Dagur - 14.09.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 14.09.1983, Blaðsíða 2
„Eg bæði hlakka til — Rætt við Sveinbjöm Jóhannesson sem hefur nám í Gagnfræðaskólanum í haust. Snorri Óttarsson, 10 ára: Sund, leikfimi og smíðar. Otto Karl Thulenius, 11 ára: Alveg eins og Snorra, sund leikfimi og smíðar. Hlynur Thulenius, 10 ára: Sund, leikfimi og bara allt í skólanum. Birgir Brynleifsson, 11. ára: Leikfimi og danska, af því að ég er að byrja í henni. Jón Ómar Árnason, Íl. ára: • Leikfimi' og eðlisfræðí. Mér | finnst skemmtilegast í íþrótt- um, sérstaklega í körfubolta. **■ Bragi Guðmundsson, 11. ára: Leikfimi og landafræði. Allt hitt leiðinlegt. Gagnfræðaskólinn á Akureyri byrjar á morgun. Þangað steðja ótal unglingar að afla sér menntunar og fróðleiks. Okkur þótti ekki síður við hæfi að rabba örlítið við nemendur skólans, heldur en að tala ætíð við virðulega kennimenn. Við rákumst á Sveinbjörn Jóhann- esson 13 ára strák, sem er að hefja nám í Gagnfræðaskólan- um. - Segðu okkur svolítið fyrst um hvað þú gerðir í sumar? „Þegar skólinn var búin í vor, fór ég að vinna í Hrísalundi, ég var að setja í poka fyrir fólk og svo var ýmislegt annað sem ég gerði þar. í júlí fór ég í sveit aust- ur í N-Múlasýslu, það heitir Set- berg í Fellum. Þar var ég að vinna í heyskap. Ég var oftast á traktor, en ég var samt ekki búin að taka próf, það var alltaf fylgst svo vel með manni að það þurfti ekki.“ - Er gaman í sveitinni? „Já, það er mjög gaman að vera í sveit. Þá er maður svo mikið innan um dýr. Ég hef gam- an af dýrum. Ég á hund hérna í bænum, en það er svolítið erfitt. Hann er óður að komast á flæk- ing og þá þarf ég að hlaupa út um allan bæ á eftir honum. Núna er ég aftur að vinna í Hrísalundi, ég ætla að vinna þar eitthvað í vetur með skólanum. Þetta er kannski ekkert skemmti- leg vinna en ágætt kaup. - Ertu að safna peningum fyrir einhverju sérstöku? „Nei, nei, ég er ekkert að safna. Ég reyni helst að fá mér einhverjar skátavörur. Ég er skáti og við förum oft íspennandi útilegur á veturna. Við fórum í eina í sumar, en snérum heim um nóttina því allt var á floti í tjald- inu. Ég er líka í sundfélaginu og við höfum farið til Vestmanna- eyja og Siglufjarðar í sumár að keppa. Það gekk ekki of vel í Vestmannaeyjum en við.unnum.' á Siglufirði." . íívernig leggst það rþig'að byrja.í Gagganum? - ðTcuiujuiii duiiauucasuu. „Bara vel, held ég. Ég bæði hlakka til og kvíði fyrir. Ég hef heyrt að hann sé skemmtilegri en Barnaskólinn, meira félagslíf og meira fjör. Ég held að það séu engir villingar þar, eða ekki svo margir, ég vona að verði ekki mikil læti. Annars veit ég ekkert um skólann, ég hef einu sinni komið inn á ganginn og rata ekkert. Ep ég held að það lagist. Það er skemmtilegast að breyta til. Það var alltaf það sama í Barnaskólanum, sömu . kennar- arnir og sþmu'stofurnar í gegnum allan skólann. Það er ö;ðruvísi í ,'Gágganum, én ég veit ekkert hvor't það 'er betra eða verra. Það ' er að minrtsta kosti tílbrpyting.** - Farið þið svo ekki að spóka ykkur í bænum og skoða stelp- urnar? »Ég er ekkert byrjaður að þvælast í bænum á kvöldin, ég vil frekar labba uppá Súlur eða Kerlingu með bróður mínum. Við fórum í sumar og það er ofsa gaman að ná tindinum og sjá yfir allt. Það eru sumir sem fara í Dynheima, en ég veit nú lxtið um það, ég hef aldrei verið gefin fyrir að dansa. Ég vil heldur vera heitna að lesa á kvöldin. Ég les • mest •spennandí sögur og ýmsar. •góðar líka. Sámt er ég ekki byrj- ' aþur á HaÍkJóri Laxnés. - Hvað með ástandið í heim- inum? „Það er nokkuð svart útlit í heiminum, það væri hægt að bæta það, en ég veit ekki alveg hvað við eigum að gera. Ég les blöðin svolítið, en hugsa ekkert voða- lega mikið um stjórnmál.“ — Ertu nokkuð pönkari? „Nei, eg skil ekki pönkara, það eru engir pönkarar í Barnaskól- anum, og fáir á Akureyri. Ég ætla ékki að fá mér leðurjakka og merki. :Mér finnst diskóið skemmtilegra." ; Hvað ætlarðu að verða í framtíðinrii? \ »Ég- ’ er ekki búin að ákveða það.“, / Sýnið „Reiðmaður“ hringdi og vildi koma því á framfæri við öku- menn bifreiða að þeir sýndu hest- amönnum og þeim er reka suðfé á eða við vegi tillitsemi. „Við vitum að það getur verið hvimleitt fyrir ökumann að þurfa að dóla lengi á eftir rekstri en ég held ég geti fullyrt að það reyna allir sem koma nærri rekstri að leysa slík vandamál eins skjött og unnt er. Ég vona að við fáum um- burðarlyndi bifreiðastjóranna og getum sýnt það á móti að við kunnum að meta það,“ sagði „reiðmaður.“ „Túttubyssur“ hættulegar Lesandi hafði samband við blað- ið og vildi minna á það, að steina- bogar og „túttubyssur" geta verið stórhættuleg verkfæri. Krakkar sem hafa slíkt undir höndum gera sér alls ekki ailtaf grein fyrir því hversu alvarlegum meiðslum þetta getur valdið, ef óvarlega er farið. Þess eru dæmi að eitt lúsa- ber skotið úr túttubyssu hafi gert mann blindan. Foreldrar ættu því að hafa augun með því hvort börn þeirra eru að fikta við þessi tæki. Hvað er skemmti- legast i skólanum? og kvíði fyrir“ 2 - DAGUR - 14. september 1983 ‘" - *"“M • A-ruUtr.’,.-. ÍH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.