Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 8
/ leikfimina I Fyrir dömur Tatiljur frá 195 kr,- Buxur frá 290 kr.~ Leikfimi- og fimleikaboiir. Fyrir herra Skór m. teg. Stuttbuxur frá 195 kr.- Bolir í miklu úrvali. Opið föstudaga til kl. 19.00 og laugardaga 10-12. íbúðir í verka- mannabústöðum Til sölu eru eftirtaldar íbúðir í verkamannabústöðum. A. Nýjar íbúðir. Ein fjögurra herbergja íbúö í raðhúsi viö Arn- arsíöu nr. 12. Ein fimm herbergja og tvær fjögurra herbergja íbúöir í raðhúsi viö Móasíðu nr. 9. Ein fjögurra herbergja og tvær tveggja her- bergja íbúðir í fjölbýlishúsi viö Keilusíöu nr. 10. B. Eldri íbúðir. Ein fjögurra herbergja íbúö í raðhúsi viö Ein- holt nr. 10 C. Ein þriggja herbergja íbúö í fjölbýlishúsi viö Smárahlíð nr. 18 G. Ein fjögurra herbergja íbúð í fjölbýlishúsi viö Skarðshlíö nr. 22 G. Hinar nýju íbúðir veröa afhentar fullbúnar á tíma- bilinu nóvember til febrúar næstkomandi. Eldri íbúöirnar geta verið til afhendingar í október næstkomandi. Rétt til kaupa á íbúðum í verkamannabústöð- um hafa þeir sem: 1. Eiga lögheimili á Akureyri. 2. Eiga ekki íbúö fyrir. 3. Hafa haft í tekjur á sl. þrem árum innan við kr. 141.000 - aö meðaltali á ári. Tekjumark hækkar um kr. 12.500 - fyrir hvert barn á framfæri um- sækjanda. Kaupandi greiöir 10% byggingarkostnaöar áöur en hann fær nýja íbúö afhenta. Eftirstöövarnar fást að láni hjá Byggingarsjóði verkamanna. Lánstíminn er 42 ár. Eldri íbúðir eru seldar samkvæmt mati. Kaupandi greiðir 20-30% af matsveröi íbúöarinnar en eftir- stöðvarnar fást aö láni hjá Byggingarsjóði verka- manna. Umsóknum um framangreindar íbúðir skal skila til stjórnar verkamannabústaöa í Kaupangi við Mýraveg eigi síöar en 30. september n.k. Umsóknareyöublöö eru afhent á skrifstofu verka- mannabústaða sem opin er daglega frá kl. 9-12. Jafnframt eru þar veittar allar frekari upplýsingar. Umsóknareyðublöð fást einnig afhent á bæjar- skrifstofunni í Geislagötu 9 og hjá Félagsmálast- ofnun Akureyrar í Strandgötu 19 B. Akureyri, 9.9. 1983 Stjórn verkamannabústaða, Akureyri. Ætli að komi margar svona myndarlegar kartöflur undan í haust? Kveikja elda til að verja grösin falli Það eru ýmis ráð er menn grípa til þegar kartöflugarðar og grös eru annars vegar. Sig- þór Björnsson bóndi á Hellu- landi hefur nú undanfarin 3-4 ár haft uppi all nýstárlega að- ferð til að verja kartöflugrös sín falli. Kveikir hann í gömlu heyi við garð sinn og lætur reykinn leggja yfir hann. „Já við kveikjum þessa elda til að verja grösin falli og það hefur dugað vel hjá okkur. Frostið hef- ur verið svona um 3 gráður yfir nóttina og þessi aðferð dugar vel þá, en ef frostið verður meira þá er ekki víst að grösin bjargist með þessari aðferð. Við kveikj- um eldana snemma á morgnana, um 5 eða jafnvel fyrr. Veðrið hefur verið okkur mjög hagstætt, smá andvari er leggur yfir garðinn. Með því að kveikja þessa elda erum við að þýða grös- in og þá verða ekki eins snöggar hitabreytingar þegar sólin kemur upp. Mesta hættan á að grösin falli er þegar sterk sól kemur upp, eftir næturfrost,“ sagði Sig- þór bóndi á Hellulandi. Sigþór sagði að hann hefði kveikt elda í fjögur skipti nú í haust og árangurinn væri góður, grös sín stæðu enn þokkalega. Þá sagði Sigþór ennfremur að sér sýndist sem uppskeran yrði nokk- uð góð, hann hefði aðeins verið að kíkja undir grösin og væri bara sæmilega ánægður. Ólafur Vagnsson hjá Búnað- arsambandinu sagði að þessi að- ferð væri ekki mikið notuð á Eyjafjarðarsvæðinu. Það þyrfti smá golu til að hún tækist vel og veður er ekki alltaf hagstætt til að aðferðin heppnist. Sagði Ólafur að nokkrir bændur á svæðinu hefðu komið sér upp vökvunar- kerfi í því skyni að verja karföflugrös falli. Eru þá notaðir venjulegir vatnsúðarar og þeir látnir ná saman þannig að garð- urinn allur blotni, síðan er vökv- að á meðan frost er yfir nóttina. Myndast þá klakahella yfir grösin en kartöfluvefurinn sjálfur helst ófrosinn. Þegar sólin kemur upp og þýðir klakann eru grösin óskemmd undir. Aðferð þessi krefst mikillar vinnu, menn þurfa að vaka yfir úðurunum alla nótt- ina og sjá til þess að allur garður- inn blotni. Auk þess væri þessi útbúnaður nokkuð dýr. Þetta hefur þó reynst vel og grös virð- ast standa betur þar sem slíkar aðferðir eru viðhafðar. Ólafur fór um svæðið í síðustu viku og kannaði ástand mála. Sagði hann útlitið ákaflega misjafnt. Undir sumum grösum var ekki neitt og upp í að vera vel yfir meðaluppskera undir öðrum. Síðustu vikurnar skipta verulegu máli um hver uppskeran endan- lega verður. Varðandi mismun- andi ástand kartöflugarða sagði Ólafur, að svæðið vestanvert við fjörðinn væri mjög viðkvæmt. Sólin kemur upp og skín beint á grösin á meðan þau eru enn frosin. Austanmegin hafa grösin náð að þiðna áður en sólin nær að skína á þau. Þá nefndi Ólafur að það virtist skipta máli hvar garð- arnir væru staðsettir. Garðar sem standa í halla aða eru ofan í dældum fara verr en þeir garðar sem ofar standa. Frostið leitar niður og fer því illa með garða er neðarlega standa. Ennfremur benti Ólafur á að garðar nálægt sjó sleppa yfirleitt vel við nætur- frost. Sjórinn dregur úr kulda- áhrifunum og virkar sem hita- gjafi. Lélegt ástand í kartöflumálum nú í haust taldi Ólafur að rekja mætti til hins slæma vors er við fengum hér norðanlands. Garð- lönd voru óvenju sein til í vor, jarðvegur blautur, frosinn og klesstur. Taldi hann að spírur hafi fengið kulda „sjokk“ er þeim var komið fyrir í moldinni og hreinlega drepist. Kartöflurnar hafi því þurft að mynda nýjar spírur og það tekur nokkurn tíma. Búist er við að bændur hefji upptökur almennt um miðjan mánuðinn. Ekki er þorandi að bíða mikið lengur þar sem von getur verið á snjó hvenær sem er. Unnið við kartöfluupptöku. 8 - DAGUR - 12. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.