Dagur


Dagur - 21.09.1983, Qupperneq 1

Dagur - 21.09.1983, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 21. september 1983 ,,Skrípaleikur“ eða „gróðahyggja“ — Enn er fjallað um leiktæki í bæjarstjórn Akureyrar Tillögu meirihluta bæjarráðs, um að leyfa eingöngu þeim sem fara með æskulýðsmál á vegum bæjarins að reka leik- tækjasali á Akureyri, var vísað aftur heim til föðurhúsanna á fundi bæjarstjórnar í gær. Jafnframt var bæjarráði uppá- lagt að fullvinna þær reglur sem að undanförnu hafa verið í smíðum. Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Guðmundsson og Sigurður Óli Brynjólfsson stóðu að samþykkt tillögunnar í bæjarráði, en Sig- urður Jóhannesson, Gunnar Ragnars og Jórunn Sæmunds- dóttir voru flutningsmenn að frávísunartillögunni í bæjar- stjórn. Taldi Gunnar tillögu meirihluta bæjarráðs „skrípa- leik“ miðað við forsögu málsins, þar sem starfsreglur fyrir leik- tækjasali hefðu verið nær full- mótaðar. Sagði hann réttast að ljúka þeirri reglugerð, en það þyrfti líka að tryggja að eftir þeim yrði farið. Pað taldi Gunnar best gert með góðri löggæslu og svipt- Hátt í fimm þúsund laxaseiði drápust í eldistöð Veiðifélags Ólafsfjarðar í gær þegar vinnuvél tók í sundur kalda- vatnslögn til stöðvarinnar. f stöðinni voru um 30.000 seiði, sem verið hafa í eldi síðan í júní og fyrirhugað er að sleppa í sjó í vor. ingu starfsleyfis strax við fyrsta brot. Sigurður Jóhannesson tók í sama streng og gat hann þess jafnframt, að æskulýðsráð hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að sinna þessu verkefni. - Ásókn manna í að setja upp leiktækjasali byggist ekki á áhuga fyrir velferð unglinganna, heldur af gróðahyggjusjónarmiðum ein- um saman, sagði Sigríður Stef- ánsdóttir m.a. við umræðurnar í bæjarstjórn. Hún sagði einnig, að bjartsýnn, en vegna þess hvað erindi mitt er búið að vera lengi að velkjast í kerfinu, er ég hæfilega bjartsýnn á að mér verði leyft að byggja þessa gróðrarstöð, þannig að hún verði rekstrarhæf,“ sagði Pét- ur Valdimarsson, verkfræðing- ur, í samtali við Dag. Pétur hefur endurnýjað um- sókn til bygginganefndar Akur- eyrar um að fá að byggja 3000 fermetra gróðrarstöð á svæðinu milli Skógarlundar og Háalund- ar. „Ég sótti upphaflega um þetta árið 1978, en áður hafði ég hreyft með því að setja starfsemi sem þessa eingöngu í hendur þeirra sem fari með æskulýðsmál á veg- um bæjarins, væri dregið úr nei- kvæðustu áhrifunum. Pað yrði því Akureyrarbæ til sóma að verða fyrsti kaupstaðurinn til að banna frjálsan rekstur leiktækja- sala fyrir unglinga. Nafnakall var haft þegar frá- vísunartillaga Sigurðar Jóhannes- sonar og félaga var afgreidd. hana samþykktu auk Sigurðar; þessari hugmynd munnlega við bæjaryfirvöld," sagði Pétur. „Alla tíð síðan hefur umsókn mín verið að velkjast í kerfinu án þess að fá afgreiðslu. í fyrstunni ætlaði ég að byggja sýningar- skála, auk gróðurhúsanna, sem átti fyrst og fremst að vera eins konar blómahöll. Því miður er útlit fyrir að sú höll verði ekki byggð, þar sem hugmyndinni hef- ur verið tekið illa hjá skipulags- nefnd. Hún vildi háfa sýningar- svæði í hluta gróðurhúsanna, en ég vil ekki fórna þeim undir sýn- ingar, auk þess sem það samrým- ist ekki fegurðarsmekk mínum. Ég hef hugsað mér að rækta nytjaplöntur og blóm á heima- Gunnar Ragnars, Eiríkur Sveins- son, Margrét Kristinsdóttir, Jór- unn Sæmundsdóttir, Sigurður Hannesson, og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir. Nei sögðu Valgerður Bjarnadóttir, Sigfríður Þorsteins- dóttir og Sigríður Stefánsdóttir. Sigurður Óli Brynjólfsson sat hjá. Allir voru bæjarfulltrúarnir síðan sammála því úr því sem komið var, að ljúka gerð starfs- reglna fyrir leiktækjastofur á Ak- ureyri. markað, en það eru fleiri mögu- leikar. Lóðinni hallar til vesturs, en gróðurhúsin þurfa helst að vera í sömu hæð. Þar með mynd- ast kjallari undir um 1600 fer- metrum. í þeim kjallara má rækta dýran fisk, lax eða ál, eða þá sveppi. Sveppirnir eru að mörgu leyti heppilegri. Verði sú leið fyrir valinu gætu 10-15 manns fengið vinnu við stöðina. Ef umsókn mín fær jákvæða afgreiðslu núna, þá er næsti leik- ur að leita eftir orku og síðan fjármagni til að byggja stöðina, því þetta er geysilega fjárfrek framkvæmd,“ sagði Pétur Valdi- marsson. Sameinast veitustofnanir Akureyrarbæjar? Samræming æskileg — segja stjórnarformenn rafveitu og hitaveitu „Er alltaf bjartsýnn" — segir Pétur Valdimarsson, sem vill byggja 3000 fermetra gróðurhús á Akureyri Helga M. Bergs bæjarstjóra, og veitustjórum Akureyrar- bæjar, hefur verið falið að sameina veitustofnanir bæjar- ins. Er þá fyrst og fremst horft til hitaveitu og rafveitu, en vatnsveitan kemur hugsanlega einnig inn í þessa mynd. „Að mínu mati hefur það legið fyrir lengi, að samvinna þessara fyrirtækja á breiðum grundvelli er skynsamleg og æskileg," sagði Hákon Hákonarson, formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar, í samtali við Dag. í framhaldi af því var hann spurður hvort ekki væri eðlilegast að öll orkusala væri á vegum einnar og sömu stofnunarinnar. „Ég vil ekki neita því að það gæti orðið niðurstaðan úr vænt- anlegum viðræðum. Hins vegar er allt of snemmt að spá um það svona í byrjun. Þetta er stórt mál og menn verða að skoða það vel, en það getur vel verið að sú skoð- un leiði í ljós, að talið verði eðli- legt að sameina þessi fyrirtæki,“ svaraði Hákon Hákonarson. „Að mínu mati er skynsamlegt að stjórnir hitaveitu- vatnsveitu- og rafveitu sameinist í eina veitu- stjórn,“ svaraði Sigurður Jóhann- esson, formaður stjórnar Raf- veitu Akureyrar, sömu spurn- ingu. „Mín skoðun er sú,“ sagði Sig- urður, „hvernig svo sem þessi mál þróast í langri framtíð, að þetta sé fyrsta skrefið. Þannig yrði hægt að ná samræmingu á orkusölu í bænum, t.d. á gjald- töxtum. Hinu geta menn svo velt fyrir sér seinna, hvort rétt sé að sameina framkvæmdastjórnirnar. Hvert þessara fyrirtækja þarf sinn fagmann á toppnum, hvort sem hann heitir hitaveitustjóri, raf- veitustjóri eða deildarstjóri. Það er minna mál sem má skoða seinna. Rafveita og hitaveita gætu þróast saman rekstrarlega séð, en ég get ekki séð að þær veitur eigi mikið sameiginlegt með vatnsveitu, t.d. gagnvart samnýtingu á starfsliði. Hjá þess- um veitum starfar fagfólk, sem ég sé ekki hag í að pressa sarnan," sagði Sigurður Jóhannesson í lok samtalsins. Rannsóknarlögreglan á Ak- tireyri komst yfir sendingu í gær, sent innihélt hass. í framhaldi af því var gerð húsrannsókn, og þá fundust þrjár kanabisplöntur. Það var maður á þrítugsaldri scm stóð í þessari ræktunarstarfsemi, en rannsóknarlögreglan hcfur ekki haft af honum að segja áður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.