Dagur - 16.09.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 16.09.1983, Blaðsíða 10
N orðurlandamót Flosi Jónsson, Kári Elísson og Freyr Aðalsteinsson Þrír akureyskir kraftlyft- ingamenn verða í sviðs- Ijósinu um helgina á Norðurlandamótinu í kraftlyftingum sem hald- ið er í Laugardalshöll. Þetta eru þeir Kárí Elís- son, Flosi Jónsson og Freyr Aðalsteinsson, allt gamalreyndir refir og líklegir til afreka. Það er óvíst að ísland stilli upp fullu liði á Norðurlandamótinu að þessu sinni. Helsta von íslands Jón Páll Sigmars- son er meiddur og Vík- ingur Traustason sá sér ekki fært að keppa að þessu sinni. Að sögn þeirra þre- menninganna þá verður engu að síður um skemmtilegt mót að ræða og Kári Elísson verður að teljast helsta von landans í fjarveru Jóns Páls. Ef Síðasti stórleikur ársins, eins og hann hefur verið nefndur í knattspyrn- unni, verður á aðalleik- vanginum á Akureyri á morgun kl. 14. Þá eigast við Leiftur frá Ólafsfirði og Stjarnan úr Garðabæ Kára tekst vel upp þá á hann möguleika á silfur- verðlaunum í 67,5 kg flokknum en þó er líkieg- ast að hann komi til með að berjast um bronsverð- launin. Flosi og Freyr eiga minni möguleika, en Flosi gæti þó átt ein- og er þetta úrslitaleikur 4. deildar. Mikill áhugi er fyrir þess- um leik á Olafsfirði og vit- að er um að mikill fjöldi stuðningsmanna Leifturs mun koma og fylgjast með Ieiknum. hverja tölfræðilega möguleika í 90 kg flokknum. Freyr keppir í 82,5 kg flokki. Það er annars áhyggjuefni fyrir akureyska lyftingamenn og kraftlyftingamenn hve lítil endurnýjun hefur orðið í lyftingunum undanfarin ár. Nú fyrir skemmstu héldu tvíbur- Það verður örugglega leikið af lífi og sál frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu í þessum leik og hvergi gefið eftir. „Síðasti stórleikur ársins“ hefst kl. 14. arnir Garðar og Gylfi Gíslasynir utan til Sví- þjóðar þar sem þeir munu keppa og æfa á vegum Stockholm Polis (Stokk- hólms lögreglunnar) sem er stærsti lyftingaklúbbur Svíþjóðar. Eftir er því aðeins Haraldur Ólafs- son af þeim lyftinga- mönnum sem gert hafa garðinn frægan fyrir hönd Akureyrar undanfarin ár. í kraftlyftingunum er ástandið aðeins skárra og jafnvel er von á nýjum kraftlyftingamönnum til bæjarins. En það er ekki nóg og að sögn þeirra Kára, Flosa og Freys hef- ur alvarlega verið hugsað fyrir því að halda nám- skeið í vetur og reyna þannig að finna unglinga og aðra sem haldið geta merki Akureyringa á lofti í lyftingaíþróttunum í framtíðinni. Að lokum vildu þeir félagarnir koma á fram- færi bestu þökkum frá Lyftingaráði Akureyrar til allra þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem studdu Jóhannes Hjálmarsson í ferð hans á heimsmeist- aramót öldunga í lyfting- um sem haldið var í Kanada fyrir skömmu. Síðasti stórleikurinn Fyrsta einka- sýning Samúels Samúel Jóhannsson list- málari opnar á morgun sína fyrstu einkasýningu að Hafnarstræti 81 (í húsi Tónlistarskóla Akureyr- ar) og sýnir þar fram yfir mánaðarmót fjölda verka sem flest eru unnin á þessu ári. Sem fyrr sagði er þetta fyrsta einkasýning Sam- úels, en hann hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum áður. Sýning hans að Hafnarstræti 81 verð- ur opnuð kl. 15 á morgun og verður opin virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 15-22. Sýningunni lýkur 2. október. Sýningarlok Samsýningu norðlenskra myndlistarmanna lýkur um helgina en aðsókn fram að þessu hefur verið mjög góð. Á sýningunni sem er í sýningarsalnum að Gler- árgötu, eiga 22 norð- lenskir myndlistarmenn verk og í veglegri sýning- arskrá sem gefin hefur verið út er að finna sýnis- horn á verkum allra listamannanna. Sýningin verður opin í kvöld kl. 20-22 en um helgina frá kl. 14-22. Bifreiðir Skóda 1202 árg. 1980 er til sölu. Ekinn 30.000 km. Uppl. í síma 25059 eftir kl. 8 á kvöldin. Daggæsla óskast fyrir 5 ára stelpu frá kl. 9-14.30. Er í Akur- gerði. Sími 26540. Vil taka að mér að gæta barna á morgnana. Uppl. í síma 25654 eftir kl. 5 á daginn og á morgnana. Athugið. Stúlkan sem tók I mis- gripum segulbandstæki úr viðgerð í Cesar, er vinsamlegast beðin að skila því í Cesar. Vegna furðulegra aðstæðna á Akureyri eru 6 tölvuleiktæki til leigu m.a. Packman, Fonix og Polans. Uppl. í síma 96-26186. Atvinna_____________________ Rúmlega þrítugur maður óskar eftir vinnu við sveitastörf. Helst á Norðurlandi. Uppl. í síma 96- 41143. 25 ára stúlka með kennara- menntun og góða málakunnáttu óskar eftir vel launuðu starfi. Uppl. gefur Margrét K. Sverrisdóttir sími 25434. Takið eftir. Nú eru nýjar perur í sólarlömpunum. Afsláttarkort. Baðstofan Björk Grenivöllum 22 sími 23083. Takið eftir. Mig undirritaðan vant- ar inn i eftirtaldar bækur: Þjóðsög- ur Jóns Árnasonar 1. og 2. hefti í I bindi bls. 1-160, Ijósprentað i Lithoprent, Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar útgefnu í Reykjavík 1945 143 bls., Andvara 1875, 1878, 1879 og 1894, Annála Bók- menntafélagsins 4 hefti í 4. bindi og 6 hefti í 5. bindi. Gef vel fyrir hrein og heil eintök. Guðmundur Ólason, Smjörhóli Axarfirði, 671 Kópasker. 3ja herbergja íbúð til leigu. Upp- lýsingar í síma 22193 eftir kl. 18. Skrifstofuherbergi í Kaupangi til leigu. Uppl. í síma 22817. 4ra herb. fbúð til leigu. Uppl. í síma 25786 eftir kl. 19.00. Viljum taka á leigu verslunar- húsnæði í miðbænum. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags merkt „Nord"____________________ Vantar einhverja reglusama stelpu, húsnæði í vetur gegn barnapössun á kvöldin. Er með eitt barn. Uppl. í sima 25171. Tvftug stúlka óskar eftir herbergi, helst á brekkunni, góðri umgengni og öruggum greiðslum heitið. Uppl. í síma 21124. 3ja herb. íbúð í Glerárhverfi til leigu. Uppl. í síma 25109 eftir kl. 18.00. Til leigu er þriggja herbergja íbúð í Glerárhverfi. Uppl. í síma 25109 eftir kl. 17.00. Yamha bassamagnari. Svo til nýr 50 watta Yamaha bassamagnari er til sölu á góðu verði ef samið er strax. Vandað hlífðarcover fylgir. Finnur Eydal sími 23142. 5 tonna plastbátur til sölu með 2 rafmagnsrúllum og Ifnuspili góður á línu og handfæri. Fiskveiði- sjóðslán fylgir bátnum. Uppl. í síma 26990. Borðstofu/eidhúsborð úr mass- ívri furu, kringlótt með aukaplötu, sem nýtt til sölu. Uppl. f sfma 21830. Til sölu: Brio barnakerra, 2. mán sem ný. Einnig Royal vagnkerra vel með farin. Upplýsingar í síma 25072 á kvöldin. Notað timbur, bárujárn og froðuplast til sölu. Einnig kross- viðsflekamót. Mjög hagstætt verð. Uppl. í síma 23100 (sfmstöð) Gestur á Björgum, á kvöldin. Bíla og húsmunamiðlunin Strandgötu 23 Sími 23912 aul- ýsir: Nýkomið í sölu kæliskápar fleiri gerðir, frystikistur, eldhús- borð, sófaborð, svefnstólar, svefn- bekkir, sófasett, snyrtiborð og m.fl. eigulegra muna. Til sölu 4 snjódekk 16 tommu á felgum á Willys eða Landrover. Einnig nokkur 13 og 14 tommu dekk á felgum. Tilvalið á Skoda. Uppl. í síma 26347. Blómafræflar Honeybee Poilen „Hin fullkomna fæða“. Sölustaðir Bfla og húsmunamiðlunin Strand- götu 23 sími 23912 frá kl. 9-18 og Skólastíg 1 frá kl. 18-22. Til sölu borðstofuborð, 4 stólar og skenkur. Uppl. í síma 21079. Lítili fsskápur til sölu. Uppl. í síma 24626 á kvöldin. Volvo - Bens. Til sölu notaðir varahlutir í Volvo N88. T.d vél, drif, gírkassi, fjarðir, felgur, vatns- kassi og margt fleira. í Bens 1418 vél, drif, gírkassi, felgur, fjarðir og margtfleira. Einnig ertil sölu pallur og sturtur á sex hjóla bfl. Dráttar- stóll 30 tonna. Sturtudælur, raf- geymar, notuð dekk og margt fleira. Uppl. f síma 96-21250 og 96-22350. Óska eftir að kaupa barnavagn. Uppl. í síma 22582. Kerra óskast. Ódýr og góð kerra óskast. Uppl. í síma 25368. Óska eftir að kaupa - eða taka á leigu litla harmonikku (fyrir 10-12 ára). Hringið í síma 96-21551 eftir kl. 19. 10 - DA&öFN T0:'sSeþt#lTiB#f W85f•,, Tilboð óskast í B M W 323 -1, árgerð 1980 Bifreiðin sem er sjálfskipt með vökvastýri og skemmd eftirveltu, ertil sýnis hjá Brunabóta- félagi íslands, Glerárgötu 24. Tilboð leggist inn fyrir föstu- dagskvöld 23. september, og verða opnuð mánud. 20. sept. kl. 11. Brunabótafélag íslands. Bændur, bændur Höfum til sölu nokkrar ódýrar kartöfluupptökuvél- ar, af minni gerð. Driftengdar kasthjólavélar. Kaupfélag Svalbarðseyrar. Skólastjórar á Norðurlandi Þeir sem áhuga hafa á að fá danskennslu í vetur hafið samband sem fyrst. Dansskóli Sigvalda sími 96-24550 Félagasamtök erum farin að taka niður pantanir fyrir matar og kaffifundi. Pantið tímanlega. Upplýsingar í síma 22970. W Geislagötu 14, gengið inn að norðan (aðaldyr).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.