Dagur - 16.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 16.09.1983, Blaðsíða 3
Myndir: ESE. Hafralækjarskóli - rafmagnslausi skólinn sem komst í fréttimar. „Hér Iiefur ekki verið bruðlad með fjánnuni44 — segir Sigmar Olafsson, skólastjóri Enginn sá sem ekið hefur niður Aðaldal hefur komist hjá því að veita athygli reisulegum byggingum á vinstri hönd, skammt sunnan við afleggjarann til Akureyrar. Þarna stendur Hafralækjarskóli byggður af hinum mesta myndarskap og félagsheimilið ídalir sem telst að 40% til í eigu skólans. Venjulega gengur lífið í þessum skóla og í þessari sveit sinn vanagang en í síðustu viku brá svo við að Hafralækjarskóli komst í fréttirnar. Ekki var það þó vegna þess skólastarfs sem þar var að hefjast heldur vegna skulda ríkisins við þau sveitarfélög sem eiga skólann. Samkvæmt grunnskólalögunum þá á ríkið að endurgreiða sveitarfélögunum 85% kostnaðar við akstur skólabarna og kostnað vegna vinnu í mötu- neytum og gæslu á heimavistum að fullu. Samkvæmt lögunum eiga sveitarfélög að sjá um að þessar greiðslur skuli inntar af hendi en ríkið á síðan að endurgreiða upphæðimar mánaðarlega að loknum hverjum mánuði. Þetta hafði ekki verið gert í Hafralækjarskóla og reyndar víðar og sveitarstjórnirnar sáu þá engin ráð önnur en að hætta að greiða raf- magnsreikninga skólans tU að vekja athygli á ástandinu og knýja á um úrbætur. Blaðamaður Dags heimsótti Hafralækjarskóla sl. þriðjudag tU að kynnast ástandinu og það má segja að Dagur hafi rennt í hlað með rafmagninu því þennan þriðjudag fyrir há- degi komst rafmagn að nýju á í skólanum eftir tæplega fímm sólarhringa rafmagnsleysi. Sigmar Ólafsson, skólastjóri var því að vonum kátur og ekki skemmdi það fyrir að kenn- arar skólans lögðu síðustu hönd á gerð stundaskrár skólans um svipað leyti. En gefum Sig- mari Ólafssyni orðið . . . - Við í skólanum vissum lítið sem ekki neitt um það ástand sem var- að skapast fyrr en um síðustu mánaðarmót. Pá var ég staddur í Reykjavík m.a. í þeim erindum að útrétta fyrir skólann og þá fékk ég staðfest að ríkið hafði ekki staðið við greiðslur sínar til sveitarfélaganna. Þessi skuld fyrir síðasta skólaár nam rúmlega 154 þúsund krónum sem er auðvitað hlægilega lág upphæð á mælikvarða ríkisins. En skuldin hafði ekki verið greidd fyrir Hafralækjarskóla og einhverja skóla aðra en í flestum skólum hafði ríkið gert full skil. Þegar ég kom svo aftur norður var mér tjáð af oddvitum þeirra fjögurra hreppa sem eiga skólann að þeirra eina ráð væri að greiða ekki rafmagnsreikningana og sjá svo hverju fram yndi. Það finnst auðvitað einhverjum skrýtið að fjórir hreppar skuli ekki geta átt þessa upphæð hjá ríkinu en á þessu stigi var þetta orðið ákveðið „prinsippmál“ og sveitastjórnarmenn vildu láta reyna á það hvort ríkisvaldinu væri stætt á að brjóta lög með því að endurgreiða ekki umrædda upphæð. Aksturínn dýrastur - Hvernig er þessi skuld tilkomin? - Langstærsti liðurinn er akstur skólabarnanna. Það segir sig sjálft að í skóla þar sem aðeins um 15 börn af 108 eru í heimavist og fá þeirra búa í nágrenni skólans, að akstur hlýtur að alltaf að verða mikill. Af þessum kostnaði á ríkið að endurgreiða 85% til sveitarstjórnanna sem greiða bílstjórunum í upphafi. Kostnaður vegna vinnu í mötuneyti og gæslu á heimavist var mun minni upphæð en nú heyri ég að ríkið ætli að greiða gæslukostnaðinn beint. - Það er þá ekki um það að ræða að þið hafið í Hafralækjarskóla eyðið of miklu og umfram aðra skóla að mati þeirra sem fara með þessi mál á vegum ríkisins? - Nei því er ekki hægt að kenna um, þó að jafnvel hafi verið hægt að skilja það á frétt útvarpsins um þessi mál í síðustu viku. Svo ég greini nánar frá því hvernig við stöndum að okkar áætlanagerð þá semjum við áætlanir fyrir hvert ár í samráði við fræðslustjóra. Þessar áætlanir fær ráðuneytið og fjármála- og hagsýslustofnun til umfjöllunar og ákvörðunar og þær eru jafnan skornar niður að einhverju marki. Þetta á við um alla skóla og um leið og þetta gerist og um leið og einhverjum sveitarstjórum er greitt fyrir vinnu við einhvern skóla þá eru þessar áætlanir staðfestar. Það er staðfest að þær eru réttar og það er því í hæsta máta undarlegt að grunnskólalögin virðast aðeins gilda um suma skóla en ekki aðra. Þegar þetta mál hér fór af stað var búið að greiða umræddan kostnað í um helmingi skólanna í kjördæminu og þeir virðast hafa verið valdir af handahófi. Sparnaður? - Er þetta kannski ábending „að ofan“ um að þið eigið að herða sultarólina. Ganga meira og borða minna og sýna ítrasta aðhald? - Ég var spurður svipaðrar spurningar á fundi mínum með oddvitunum. Þ.e.a.s. þeir spurðu mig hvort ekki væri hægt að spara einhvers staðar og ég gat ekki svarað öðru en því hvort það væri ætlast til þess að ég klipi einn leikfimitíma af hverjum bekk, einn stærðfræðitíma og svo framvegis. Nei málið er það að hér hefur ekki verið bruðlað með fé, síður en svo og ég lít svo á að á meðan þeim forsendum sem við störfum eftir þ.e. grunnskólalögunum, hefur ekki verið breytt, þá eigum við að framfylgja þeim áætlunum sem þegar hafa verið staðfestar og enginn ágreiningur er um. - Hvernig hefur sveitarstjórnunum sjálfum gengið að standa við sínar skuldbindingar varðandi skólann? - Það hefur gengið sæmilega en ég hef orðið var við að það hefur harnað á dalnum sl. tvö til þrjú ár eða svo. Sveitarstjórnirnar eða hrepparnir sem eiga skólann eiga að sjá um allt viðhald og ég er þakklátur sveitarstjórnarmönnum fyrir þá stefnu þeirra að láta viðhald við skólann aldrei safnast upp. Þetta er ekki bara spurning um peninga. Þetta hefur einnig mikið að segja fyrir börnin í skólanum og viðhorf þeirra til þeirra eigna sem þau umgangast. Ef allt er í Sigmar Ólafsson, skólastjóri Hafralækjarskóla. góðu horfi og hlutirnir drabbast ekki niður þá verður viðhorf barnanna allt annað og betra. Rafmagnsleysi - Nú eruð þið búin að fá rafmagnið. Hvernig var ástandið í rafmagnsleysinu? - Það var slæmt. Vegna tenginga hér í skólanum þá fór rafmagn líka af íbúðum kennara og öðrum íverustöðum starfsfólka. Það voru því fjórar fjölskyldur án rafmagns en við björguðum því sem hægt var að bjarga með gasljósum og gaseldunartækjum. Fólk tók þessu líka ótrúlega vel en það var verst að við þurftum að flytja matvæli á brott til þess að þau skemmdust ekki. - Bitnaði þetta á undirbúningsstarfinu fyrir skólabyrjun? - Vissulega en ég tók þá ákvörðun að okkur bæri að vinna þau störf sem við gætum unnið og þau störf sem okkur bar en því er ekki að leyna að þetta tafði okkur og við þurftum að leita út fyrir skólann með verk sem öllu jafna eru unnin innan skólans s.s. ljósritun o.fl. - Er þá búið að tryggja ykkur rafmagn út skólaárið? - Það veit enginn í dag og ég get ekki sagt til um það á þessari stundu hvort skóli getur hafist á réttum tíma. Fræðslustjóri fer suður í dag til þess að ræða málin við aðra fræðslustjóra og til þess að ræða erindi skólanefndar og sveitarstjórna við yfirvöld. Oddvitarnir hafa skrifað menntamálaráðherra bréf þar sem þeir lýsa því yfir að þeir treysti sér ekki til þess að láta skóla hefjast í þessari óvissu um það hvort ríkið muni standa við skuldbindingar sínar og fara að lögum. Við bíðum eftir niðurstöðum þessara funda og við berum fyllstá traust til fræðslustjóra að honum takist að leiða þessi mál farsællega til lykta, sagði Sigmar Ólafsson og strauk vikugamalt skeggið - eina af fjölmörgum afleiðingum rafmagnsleysisins í Hafralækjarskóla. 1 é'.''SéptéWb%V4t^8á‘ - DÁötJR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.