Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 12.09.1983, Blaðsíða 12
I I ® MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFÁR í FLESTA BÍLA Búferlaflutningar milli landshluta: MAÐUR KEMUR í MANNS STAÐ Talsvert um að fólk að SV-horninu flytji til Akureyrar, segir Björn Kristjánsson, fasteignasali - Því er ekki að leyna að það hafa margir flust úr bænum að undanförnu en ég hef á til- fínningunni að það komi mað- ur í manns stað og við höfum að undanförnu selt eignir hér á Akureyri til fólks úr öllum landshlutum, ekki minnst til fólks sem er að flytja af suð- vesturhorninu, sagði Björn Kristjánsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Eignamið- stöðinni er hann var spurður að því hvort fasteignasalar hefðu merkt þann fólksflótta sem sagður er vera úr bænum. - Það hafa alltaf staðið auðar íbúðir hér á Akureyri um lengri eða skemmri tíma en því er ekki að neita að þær virðast vera með flesta móti nú í augnablikinu. Við verðum auðvitað varir við flutninga fólks og það er stað- reynd að mikið af iðnaðarmönn- um hefur flutt úr bænum, hvort sem að verður um lengri eða skemmri tíma. Ég veit t.d. til þess að margir iðnaðarmenn hafa að undanförnu flutt suður gagn- gert til þess að mennta sig - hafa t.d. farið í tæknifræðinám og ég hef á tilfinningunni að flestir þessara manna komi hingað aftur. - Eru það þá iðnaðarmenn sem flytja í bæinn í staðinn? - Það er fólk af öllum starfs- stéttum, sagði Björn Kristjáns- son, en samkvæmt upplýsingum hans þá hefur fasteignasala á Ak- ureyri verið alveg þokkaleg að undanförnu. Fasteignasalan í dag byggist hins vegar að mestu leyti upp á íbúðaskiptum, enda er sá sölumáti langhagstæðastur fyrir fólk. Mjólkurdag- ur á Akureyri Mjólkurdagsnefnd hefur ákveðið að halda mjólkurdaga 23.-25. september að þessu sinni á Akureyri. í hluta íþróttahallarinnar á Akureyri verður komið fyrir sýn- ingti' á helstu framleiðsluvörum mjólkuriðnaðarins og myndum frá gamalli tíð. Þá verður markaður með mjólkurvörur, kynntar verða nýj- ungar og sýnikennsla verður all- an tímann. Ný myndbönd frá mjólkuriðnaðinum verða sýnd. Það er ekki að efa að Norð- lendingar munu fagna þessari nýbreytni og því tækifæri sem gefst að kynnast á einum stað þeim miklu framförum sem orðið hafa í mjólkuriðnaði hér á landi. Það er von þeirra sem standa að þessum mjólkurdögum á Ak- ureyri að þar verði engu síður góð aðsókn en þegar slíkir dagar hafa verið haldnir í Reykjavík. veitingastofan í Hrísey lokar Veitingastofan Hrísalundur í Hrísey, sem Auðunn Jónsson hefur rekið um nokkurra ára skeið, lokar 3. október nk. Óvissa er með framtíð reksturs veitingastofunnar, en þangað hefur fólk úr landi m.a. farið til að bragða á Galloway-kjöti. Því fer nú hver að verða síðast- ur að fá Galloway-steik í Hrísalundi. Ástæðurnar eru margar. Hér er samdráttur eins og annars staðar í þjóðfélaginu og nú er svo komið að ég hef ekki lengur neina fasta kostgangara, en vinnuhópar sem hér hafa starfað hafa átt mikil og góð samskipti við veitingastofuna. Ég er að sjálfsögðu óhress með þetta. Þó að fullt af fólki hér í Hrísey hafi stutt við bakið á mér og talið nauðsynlegt að hafa svona starfsemi hér í eyjunni, þá er því ekki að neita að það hafa ekki allir verið á sama máli. Mig grunar að hér sé fólk sem hafi verið að káka í mínum málum og taka heim fólk í fæði, án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir mötuneyt- isrekstri. Það er góður grundvöllur fyrir því að reka þessa starfsemi hálft árið, frá páskum eða þar um bil og út september, en ég veit ekki hvert framhaldið verður,“ sagði Auðunn í Hrísalundi. Sem fyrr segir geta menn bragðað á Galloway-steikunum í Hrísalundi næstu daga en lokað verður 3. október. Skyldi fást hér lúöa? Dagvistar- gjöld hækka Dagvistargjöld á Akureyri hækka frá og með 1. október um 10%. Menntamálaráðu- neytið gaf heimild fyrir þessari hækkun allt frá 1. ágúst, en henni var frestað til næstu mánaðamóta í meðförum bæjaryfirvalda. Leikskólagjöld fyrir 4 stundir á dag hækka úr 1.100 krónum í 1.210 krónur og fyrir 5 klst. úr 1.380 kr. í 1.510 kr. Gjald fyrir einstæða foreldra vegna barna á dagheimilum hækkar úr 1.800 kr. í 1.980 kr. og almennt dagheim- ilagjald hækkar úr 2.700 kr. í 2.970 kr. Fyrir börn í Síðuseli sem fá hádegismat í leikskólan- um hækkar gjaldið úr 1.600 kr. í 1.815 kr._________ Viðtals- tímar þingmanna kjördæmisins Alþingismenn Norðurlandskjör- dæmis eystra verða sameiginlega til viðtals á Hótel KEA fyrir sveitarstjórnarmenn og fyrir- svarsmenn samtaka og fyrirtækja sem þess óska, miðvikudag og fimmtudag, 21. og 22. septem- ber. Bæjarritarinn á Akureyri, Valgarður Baldvinsson veitir nánari upplýsingar í síma 21000. Veður „Það verður suðlæg átt hjá ykkur í dag, skýjað og í kvöld gæti farið að rigna smávegis. Það verður fremur hlýtt áfram og milt veður næstu daga,“ sagði Markús Einarsson á veðurstofunni í morgun. # Göturnar hækkaðar Talsvert er nú farið að gera af því i Reykjavík og sumum nágrannabyggðarlaganna syðra að þrengja og hækka götur upp til þess að stemma stigu vlð hraðakstri. Ein slík „hækkun“ er t.d. á Seltjarn- arnesi á vegi sem liggur þar niðri við sjóinn. Einn af að- standendum S&S lenti í því í sumar að vera farþegi í bif- reið sem ekið var þar á 70 km hraða að einni slíkri „hækkun“. Skfpti engum tog- um að ekki vannst tími til að hemla nægilega áður en að „hækkuninní“ var komið og tók því við flugferð ein mikil fram af. Þessar „hækkanir" eru gerðar þannig að settur er hryggur mikill þvert yfir veginn og síðan malbikað yfir. Er þetta vafasamt athæfi af hálfu yfirvalda, þv( vitað er um mikil tjón af þessum völd- um og jafnvel meiðsli á fólki. Það er góðra gjalda vert að halda umferðarhraða niðri með öllum tiltækum ráðum sem bjóðandi eru þeim er leið eiga um, en þetta er einum of mikið af þvf góða. Vonandi verður þetta einungis sunn- lenskt fyrirbæri sem allra lengst. # Reikningur á rotturnar Ekki voru allir sammála tíð- indamanni S&S um að hita- veitan bæri ábyrgð á því að rottum hefði fækkað ( bænum. Þótti ýmsum það heldur langsótt skýring. En lesandi sem hafði samband við blaðið sagði að málið væri augljóst. Rotturnar hefðu sumsé varla getað séð sér annað fært en að flytja úr bænum þegar þær fengu reikninginn frá hitaveitunni. # Liðug sum studentur Víð gluggum oft í Færeyska blaðið Dimmalæting og nú berum við niður í sjónvarps- kynningu þar sem verið er að skrifa um þátt sænsku stjörn- unnar Agnethu úr ABBA. - „Hon er född í 1950 og lærdi sum smágenta at spæla á klavar. Sungfð hevur hon altið. Liðug som studentur var hon eitt skifti telefon- dama. Hon hevur fleiri kendar sangir sum „I was so much in love“, ið kom á hitlistan í Svöriki. Seinni hitti hon Björn Ulvæus, sum hon giftist við og síðani skildi frá. Tey eiga tvey börn saman. ABBA var sangbólkurinn, ið serliga gjördist heimsgitin aftaná Melodi Grand Prix f 1974 við „Waterloo“ og er tað sum ein av tveimum 4 í bólkinum, sum nú er nærum upployst- ur, at Agnetha aftur er farin at syngja-einsamöll. í sending- ini hoyra vit lög frá nýggju LP hennara.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.