Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 19.09.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI ÍMMJÍE 66. árgangur Akureyri, mánudagur 19. september 1983 104. tölublað „Fáránlegur skólatími — Yngstu börnin á ferðinni í svartasta vetrarmyrkrinu fifi Skípulag skólamála í bænum virðist vera í nokkrum ólestri a.m.k. ef marka má viðbrögð foreldra og forráðamanna skólabarna í upphafi skólaárs. Dagur hefur þegar greint frá óánægju foreldra í Síðuhverfi vegna seinagangsins með Síðu- skóla og „hreppaflutninga" barna þeirra en nú síðast hefur orðið vart óánægju foreldra af Eyrinni sem börn eiga í Odd- eyrarskóla. Þessi óánægja beinist einkum að hinum „fáránlega skólatíma" sem börnunum sem nú byrja í forskóla er ætlaður. Börn á for- skólaaldri í Oddeyrarskóla eru um 70 talsins og er þeim skipt niður í þrjá hópa. Einn byrjar um kl. 9 árdegis, annar eftir hádegi og sá þriðji ekki fyrr en um og eftir 15 á daginn. Þetta þýðir í raun að börnin sem eru fimm og sex ára þurfa stundum að fara í skólann klukkan hálf fjögur á daginn og þá lýkur skóladeginum ekki fyrr en klukkan sex. I vetur þurfa því sum minnstu barnanna sem eru að byrja í skólanum að fara í skólann í hálfrökkri og aftur heim í svartasta vetrar- myrkri. Er engum öðrum en þeim yngstu boðið upp á slíkt hlutskipti. Óánægja foreldranna á Eyrinni beinist einkum að skólatímanum en börnum þeirra hefur verið út- hlutað „hinum vafasama" skóla- tíma. Þykir foreldrunum það hart að börn þeirra skuli vera horn- rekur í eigin skóla en að börnin úr Síðuhverfi sem keyrð eru á skóla- bílum í skólann skuli ganga fyrir og vera í skólanum á hættu- minnsta tímanum. Iþróttir eru í opnu Ms.2 Heim- sókn Þessi myndariega lúða sem Jón V. Ólason verkstjóri hjá Fiskhúsi KEA á Akureyri stendur við kom í trollið hjá togaranum Björgvin frá Dalvík fyrir helgina. Lúðan reyndist vera 2,30 metrar á lengd, 1,10 metrar á breidd. Þess má geta að hausinn einn var 23 kg á þyngd, en alls var „flykkið" um 150 kg á þyngd. Ljósmynd: KGA. Hvernig á að reka leiktæki á Akureyri? - Þeirri spurningu verður svarað í bæjarstjórn á morgun „Bæjarráð leggur til við bæjar- stjórn, að rekstur leiktækja skuli einungis vera í höndum þeirra er fara með æskulýðs- mál á vegum bæjarins. Gjald- töku skal stillt í hóf, og hugs- anlegur hagnaður komi ung- lingunum sjálfum til góða við uppbyggingu félagsstarfs." Þannig hljóðar orðrétt tillaga sú sem bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt varðandi rekstur leik- tækjasala og Dagur sagði frá í síðustu viku. Tillagan var borin fram af Valgerði Bjarnadóttur og Helga Guðmundssyni og auk þeirra fékk hún stuðning Sigurð- ar Óla Brynjólfssonar. Jón G. Sólnes greiddi atkvæði gegn til- lögunni, en Margrét Kristinsdótt- ir sat hjá. Jórunn Sæmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarráði, lét bóka, að hún væri andvíg tillögunni. En samþykkt bæjarráðs er ekki éndanleg, því bæjarstjórn á eftir að fjalla um málið. Þar verður það tekið fyrir á fundi sem hefst í bæjarstjórnarsalnum kl. 4 á morgun. 104 atvinnulausír í ágúst Eitt hundrað og fjórir voru skráðir atvinnulausir þann 31. ágúst síðastliðinn, 59 konur og 45 karlar. Skráðir voru 1775 heilir atvinnuleysisdagar, sem svarar til þess að 77 manns hafi verið dtvinnulausir allan mánuðinn. Það eru helst verkamenn sem eru án atvinnu, samkvæmt upplýsing- um Vinnumiðlunarskrifstofunn- ar, en eitthvað hefur þó glæðst það sem af er septembermánuði. ðs nafni bls. 2 náðu nt í sög nls. 8 íí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.