Dagur - 14.09.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 14.09.1983, Blaðsíða 12
MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFÁR í FLESTA BÍLA Overuleg fækkun í skólunum — Lftið um að barnafólk flytjist á brott úr bænum. Nemendum á grunnskólastigi á Akureyri hefur fækkað óverulega frá í fyrra ef marka má niðurstöður lauslegrar könnunar sem Dagur gerði á breytingu á fjölda nemenda í skólunum milli ára. Áður en skólar hófust ríkti nokkur óvissa um hve stór hluti skráðra nemenda myndi mæta, m.a. vegna sögusagna um stór- felldan brottflutning úr bænum. Ekki er Ijóst við hve mikil rök þessar sögusagnir eiga að styðjast en það er a.m.k. öruggt að foreldrar barna á grunnskólastigi hafa ekki flutt í stórum stfl. - Pað er heldur að fjölga hjá okkur, sagði Gísli Bjarnason, skólastjóri í Barnaskóla Akur- eyrar er hann var spurður um nemendafjölda og hreyfingar milli ára. - Það verða í kringum 510 börn í skólanum í vetur og það hafa heldur fleiri börn flutt í þetta skólahverfi en undanfarin ár. Þeir sem flytja hafa ýmist flutt innan bæjar eða á brott en þar er alls ekki um neinn óvenjulegan fjölda að ræða, sagði Gísli. Hjá Vilberg Alexanderssyni, skólastjóra í Glerárskóla fengum við þær upplýsingar að heimtur hefðu verið góðar og nær öll þau börn sem voru innrituð hefðu mætt í skólann fyrstu dagana. 650 börn og unglingar verða í skóla- num í vetur og líkt og Gísli, hafði Vilberg ekki orðið var við að mikið væri um að fólk flytti úr bænum. - Þetta er mjög svipað hér og við áttum von á og það er ekki mikið um flutninga skólabarna úr bænum, sagði Indriði Úlfsson, skólastjóri í Oddeyrarskóla. Indriði sagðist hins vegar hafa merkt það seinni hlutann í fyrra- vetur, að þá hefði töluvert mikið af börnum úr skólanum flutst á brott. í Oddeyrarskóla verða um 420 nemendur í vetur. - Ég hef tekið þetta lauslega saman og það hefur orðið svolítil fækkun milli ára. Við reiknuðum með um 600 nemendum en þeir verða líklega ekki nema um 580 talsins, sagði Hörður Ólafsson, skólastjóri í Lundaskóla. Hörður sagði að nemendur í forskóla hefðu skilað sér en í öll- um öðrum bekkjardeildum hefði orðið smávegis fækkun. Nýja götulýsingin: Minni orka en betri lýsing Lús finnst á Akur- eyri „Það hefur fundist höfuðlús hjá 10-20 börnum á skóla- skyldualdri hér á Akureyri og ég vil hvetja foreldra til að fylgjast vel með sínu heimilis- fólki,“ sagði Ólafur Oddsson héraðslæknir er hann hafði samband við Dag i gær. Ólafur sagði að ekki væri leitað sérstaklega að lús við venjulega heilsufarsskoðun í skólum og væri einfaldast og árangursríkast ef húsráðendur leituðu sjálfir í hári heimilisfólks síns. - Ólafur sagði að lúsin væri 2-3 mm langt gráleitt skordýr sem festi egg sín - nytina - á höfuðhárinu. Lúsin veldur kláða og oft koma sár á hnakka ef viðkomandi hefur klórað sér mikið vegna lúsarinn- ar. Tafarlaust ber að tilkynna heimilislækni ef lúsar verður vart og einnig skólahjúkrunarkonu ef um börn á skólaskyldualdri er að ræða. „Það þarf enginn að skammast sín fyrir að fá lús, það er ekkert samband á milli óþrifn- aðar og þess að fá á sig lús en hún getur borist hratt á milli manna,“ sagði Ólafur. Þess má geta að hægt er að fá vökva til meðferðar gegn höfuð- lús í apótekum og fylgja notkun- arreglur með á íslensku. Aö undanförnu hefur verið unnið við að skipta um lýsingu við umferðaræðina í gegnum Akureyrarbæ, þ.e. Drottning- arbraut, Glerárgötu og Hörg- árbraut út úr bænum að norðan. Þessi nýja lýsing er með gulum ljósum og að sögn Svanbjörns Sigurðssonar tæknifræðings hjá Rafveitu Akureyrar er hér um að ræða mun betri lýsingu og auk þess tekur hún minni orku. „Stóru Ijóskerin sem voru á Drottningarbrautinni og Hörgár- brautinni voru 400 watta en nýja lýsingin er 250 watta en gefur þó örlítið betri lýsingu,“ sagði Svanbjörn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort lokið verður við verkið að fullu í haust, þ.e. hvort skipt verður um lýsingu á kaflanum frá Strand- götu að Grænugötu. „Það kemur sjálfsagt að því að þessi lýsing verður sett upp víðar í bænum eins og við Hlíðarbraut, Borgar- braut og jafnvel Þórunnarstræti," sagði Svanbjörn. „Þetta er fram- tíðarlýsing sem er að ryðja sér til rúms í heiminum, sérstaklega í stórborgum og bæjum.“ Klifraði upp í staur Nokkur hópur unglinga var i miðbæ Akureyrar í gærkvöldi og lét fremur ófriðlega. M.a. var verið að klifra utan á hús- um í bænum, en skemmdir voru þó engar unnar. Einn unglinganna vildi alls ekki gegna lögreglumönnum sem komu á vettvang. Tók pilturinn það til bragðs að klifra upp í ljósastaur nokkurn og þangað máttu lögreglumennirnir sækja hann, en síðan fékk hann að gista fangageymslur lögreglunnar. Leiktækjasalur í höndum bæjarins Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að rekstur svokall- aðra leiktækjasala í bænum skuli vera í höndum þeirra sem fara með æskulýðsmál á vegum bæjarins. Að undanförnu hefur verið unnið að því að koma saman reglugerð varðandi rekstur leik- tækjasala í bænum, en heyrst hef- ur að það verk hafi gengið illa. Það var svo Valgerður Bjarna- dóttir sem flutti þessa tillögu í bæjarráði ásamt Helga Guð- mundssyni og var hún samþykkt. Þetta þarf þó ekki að vera endanleg niðurstaða, bæjarstjórn mun fjalla um málið á fundi sfnum nk. þriðjudag og þá gæti eitthvað gerst í málinu frekar. austan eða norðaustan gola á Norðurlandi, skýjað en þurrt að mestu,“ sagði Bragi Jóns- son verðurfræðingur í morgun. Bragi sagði að á morgun yrði norð-austan gola eða kaldi á Norðurlandi, skýjað og sumstaðar dálítil rigning. Hitastig verður svipað og ver- ið hefur en gæti þó lækkað ör- lítið. • Skúfur í ennistopp eða tagl Við birtum í H-Degi í sumar kafla úr lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað sem er frá árinu 1954. Síðan hefur Víkurblaðið á Húsavík sýnt lesendum sínum við mikinn fögnuð nokkrar valdar grein- ar úr lögreglusamþykkt þar í bæ. - En við eigum ýmis gull- korn óbirt úr Akureyrarsam- þykktinni og hér eru nokkur: - „Það er með öllu bannað að ríða, beita fyrir vagna eða fiytja farangur á höltum eða meiddum hestum eða svo horuðum, að ekki hafi þeir fullan þrótt. Hestar sem bita og slá, skulu auðkenndir á þann hátt að áberandi skúfur sé festur í ennistopp eða tagl.“ # Ekki taka ís á Pollinum „Ef ís er á Pollinum getur lög- reglustjóri að viðlögðum sektum, bannað að fara út á hann. Ekkí má höggva göt eða vakir á ísinn innan við 200 metra frá landi nema til þess að gera rásir fyrir báta, skip eða flugvélar, nema leyfi lögreglustjóra komí til. Þó má aldrei höggva göt eða vakir á afmörkuð skautasvell og hvergi að óþörfu. Setji lögreglan upp viðvörunar- merki á ísinn á Pollinum ber öðrum að fara eftir þeim og gæta þess að raska þeim ekki eða eyðfleggja. Ekki má taka fs á Pollinum nema með leyff lögreglustjóra." # Opið viti upp „Stéttir fram með götum eru eingöngu ætlaðar gangandi mönnum. Eftir þeim má ekki fara með sleða, reiðhjól, hjól- börur, vagna né önnur öku- tæki, nema barnavagna og sleða með ungum börnum, og eigi bera, draga, velta eða á annan hátt flytja með sér fyrirferðamikla hluti, svo sem tunnur, hey eða annað sem tálmar umferðinni. Ljái, gaddahrífur, skotvopn og aðra hluti sem tjón getur hlot- ist af, má aðeins flytja eftir götunni sjálfri og skal svo um þá búið að engin hætta stafi af þeim. Hlaðnar byssur má ekki bera á götum bæjarins eða annars staðar á almanna- færi. Byssur skal ávallt bera þannlg að opið viti upp.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.