Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 3
„Ég get ekki tekið þessi j þegjandi“ - segir Ormarr Snæbjörnsson, kennari, en hann fékk ekki endurveitta kennarastöðu við Þelamerkurskóla „Ég hef verið gerður atvinnu- laus og sviptur launum, en í minn stað hefur verið ráðinn réttindalaus kennari,“ sagði Ormarr Snæbjömsson, fyrrver- andi kennari í Þelamerkur- skóla, í samtali við Dag. Eins og lesendum er eflaust í minni, þá voru væringar á meðal starfsmanna Þelamerkurskóla á sl. vetri. Opinberlega urðu lyktir þess máls þær, að Sturla Krist- jánsson, skólastjóri og Kjartan Heiðberg, kennari fóru frá skól- anum fyrir atbeina ráðherra og nýir menn voru fengnir í þeirra stað. Var þar með talið að friður ætti að vera kominn á í skól- anum. En það virðist ekki vera, því nú hefur menntamálaráð- herra, frú Ragnhildur Helgadótt- ir ákveðið að veita Ormari Snæ- björnssyni ekki endursetningu í kennarastöðu við skólann. En hvers vegna? „Ég sótti um endursetningu í kennarastöðu í vor, en ég hef verið kennari við skólann undan- farin þrjú ár,“ sagði Ormarr. „Skólanefnd og Ingólfur Ár- mannsson, þáverandi fræðslu- stjóri mæltu með því að ég yrði endursettur. Þáverandi mennta- málaráðherra, Ingvar Gíslason, var sama sinnis ög hann var bú- inn að setja mig í kennarastöðu við skólann áður en hann lét af embætti. Með þá vitneskju fór ég í sumarleyfi til útlanda, en við heimkomuna hafði ég af því spurnir að núverandi mennta- málaráðherra hefði svipt mig starfi og launum. Ég hef ekki fengið ástæður fyrir þeirri ákvörðun beint frá ráðherra, en mér er sagt í ráðuneytinu að ástæðan sé sú, að ég keypti á sín- um tíma tvær flöskur af freyði- víni fyrir fyrrverandi nemendur skólans." Mikið bruggað „Það er að vísu alveg rétt, ég gerði þetta fyrir tvær stúlkur, sem verið höfðu nemendur mínir. En þetta mál var löngu útkljáð. Því lauk með áminningu í bréfi frá menntamálaráðherra. Síðan hef ég kennt við skólann í eitt ár. Ég viðurkenndi mína sekt og málið var rætt á skólanefndarfundi. Á sama fundi var rætt um bruggun og eimingu, sem vitað var að átt hafði sér stað í stórum stíl í skólahúsinu og íbúðum kennara. En þau mál voru ekki rannsökuð frekar og þeir sem þar áttu hlut að máli kenna við skólann enn. Núna er búið að ráða í allar kennarastöður, þannig að ég stend uppi atvinnulaus. Ég get ekki tekið þessu þegjandi, ekki síst vegna þess að réttindalaus kennari er ráðinn í minn stað. Þess vegna hyggur Kennarasam- band Islands nú á, fyrir mína hönd að höfða mál gegn Ragn- hildi Helgadóttur, menntamála- ráðherra," sagði Ormarr Snæ- björnsson í lok samtalsins. „Mín ákvörðun og ætlun var sú, að Ormarr yrði endursettur kennari við skólann. Síðan hef ég komist að því eins og hver annar, að þessari ákvörðun hefur verið breytt eftir að ég hætti í þessu embætti," sagði Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamáiaráð- herra, aðspurður um þetta mál í samtali við Dag. Blaðið hafði samband við Sigurð Helgason deildarstjóra grunn- skóladeildar menntamálaráðu- neytisins. Hann vildi ekki tjá sig um málið, en vísaði á ráðherra. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og í dag tókst ekki að ná sambandi við Ragnhildi Helga- dóttur. Síðasta bindi Heimsstyrjald- arsögunnar komið út Bókaklúbbur Almenna bókafé- lagsins hefur sent frá sér 15. og síðasta bindi Heimsstyrjaldarsögu sinnar. Nefnist það Sigur í Evrópu og fjallar eins og nafnið bendir til um síðustu stríðsátökin í Evrópu sem oft voru ótrúlega harðvítug og grimm, dauðateygj- ur þýska hersins, dauða Hitlers og Göbbels og uppgjöf Þjóð- verja. Höfundur bókarinnar er Gerald Simons, einn af ritstjórum Time- Life-bóka og ráðunautar hans, tveir sagnfræðingar sem báðir hafa komið við sögu áður við samningu þessarar ritraðar um heimsstyrjöldina. Þýðandi Sigurs í Evrópu er Björn Jónsson. Þessi ritröð Bókaklúbbs Al- menna bókafélagsins um síðari heimsstyrjöld er nú alls orðin 15 bindi og kom fyrsta bindið, Að- dragandi styrjaldar, út hér árið 1979. Ritstjóri alls verksins hefur verið Örnólfur Thorlacius, rektor. Frumútgáfa ritsafnsins var gef- in út í Bandaríkjunum á vegum Time-Life útgáfunnar. Gerð bókanna fór fram eftir þraut- reyndri formúlu Time-Life útgáf- unnar: Sérfróður höfundur samdi samfelldan texta í samráði við ýmsa aðra sérfræðinga í efninu og starfsfólk útgáfunnar víðs veg- ar um heim dró svo að myndir, vann kort og skýringarteikningar og samdi myndatexta og stuttar frásagnir tengdar myndunum. ís- lenska útgáfan var gefin út í sam- prentun með fjölda Evrópuþjóða - textinn þýddur, settur og brot- inn í síður hér á landi, en bæk- urnar að öðru leyti unnar suður á Spáni. Hér á landi hafa auk Örnólfs Thorlaciusar og starfsliðs Al- menna bókafélagsins starfað að útgáfu þessa mikla sagnfræði- verks sem þýðendur þessir menn: Björn Bjarnason, Björn Jónsson, Jóhann S. Hannesson, Jón O. Edwald, Jón Guðnason, Jónína Margrét Guðnadóttir og Sigurð- ur Jóhannsson. Það er ekki búið að setja stein í götu okkar, þ.e flísaleggja en öllum er fært að koma, þér líka. Tækifæri til kjarakaupa. Bjóðum takmarkað magn af Gefjunar dralon sængum og koddum á góðu verði. Okkar verð. Leyft verð. Sængur st. 140 x 200cm 995 Koddar st. 50 x 70 cm 295 1155 345 Nýtt í Herradeild. Háskólabolir barna og fullorðinna. Bolir með áprentuðum myndum af stórstjörnum. Barnapeysur, mikið úrval. Stretch buxur. Þýskar stretch karlmannabuxur fyrirliggjandi einnig flauel. Nýjar íslenskar stretch buxur frá jas Sir karlmannaföt fyrirliggjandi í öllum stærðum. Fréttir frá Skódeild. Ný sending af Lök á kr. 256, sængurverasett: Lak, sæng og koddi á kr. 826. Ný sending gardínuefni alls konar. t.d. stórisar 150 cm breiðir á kr. 150 pr. m. Þykk gardínuefni 120 cm breið á kr. 117. Eldhúskappar 2 breiddir. V efnaðarvörudeild. kuldaskóm, Labrador kuldaskórnir, vinsælu komnir. Ný sending af karlmannaskóm, mjög fallegt úrval. Salora sjónvörp á mjög hagstæðu verði Æfingaskor í öllum stærðum. Leikfimiskórnir voru að koma. Frá Teppadeild. Baðmottusett, dreglar og afpössuð teppi, allar stærðir. Berber teppi í úrvali. Gott verð og greiðsluskilmálar. Teppadeild. Singer saumavélar mjög fjölhæfar. Gjafavörur í miklu úrvali. Komið og sjáið og sannfærist. Jám og glervörudeild. Allt það heitasta í hljómdeildinni Glóðvolgar innlendar og erl. hljómplötur. Hljómdeild. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SIMI (96)21400 Frystikistur fyrirliggjandi í flestum stærðum á mjög hagstæðu verði. Fyrir sláturtíðina. Saltkjöts- og sláturílátin Sóló stálhúsgögn í eldhúsið fyrirliggjandi. Sterk ódýr íslensk. Greiðsluskilmálar. Hrísalundur 5 neðri hæi 21. september 1983 - DAGUR3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.