Akurevrarbæ Hvað er svona merkilegt við það að vinna á valtara? Er eitt- hvað til í brandaranum, þið munið, þar sem valtarastjórinn keyrði yfír mann. Sá var síðan sagður liggja á sjúkrahúsi á stofu 2, 4, 6 og 8. Þetta þótti óskaplega fyndið. Meðal ann- ara orða, þá stukkum við í veg fyrir Steinunni Karlsdóttur ökuþóru á 4,6 tonna valtara í eigu bæjarins. Sá er gulur að lit. Steinunn, segðu mér hvernig atvikaðist það að þú fórst að aka um göturnar á valtara? „Jú, ég skal nú segja þér það. Eða, æi nei, það var í gegnum klíku. Ég var búin að vinna 3 sumur hjá bænum, svona í hinu og þessu, þá kemur verkstjórinn til mín einn góðan veðurdag og segir si svona: Steinunn heldur þú ekki að upplagt sé fyrir þig að keyra valtara næsta sumar. Og þá segi ég: Jú, ætli það ekki. Síð- an líður og bíður og aftur kemur vor. Þá sest ég upp í valtarann og hef ekið um á honum í tvö sumur. Þannig var þetta allt saman.“ - Stelpur eru miklu betri bíl- stjórar, ekki satt? „Alveg tvímælalaust. Þessir strákar eru svo miklir glannar, þeir þurfa alltaf að vera með ein- hverja stæla og sýna hvað þeir eru miklir gaurar. Það var önn- ur stelpa búin að vinna á valtar- anum á undan mér og verkstjór- inn vildi frekar fá stelpu aftur. Hann sagði að það þyrfti stelpu til að strákarnir ynnu eitthvað.“ - Vinna þeir betur núna, strákarnir? „Það held ég svei mér ekki. Steinunn við „fóstureyðingartækið“. Það fer eitthvað lítið fyrir því. Æi, þú veist hvernig þessir strák- ar eru.“ - Er þetta ekki stórhættulegt? „Blessuð vertu, við erum í stór hættu allan tímann. Nei, ég held nú ekki, annars er svolítið erfitt að keyra upp á dráttarbílana. Það er helst að maður finni smá taugatitring þá.“ - Er gaman að vakna á morgn- ana og setjast upp í valtara? „Það er alveg yndislegt, alveg ofboðslega hressandi. Við getum sagt það þar til annað kemur í ljós. Það er voðalegur hristingur í þessu. Þetta er algjört fóstur- eyðingartæki. (Það er kannski það besta við þetta!). En það er bara töluverð tilbreyting í þessu starfi. Það er einn gír fram og annar aftur á bak, svo að maður getur skipst á að aka fram og aftur blindgötuna. í alvöru, þetta er pínulítið leiðigjarnt til lengdar. - Þú hefur aldrei keyrt yfir neinn, þú veist, varð að klessu . . . ? „Sem betur fer hef ég sloppið við það og ég á bara eftir að vinna í tvo daga, svo ég vona að ég lendi ekki í því. Hann er ekk- ert fisléttur, greyið.“ - Hvað ertu að fara að gera þegar þú hættir að valta? Mynd: KGA. „Ég er að fara til Grikklands með Menntaskólanum. - Vinnurðu fyrir ferðinni með valtaraakstrinum? „Já, það besta við að keyra þennan valtara er næturvinnan. Þetta er eiginlega eina starfið þar sem pottþétt næturvinna er. Þeg- ar strákarnir hætta, á eftir að valta. Og auðvitað gerir maður allt fyrir peningana." - Ertu búin að finna framtíð- arstarfið. Er það valtarinn? „Nei ætli ég haldi ekki áfram í skóla. Ég lýk stúdentsprófi í vor, ég ætla að fara eitthvað utanlands eftir það og vinna. Ekki á valt- ara.“ „Morðum Rússa verður að mótmæla harðlega“ „Rússaóvinur“ hafði samband við blaðið og vildi fá eftirfarandi birt: „Eftir hina grimmilegu morð- árás Rússa á farþegaþotuna frá S- Kóreu þar sem þeir myrtu hátt í 300 manns með köldu blóði hefur mörgum þótt tímabært að viðhaf- ast eitthvað gegn Rússum til þess að sýna þeim í eitt skipti fyrir öll hvaða augum er litið á fólskuverk þeirra víða um heim. Ekki hefur verið um mikil við- brögð að ræða hjá íslenskum yfir- völdum, nema það að utanríkis- ráðherra kallaði rússneskan sendiráðsstarfsmann á sinn fund og krafði hann skýringa á morð- unum. En síðustu daga hafa ýmis samtök verið að vakna til lífins og er skemmst að minnast að al- þjóðleg samtök flugmanna hafa skorað á félagsmenn sína að fljúga ekki til Rússlands í tvo mánuði. Jafnframt stendur víða til að setja lendingarbann á rúss- neskar flugvélar. áhugaleysi Ekki Undirritaður er fyllilega sam- mála reiðum vegfaranda í les- endahorni Dags þann 5. sept. sl. út af braggakumbalda við suðausturenda Akureyrarflug- vallar. Eins og flestir Akureyringar vita var fyrsta flugafgreiðslan á Akureyrarflugvelli til húsa í um- ræddum bragga eða til 1. des. 1961, er núverandi flugstöð var tekin í notkun. Eftir það var bragginn notaður sem véla- geymsla og verkstæði flugvallar- ins eða til haustsins 1980 er ný slökkvistöð og vélageymsla var tekin í notkun. Síðan hefur stað- ið til á hverju ári að rífa braggann, en eigi hefur ennþá tekist að fá fjárveitingu til að flytja þann stýribúnað fyrir flug- brautarljós, sem eru í honum norður í flugstöð. Af þessum ástæðum stendur bragginn þarna ennþá, en ekki vegna áhugaleysis starfsmanna flugvallarins að hafa hreint í kringum sig. Rúnar Heiðar Sigmundsson, flugvallarstjóri. Hinir tæplega 300 sem voru um borð í þotunni frá Kóreu sem skotin var niður verða ekki vaktir til lífsins þótt þessar og ýmsar að- rar mótmælaaðgerðir verði hafð- ar í frammi vegna morðanna. En þær eru besta leiðin til að sýna Rússunum hvaða álit menn hafa á óhæfuverkum þeirra víða um heim og var tími til kominn og vel það. Morðum Rússa verður að mótmæla harðlega." 2 - DAGUR - 12. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.