Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 120 A MANUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTjANSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐARKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Lærum af reynslunni Sú óvissa sem ríkir nú í atvinnu- og afkomumálum þjóðarinnar hefur leitt það af sér að miklar umræður fara nú fram um allt þjóðfélagið hvernig skuli snú- ast gegn þeim vanda sem við blasir í þessum efnum. Ótrúlega margir virðast trúa því að orku- frekur iðnaður sé einasta bjargráð okkar þrátt fyrir þá reynslu sem fengist hefur af slíkri framleiðslu hér á landi og þrátt fyrir þá mörgu atvinnuskapandi möguleika sem við blasa svo að segja hvert sem lit- ið er. Óþarft ætti að vera að ræða um álverksmiðjuna í Straumsvík eins fyrirferðarmikil og hún er í umræð- unni þessa dagana að öðru leyti en þvi að mjög miklar líkur eru fyrir því að við höfum möguleika á að ná viðunanlegum samningum um orkuverð við Svisslendingana að óbreyttum ytri aðstæðum. En þá er það Grundartangaverksmiðjan. Sagt er að hún sé mjög fullkomin tæknilega, jafnvel sú full- komnasta sinnar tegundar í dag. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að taprekstur verksmiðjunnar á yfir- standandi ári muni verða um 40 milljónir norskra króna eða um 150 milljónir íslenskra króna. Þrátt fyrir að það eru aðeins 7.2 mills sem hún greiðir fyrir orkuna. Nú er sagt að Japanir hafi áhuga fyrir að kaupa hlut í þessari verksmiðju, en þeir setja það skilyrði fyrir kaupunum að þeir fái tryggingu fyrir því að verðið á orkunni til verksmiðjunnar verði ekki hækkað. Grundvöllur undir þátttöku þeirra í orku- frekum iðnaði hér á landi virðist því byggjast á því að þeir fái aðgang að orku hér langt undir kostnaðar- verði. Því í þessu tilfelli er ekki hægt að skjóta sér á bak við það að þessi verksmiðja sé svo illa tækni- lega uppbyggð að af þeirri ástæðu geti hún ekki staðið undir viðunanlegu orkuverði eins og jafnan er borið við með álverksmiðjuna í Straumsvík. Væri ekki hyggilegt mitt í þeirri umræðu sem nú fer fram um framleiðslustefnu að dusta rykið af al- þingistíðindum og dagblöðum frá þeim tíma sem umræðan og ákvörðunartakan fór fram um málm- blendiverksmiðjuna á Grundartanga og bera það saman við hver reynslan hefur orðið um rekstur og afkomu þessa fyrirtækis? Ef ég man rétt er afkoman talsvert önnur en spáð var af talsmönnum þessarar verksmiðju og ráðgjöf- um þeirra. Það er nauðsynlegt að rifja þetta upp nú og krefja þá sérfræðinga er voru ráðgjafar um bygg- ingu hennar um skýringar á þeim áætlunum og spádómum er þeir gerðu og ákvörðunin var byggð á. Heyrst hefur eftir einum þeirra að allar áætlanir hafi staðist nema tekjuhliðin. Ég læt öðrum eftir að draga ályktanir um hæfni þeirra manna, að gera áætlanir sem líklegt er að byggja megi á, er hafa slík tilsvör á reiðum höndum, eftir slíka reynslu af ráðgjöf þeirra er þjóðin stendur nú frammi fyrir. Gamalt máltæki segir: „Brennt barn forðast eldinn." Við skulum vona að þjóðin tileinki sér þetta máltæki í samræmi við þá reynslu er við höfum fengið af orkufrekum iðnaði að minnsta kosti að við lærum af reynslunni. Því þjóðin þarf annars frekar með en að standa undir stórfelldu tapi vegna þátt- töku í rekstri orkufreks iðnaðar eða að selja orku til hans langt undir kostnaðarverði. S.V. Ráðstefna um sameiningu sveitarfélaga: Aðeins 24% voru hlynntir sameiningu „Telja má það samdóma álit allra sveitarstjómarmanna á fundunum að auka þurfí sam- starf sveitarfélaganna“, segir í fréttatilkynningu frá Fjórð- ungssambandi Norðlendinga, en Fjórðungssambandið hélt fundi með sveitarstjórnar- mönnum á Norðurlandi um samstarf og sámeiningu sveit- arfélaga að beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þau sjónarmið komu víða fram að náið samstarf væri forsenda sameiningar og almennt var talið fráleitt að lögbjóða sam- einingu.“ Á fundina voru boðaðir 310 sveitarstjórnarmenn til 14 funda, af 343 sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi, en sveitarstjórn- armenn frá Siglufirði, Grímsey, Ólafsfirði og Fjallahreppi voru ekki boðaðir til fundanna vegna þess að þessi sveitarfélög koma ekki til álita um sameiningu við önnur sveitarfélög landfræðilega séð. Þá var ekki talið rétt á þessu stigi að bæjarstjórn Akureyrar ætti fulltrúa á fundunum. „Þessir fundir sýndu að sveit- arstjórnarmönnum á Norður- landi almennt séð er að verða ljóst að endurskoða þurfi núver- andi skipulag sveitarstjórnar- mála, án þess að telja sameiningu þeirra einu haldgóðu leiðina", segir í frétt Fjórðungssambands- ins. „Telja má að 47 fundarmenn eða tæp 24% þeirra sem sóttu fundina væru alfarið hlynntir sameiningu. Óhætt er að fullyrða að hugmyndir formanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um greiðslur til minni sveitarfélaga til að auðvelda sameiningu fengu ekki byr . . segir síðan í frétt frá Fjórðungssambandi Norð- lendinga. Gamli Lundur seldur: „Ætla húsið helst fyrir listastarfsemi“ — segir kaupandinn Jón Gíslason Akureyrarbær hefur samþykkt að selja Jóni Gíslasyni húsið að Eiðsvallagötu 14, „Gamla Lund,“ en tilboð hans hljóðaði upp á 80 þúsund. Húsið er selt með þeim kvöðum sem á því hvfla, en það er friðlýst. „Eg fæ að ráða fyrirkomu- lagi hússins að innan, en um ytri breytingar þarf ég að hafa samráð við bæjaryfírvöld,“ sagði Jón Gíslason í samtali við Dag. „Það er nú helst til snemmt að segja til um hvað ég geri við húsið, þó er ég helst að hugsa um að koma þar upp sýningaraðstöðu og annarri listastarfsemi. Það var aðal- hvatinn að því að ég falaðist eftir húsinu.“ Jón sagði að húsið væri nær því að vera ónýtt, og líklega hefði verið léttara verk að byggja nýtt. „Ég þarf að lyfta því og steypa nýjan sökkul undir það,“ sagði Jón um næstu framkvæmdir. Gamli Lundur, sem Jón Gíslason hefur nú keypt. Mynd: KGA. 4 - DAGUR - 21. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.