Dagur - 14.09.1983, Page 1

Dagur - 14.09.1983, Page 1
jfr/. TRÚLOFUNAR- í/ JLHRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS TrTv fi\/fíl 'iT’ií1íS) III 1 / _ \ I Jj |j | 11 | GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR J mJ JJ fS \\ V | 1 U1 J tl mrþ AKUREYRI L—Jrilu ii i\_y [ .. K,,ji yÆHaiiiiiMi 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 14. september 1983 102. tölublað K. Jónsson & Co: Vildu ekki greiða hitaveitugjald af frystiklefanum „Við hættum við að taka hita- veituna og munum áfram not- ast við svartolíu og gufu. Ég kæri mig ekkert um að eiga skipti við svona okurstarf- semi,“ sagði Kristján Jónsson, verksmiðjustjóri hjá K. Jóns- son & Co. Til stóð að taka hitaveitu í notkun í verksmiðj- unni, en horfið frá því vegna þess hve hún þótti dýr. „Við vildum kaupa heitt vatn gegn um mæli til þvotta og þess háttar. Þegar þeir fóru að reikna út hvað það myndi kosta hætti ég við og hef ekki nennt að hugsa um þetta síðan. Mér ofbauð svo kostnaðurinn við þetta.“ Kristján vildi lítið meira um málið segja og þegar hann var spurður að því hvort þeim hafi verið ætlað að greiða hitaveitu- gjald samkvæmt rúmmetramáli og þá meðal annars af frystiklef- unum, sagði hann að það hafi jú verið eitthvað í þá áttina. Hafralækjarskóli: Verður kennt í kolniðamyrkri? Hafralækjarskóli í Aðaldal er nú rafmagnslaus og hefur verið frá því á föstudag. Ástæðan er sú, að ríkið hefur ekki greitt skólanum það sem því ber. Dagur Jóhannesson formaður skólanefndar sagði að fáist ekki aukafjárveiting geti setið í sama horfi til áramóta, en kennsla á samkvæmt áætlun að hefjast eftir viku. Fleiri skólar á Norðurlandi hafa ekki fengið greiðslur frá rík- inu, en ekki er útlit fyrir að það hafi neins staðar komið jafn hart niður á starfseminni, og í Hafra- lækjarskóla. Sjá nánar á bls. 3. Mikil óánægja í Síðuhverfi — Böm úr hverfinu þurfa að sækja skóla víðsvegar um bæinn. Mikil óánægja er nú meðal for- eldra í Síðuhverfi vegna þess dráttar sem orðið hefur á að framkvæmdir við Síðuskóla hefjist. Börn úr hverfinu verða nú að sækja skóla víðs vegar um bæinn og óvíst er hvenær bót verður ráðin á þessu ófremdarástandi. Foreldrar barna í Síðuhverfi skrifuðu í fyrra undir undirskrift- arlista með áskorun til bæjar- yfirvalda um að framkvæmdum við Síðuskóla yrði hraðað en það eina sem nú hefur verið gert er að unnið hefur verið í grunni hins fyrirhugaða skólahúsnæðis. í upphafi þessa skólaárs þá lítur dæmið þannig út að lítill hluti barna úr Síðuhverfi fær að sækja kennslu í Gleráskóla en öðrum börnum er ekið með skólabílum ýmist í Oddeyrarskóla eða Barnaskóla Akureyrar. Af tvennu illu er líklega skárra fyrir börnin að ferðast með skólabíln- um en að þurfa að fara yfir Hlíð- arbrautina á leið til Glérárskóla. í samtali við Vilberg Alexand- ersson, skólastjóra í Glerárskóla kom fram að þörfin fyrir nýjan skóla í hinum nýju hverfum er alveg gífurleg. - Mér verður næstum því orða vant þegar ég hugsa til þessara mála. Við þurfum nýjan skóla og það fljótt, sagði Vilberg Alex- andersson. Það er alltaf svolítill „sjarmi4 sólskinsdegi. yfir því, að vinna við kartöfluupptöku á Mynd: KGA. kennari mW%m

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.