Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 6
lldlllllOMIW fór létt með Leikni „Við erum bratlir og nú er baru að vinna Stjörnuna um næstu helgi og taka titilinn,“ sagöi Jóhann Helgason iörmaöur knatt- spyrnudcildar Leil'turs á Ólalstíröi cítir að liö hans hafði tryggt sér saeti í 3. deild næsta suinar. Leiftur iék gcgn Leikni á F'áskrúöstiröi um heigina og mátti tapa }ieim leik 2:0 en korn- ast samt upp í 3. deildina. heir Lciftursmenn voru hinsvegar ekkert á }>ví að tapa þessum leik, og voru frá upphafi til enda belri aðilinn og unnu verðskuldað 2:0. Róbert Gunnarsson skoraói tyrra mark Leifturs og Halldór Guðmundsson það síðara. Eftir fyrra markið spiluðu Leifturs- menn leikinn af skynsemi og pað var. atdrei nein spurning um að liðið myndi tryggja sér sigurinn. Til gamans má gcta þess að Leiftur hefur ekki tapað leik í sumar, ef undan cr skiiimi bikarleikurinn margumtalaði gegn Tínda- stól. -......+ ~ 'V, ' Markvörður Blikanna gerði sig sekan um Ijótt brot, svo tjótt að fáir höfðu séð annað eins, þegar hann rak hnéð í kvið Guðjóns Guðjónssonar. Guðjón lá í valnum, en markvörður fékk á sig víti fyrir og úr því skoraði Guðjón, ögn hressari. Á litlu myndinni fellur Guðjón eftir árekstur við markmannshné, en á þeirri stærri skorar hann örugglega úr vítinu. Mynd: KGA. ÁTTA FENGU AÐ SJÁ GULA SPJALDIÐ Kristján vann á Króknum Kristján Hjálmarsson frá Húsavík varð sigurvegari í Opna Volvomót- inu í golfi sem fram fór hjá Golf- klóbl i Sauðárkróks um helgina. Leiknar voru 18 holur með og án for- gjafar og lék Kristján á 82 höggum. Sig- urður Ringsted frá Akureyri varð annar á 83 höggum og þriðji varð Haraldur Friðriksson frá Sauðárkróki á 86 höggum. I forgjafarkeppninni varð Baldur Karlsson hlutskarpastur á 70 höggum en hann er frá Húsavík. Annar varð Haraldur Friðriksson á 73 og á sama nettóskori var Stefán Petersen frá Sauð- árkróki. Keppendur voru 31 og var keppt í blíðuveðri. Aukaverðlaun voru fyrir að vera næstur holu á 6. braut og hirti þau Halldór Tryggvason frá Sauðárkróki sem lagði bolta sínum 2,06 metra frá holunni í upphafshöggi sínu. Verðlaunahafar í Volvo-mótinu á Sauðárkróki. Feykismynd: GM. — í jafnteflisleik Þórs og Breiðabliks Það brást ekki okkur Akureyr- ingum veðrið á laugardaginn þegar Þór lék sinn síðasta leik á þessu sumri í fyrstu deildar keppninni. Andstæðingar þeirra voru Breiðablik sem undanfarin ár hafa leikið létta og skemmtilega knattspyrnu, en hafa nó sennilega að boði þjálfara síns farið að leika ann- arskonar leikaðferð, eða „kick and run“ eins og það er stund- um kallað á fótboltamáli. Þessi leikaðferð er mun leiðinlegri á að horfa, og um leið setti hón Þór ót af laginu þannig að hið netta samspil sem framherjar þeirra hafa oft sýnt í sumar varð að engu. Úrslitin í leikn- um urðu jafntefli tvö mörk gegn tveimur. Pórsar fengu óskabyrjun í þessum leik strax á 8. mín. þegar Guðjón rak endahnútinn á bestu sókn þeirra í þessum leik þegar hann skallaði í markið eftir góða fyrirgjöf frá Halldóri Áskelssyni. Þeim gekk hins vegar illa að skapa sér önnur færi. Dómari leiksins Óli Ólsen dæmdi víti á Þór eftir að Árni hafði brugðið einum framherja Blikanna að mér fannst nokkuð sakleysislega innan vítateigs. Markakóngur þeirra Sigurður Grétarsson átti ekki í vand- ræðum með að skora úr vítinu og á 15. mín. var því staðan orðin jöfn eitt mark gegn einu. Eftir þetta einkenndist leikur- inn af mikilli hörku og þófi á miðju vallarins en báðir aðilar fengu óblíðar móttökur hjá varn- armönnum andstæðingsins. Á 17. mín. átti Óskar hörkuskot af löngu færi, en rétt framhjá. Á 30. mín. fengu Blikarnir aukaspyrnu á miðju vallarins. Staðan Staðan í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu eftir leiki helgarinn- ar: ÍBV - KR 0:0 Þór - Breiðablik 2:2 ÍBK - ÍBÍ 3:0 Þróttur - ÍA 0:0 Valur - Víkingur 2:1 Akranes 18 10 4 4 29:11 24 KR 18 5 10 3 18:19 20 Þór 18 5 8 5 21:19 18 Þróttur 18 6 6 6 24:31 18 Víkingur 18 4 9 5 20:20 17 Breiöablik 18 5 7 5 21:18 17 ÍBK 18 8 1 9 24:27 17 ÍBV 16 5 6 5 25:20 16 Valur 17 6 4 7 23:28 16 ÍBÍ 18 2 9 7 16:28 13 ísfirðingar fallnir og Valur, ÍBV eða IBK fylgir þeim niður, en Víkingur og Breiðablik uppi á hagstæðara markahlutfalli en ÍBK. Gefinn var bolti til hægri og inn í vítateiginn. Þar fékk einn Blik- inn allt of langan tíma til að at- hafna sig. Náði að skjóta, á milli fóta Þorsteins markmanns fór boltinn og í netið. Svo virtist sem Þórsarar dofnuðu mikið við þetta mark, en nú sóttu Blikarnir mun meira. Aðeins örfáum mín. síðar áttu þeir hörkuskot í markstöng Þórs- marksins. í síðari hálfleik gerðist fátt markvert, og lítið var um mark- tækifæri. Á 25. mín voru Þórsar- ar í sókn en boltinn barst til markmanns Blikanna. Guðjón fylgdi vel eftir og ætlaði að hlaupa fram hjá markmanninum, en hann setti þá hnéð á móti hon- um og í maga Guðjóns. Þetta er með ljótari brotum sem sjást á íþróttavellinum, og Óli Ólsen dómari dæmdi umsvifalaust víti, og fékk markmaðurinn að sjá gula spjaldið. Guðjón tók sjálfur vítaspyrn- una og skoraði örugglega. Eftir þetta gerðist fátt mark- vert og svo virtist sem bæði liðin sættu sig við stigin í leiknum. Alls fengu 8 leikmenn að sjá gula spjaldið hjá dómara leiksins, þannig að líklegt er að einhverjir þeirra lendi í leikbanni næsta vor. Sigurður Grétarsson var bestur Blikanna, en Jónas Ró- bertsson hjá Þór. Ó.Á. A NÝ 1. DEILDINNI — eftir 2:1 sigur gegn UMFN um helgina KA endurheimti 1. deildarsæti sitt í knattspyrnu um helgina með því að vinna öruggan 2:1 sigur yfir Njarðvíkingum í Njarðvík. Var aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra þar, og reyndar hefði KA nægt jafntefli til að tryggja sig í 1. detid að ári. Eiga því Akureyr- ingar tvö lið í 1. deild næsta sumar og ætti það að vera gleðiefni öllum knattspyrnu- Skagastúlkur voru bestar Skagastólkurnar urðu sigur- vegarar í Bautamótinu I knatt- spyrnu kvenna sem haldið var á Akureyri um helgina. Fjöl- mörg lið tóku þátt í þessari keppni, en verðlaunin í hana eru að vanda gefin af veitinga- hósinu Bautanum á Akureyri sem einnig gerði vel við kepp- endur á annan hátt. í úrslitaleik mótsins léku Akra- nes og Breiðablik sem hefur ver- ið ósigrandi og urðu þau óvæntu úrslit að Akranes sigraði 3:2. Leikið var um önnur sæti eftir að riðlakeppninni lauk og urðu úrs- lit þessi: Frammistaða KA stúlknanna kom verulega á óvart í mótinu og liðið hafði fyrir aftan sig 4 lið úr 1. deild. áhugamönnum. Leikurinn í Njarðvík á laugar- dag var léttur fyrir KA-menn sem réðu gangi hans algjörlega. KA komst yfir með glæsilegu skalla- marki Steingríms Birgissonar eftir hornspyrnu, en Haukur Jó- hannsson skoraði jöfnunarmark með geysilegu þrumuskoti úr aukaspyrnu og boltinn fór alveg efst í markhornið. Það var svo Hinrik Þórhallsson sem skoraði sigurmark KA. Hann fékk boltann upp úr þvögu í vítateig og sendi hann af öryggi í mark UMFN. Telja má víst að það verði Fram sem fylgi KA upp í 1. deild, en bæði þessi lið féllu í 2. deild s.l. sumar. „Held ég sé hættur“ „Já ég held að ég sé hættur núna,“ sagði Jóhann Jakobs- son knattspyrnumaðurinn kunni ór KA er við ræddum við hann um helgina. Jóhann, eða Donni eins og hann er jafnan kallaður, lék fyrst með liði ÍBA árið 1971 og hefur síðan verið fastamaður í því liði og KA eftir skiptinguna. Hann hef- ur jafnan verið áberandi leik- maður með skemmtilega bolta- meðferð og ófá mörk hans hafa yljað áhorfendum. Nú er Donni sem sagt að hugsa um að hætta, en hver veit nema fiðringurinn verði sterkur í vor og kappinn reimi á sig skóna að nýju. Það yrði vissulega sjónar- sviftir af honum ef hann setti skóna á hilluna. 3.-4. KA-Valur 1:0 5.-6. Völsungur-ÍBÍ 1:0 7.-8. Þór-Víkingur 1:0 9.-10. KR-FH 2:0 Blak hjá KA Starfsemin hjá Blakdeild KA er nó að fara á fulla ferð. Eru allir þeir sem hafa áhuga á að vera með hvattir til að mæta í ■þróttahöllinna á mánudögum og fimmtudögum kl. 19. KA mun í vetur senda lið til keppni í 2. deild kvenna eins og undanfarin ár. Þá er ákveðið að senda einnig lið í 2. deild karla í íslandsmótið og yrði það í fyrsta skipti sem KA sendir karlalið í deildarkeppnina í blaki. Staðan Staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu er nó þessi eftir leiki helgarinnar: UMFN - KA 1:2 KS - Víðir 1:0 Einherji - Völsungur 1:3 KA Fram Víðir FH KS Reynir 1:0 18 10 5 3 31:21 25 17 9 6 2 29:17 24 18 7 6 5 14:12 20 16 6 7 3 25:17 19 18 7 3 8 18:17 17 18 7 3 8 18:18 17 18 5 7 6 16:18 17 18 5 7 6 17:21 17 17 3 4 10 14:24 10 18 1 9 8 9:26 10 Sveitir frá Golfklúbbi Reykja- víkur unnu tvöfaldan sigur í Sveitakeppni Golfsamhands ís- lands sem haldin var á Jaðars- velli á Akureyri um hclgina. Alls mættu 6 kariasveitir til leiks og 3 kvennasveitir. Akureyrarsveitirnar stóðu sig ekki nógu vel í keppninni að þessu sinni, Karlasveitin hafn- aði í 4. sæti eftir að hafa verið í þriðja sætinu lengst af og um tíma í baráttnnni uin 2. sætið. Sveit GA varð jöfn sveit GK í 3.-4. sæti en tapaði 3. sætinu þar scm fjórði maðnr GK var betri en fjórði maður GA. Þeir Björgvin Þorsteinsson og Magnús Birgisson stóðu sig sæmilega en Þórhallur Pálsson og Sverrir Þorvaldsson sem eru óvanir svona stórkeppnum brugðust báðir. Kvennasveit Akurcyrar hafði tekið forustuna er 9 holur voru óleiknar. Þá hjóp hinsvegar allt í baklás og sveit GR sigldi fram ór á nýjan leik. En lítum þá á úrslitin: Bestum árangri í karlaflokk- num náðu þeir Magnús Jónsson GS 309, Sigurður Pétursson GR 311, Jón Haukur NK 313, Björgvin Þorsteinsson Ásgerður Sverrisdóttir GR á GA og Ragnar Olafsson 314 169 höggum, Inga Magnúsdóttir hðgg- GA á 178 og Kristín Pálsdóttir Af konum voru þær bestar GK á 184 höggum. KARLAR: GR GS GK GA NK GB KONUR: GR GA . : GK 950 hiigg 960 högg 973 högg 973 högg 1003 högg 1162 högg 367 högg 372 högg 378 högg , Hér slær hann boltann upp úr vatnstorfæni - og alveg inn að stöng. Mynd: gk~ 6 - DAGUR - 12. september 1983 12. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.