Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 21.09.1983, Blaðsíða 6
 „Ég leyfí mér að vekja athygli á því, að vinsældir fram- haldsdeildanna eru sífellt að aukast, eins og aukin aðsókn sýnir og augu fólks eru að opnast fyrir þeirri staðreynd að innan G.A. eru ýmsar menntunarleiðir. Þarerm.a. rek- inn fullkominn verslunarskóli og fullgildur sjúkraliða- skóli, þó að þeir heiti ekki þeim nöfnum af skipu- lagsástæðum. Nafn skóla segir ekki alltaftil um eðli námsins sem þar fer fram. Skilningur er einnig að aukast á því að nú eru farnir að bjóðast fíeiri menntunarkostir en menntaskólanám með stúdentsprófí. Það er víðarguð en i Görðum.(í Petta hafði Sverrir Pálsson meðal annars að segja við nem- endur sína þegar hann setti Gagnfræðaskóla Akureyrar á fimmtudaginn var, en þar með var hafið fimmtugasta og fjórða starfsár skólans. Sverrir tekur nú við skólastjórn aftur eftir ársleyfi frá störfum. Heildarfjöldi nem- enda í skólanum í vetur verður um 800 og er það veruleg fjölgun frá fyrra ári. Mest er fjölgunin í framhaldsdeildunum, en þar hef- ur nemendum fjölgað um 50%. En gefum nú Sverri Pálssyni orð- ið aftur og fer setningarræða hans orðrétt hér á eftir: „Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin til þessarar athafnar, velkomin til starfs og leiks, vel- komin til vetrarlangrar glímu við þau skylduverk, sem bíða okkar allra á komandi skólaári og ætlað er að gera okkur stæltari og hæf- ari, auðugri og öflugri, glaðari og hamingjusamari en við værum án þeirrar áreynslu, þeirra átaka og þess ávinp.ings, sem glíman veitir okkur eða á að veita okkur, ef rétt er að henni staðið og af full- um drengskap. Með lækkandi sólargangi og kólnandi veðri haustdaganna, sem nú verða hver öðrum skemmri, þótt margir hafi þeir verið stilltir, bjartir og fagrir að undanförnu, þykir okkur gott að komast undir þak, inn í ylinn og skjólið, sem skólinn okkar veitir. Þar mun bíða okkar dagleg önn við nám, kennslu eða önnur við- fangsefni, og þar þarf okkur síst að leiðast lífið, ef við göngum að verki með réttu hugarfari, starfsfús, starfsöm og starfsglöð. Svo kemur að því, að sólin rís aftur úr vetrardjúpinu, „vorið góða, grænt og h!ýtt“, heilsar okkur aftur og endurleysir úr viðjum frosts og fanna, og við göngum fagnandi út undir bláan himin og breiðum faðminn móti sumri og sunnangolu. Prúð og frjálsleg í fasi fram nú allir i röð - til skólasetningar. kennaraliði skólans, þakkaði fráfarandi kennurum vel unnin störf og bauð nýja kennara vel- komna og sagðist vænta góðs af verkum þeirra. Að því búnu fjall- aði Sverrir um nemendafjölda á komandi vetri og sagði: „Um nemendafjölda á kom- andi vetri er hægt að fara nokkuð nærri, en ógerningur að nefna nákvæmar tölur, fyrr en nemend- ur hafa komið til viðtals og liðs- könnun hefir farið fram. Þær breytast örlítið á hverjum degi og jafnvel stundum nokkrum sinnum á dag. En eftir því sem næst verður komist, verða nem- endur í 7. bekk 125 í 5 deildum, í 8. bekk um 160 í 7 deildum og í 9. bekk um 145 í 6 deildum. í grunnskóla verða því alls um 430 nemendur. benda sérstaklega á þetta atriði. Þessi 360 manna hópur skiptist í stórum dráttum þannig, að á heilbrigðissviði eru um 80, á upp- eldissviði um 50, á viðskiptasviði um 195 og í fornámi um 35. Á fyrsta ári eru um 170, 2. ári um 125 og á 3. ári um 65. - Þá eru ótaldir 10 nemendur Hússtjómar- skólans, matvælabraut, sem sækja hér kennslustundir í ein- stökum áföngum. Heildarfjöldi nemenda er því um 800. Ég leyfi mér að vekja athygli á því, að vinsældir framhaldsdeild- anna eru sífellt að aukast, eins og aukning aðsóknar sýnir, og augu fólks eru að opnast fyrir þeirri staðreynd, að innan G.A. eru ýmsar menntunarleiðir. Þar er m.a. rekinn fullkominn verslun- arskóli og fullgildur sjúkraliða- örðum Skólasetningarræða Sverris Pálssonar, skólastjóra Gagnfræðaskóla Akureyrar Q „Heim í gamla hópinn minn(( Ég fagna því nú að vera kominn aftur „heim í gamla hópinn minn, heim á fornar slóðir“ eftir ár- langa fjarvist frá starfinu í G.A., þótt gott hafi verið að gista aðrar þjóðir um sinn. Mér hefir líka þótt vænt um að finna, að skólinn hefir verið í góðum og traustum höndum ágætra forystumanna og trausts kennaraliðs. Ég þakka öllum starfsmönnum hans dyggi- Iega varðstöðu um stofnunina, en sérstaklega þeim Bernharði Har- aldssyni, sem var skólastjóri til maíloka, Magnúsi Aðalbjörns- syni, sem var yfirkennari grunn- skóladeilda sl. vetur, en skóla- stjóri frá 1. júní til ágústloka, og Baldvini Bjarnasyni, sem hefir verið aðstoðarskólastjóri allan tímann, ótrauða og gifturíka for- ystu í sókn og vörn og marga nyt- sama og þarfa nýjung. í þessari forystusveit hafa einnig verið brautarstjórarnir Margrét Péturs- dóttir og Ólafur Búi Gunnlaugs- son og hafa ekki látið sinn hlut eftir liggja. Ég vil geta þess sérstaklega til marks um ágæti starfanna, sem þetta fólk hefir leyst af hendi, að niðurröðun kennslu og stunda- skrárgerð framhaldsdeilda var lokið snemma sumars og stunda- skrárgerð í heild lauk skömmu eftir mitt sumar. Hér var rösk- Iega og vasklega að verki staðið. Einnig reyndi mjög á hugkvæmni og baráttuþrek við útvegun hús- gagna og húsnæðis vegna skyndi- legrar og stórfelldrar fjölgunar umsókna um nám f framhalds- deildum, og fram úr þeim vanda var einnig ráðið með bestu lausn- um, sem völ var á. Allt þetta er í senn adáunarvert og þakkarvert. Mér þótti í haust sem ég kæmi hér að dúkuðu borði og rjúkandi réttum og veislan gæti hafist. Og nú er hún að hefjast. 9 Samvinna og sambúð báðum til gagns og sóma Eins og jafnan áður verða nú nokkrar breytingar á kennaraliði. Fyrst skal nefna, að Bernharð Haraldsson sem gegndi starfi skólastjóra meginhluta síðasta skólaárs, hefir nú verið settur fyrsti skólameistari Verkmennta- skólans á Akureyri og hefir því fengið ársleyfi frá kennarastarfi við G.A. Bernharð Haraldsson gerðist stundakennari við G.A haustið 1960 og var fastakennari 1961/1962, en gerði svo hlé á kennslu hér nokkur ár, meðan hann lauk háskólanámi. Haustið 1967 kom hann svo aftur og hefir verið hér fastakennari upp frá því. Hann varð deildarstjóri upp- eldissviðs 1980, yfirkennari fram- haldsdeilda 1981 og gegndi svo skólastjórastarfi í fjarveru minni frá hausti 1982 til maíloka 1983, eins og áður sagði. Hann hefir alltaf verið í hópi traustustu og ötulustu starfsmanna skólans sakir mannkosta og menntunar, eins og ferill hans sýnir. Skól- anum er því mikil missa að brott- hvarfi hans, en sú er bótin, að hann hefir ekki farið langt, því að ekki er annað fyrirsjáanlegt en Verkmenntaskólinn nýi, sem reyndar er ekki enn fullborinn í heiminn, verði að starfa í húsa- kynnum G.A. að nokkru leyti Sverrir Pálsson, skólastjóri, flytur setningarræðuna. fyrst um sinn. Um leið og ég þakka Bernharði Haraldssyni ágæt, ómæld og ómetanleg störf í þágu G.A. og vináttu allt frá þeim dögum, þegar hann var hér nemandi, óska ég honum af al- hug allra heilla í nýju starfi við nýja stofnun og vona jafnframt, að samband verði gott og greitt milli skólanna og samvinna og sambúð til gagns og sóma.“ 0 íframhalds- deildum er nemendafjölgun gífurleg Síðan ræddi Sverrir um aðrar breytingar sem orðið hafa á í framhaldsdeildum er nem- endafjölgun gífurleg frá síðasta skólaári, svo að athygli hlýtur að vekja. Lætur nærri að hún sé um 50%. í fyrra voru nemendur inn- ritaðir á haustönn um 240, en nú um 360, og hefir slík skyndifjölg- un vitanlega kallað á útvegun viðbótarhúsnæðis, - húsgagna og - kennara, sem allt hefir verið leyst farsællega. Bæjaryfirvöld hafa líka auðveldað þá lausn með góð- um stuðningi sínum, viðbótar- framlagi og lipurð, t.a.m. með því að leigja skólanum meira húsnæði í nýju íþróttahöllinni, svo að engum nemanda, sem sótt hefir um skólavist í G.A., hefir þurft að vísa frá. Ég leyfi mér að skóli, þó að þeir heiti ekki þeim nöfnum af skipulagsástæðum. Nafn skóla segir ekki alltaf til um eðli námsins, sem þar fer fram. Skilningur er einnig að aukast á því, að nú eru farnir að bjóðast fleiri menntunarkostir en menntaskólanám með stúdents- prófi. Það er víðar guð en í Görðum. Ýmsum nemendum fellur betur að stunda annars konar nám, og aðrar brautir kunna að hæfa betur áhugasviði þeirra. Ég hygg, að nú sé af sú tíð, að fólkið í landinu sé flokkað í fínt fólk annars vegar og allt að því óhreinar stéttir hins vegar eftir því hvaða skóla börn þess sækja, sumar fjölskyldur fái á sig einhvern gæðastimpil, ef börnin á heimilinu sækja ákveðna teg- und skóla, en aðrar fari í lágan virðinga- og gæðaflokk, ef börnin stunda annars konar nám eða sækja aðra skóla, sem þó kunna að bjóða upp á jafnvel enn hag- nýtara nám. Það vekur því furðu og minnir á hastarlega tíma- skekkju að sjá tæpt á þessum úr- eltu og annarlegu sjónarmiðum í virðingarverðu blaði nú fyrir fáum dögum, og síst er það í þágu námsmanna neins skóla. Það er á sama hátt furðuiegt að sjá því haldið fram í sama blaði af ábyrgum manni, ef rétt er eftir honum haft, að stúdentspróf veiti starfsréttindi, en óvíst sé um starfsréttindi af styttri náms- brautum, þar sem allir mega vita, sém vilja vita, að hér er stað- reyndum snúið við. Þar er líka fækkun umsækjenda um ákveðna námsbraut kölluð fjölgun eða aukin aðsókn og látin vera sönn- un vinsælda þessarar námsbraut- ar, sem annars er alls góðs mak- leg og skal hér síst af öllu hallmælt. Er hér verið að hæða lesendur í stað þess að fræða? Hvers konar umgengni er þetta um rétt og rangt? Er hér vísvit- andi verið að blekkja og villa um fyrir nemendum, sem standa frammi fyrir vandasömu vali námsbrauta og framtíðarvið- fangsefna, sem gætu ráðið úrslit- um um gæfu þeirra og gengi? 0 Annað væri að bregðast sóma sínum í þetta sinn hefjum við vetrar- starf í skugga þeirrar staðreynd- ar, að nú starfa framhaldsdeildir skólans í síðasta sinn. Eftir þetta komandi skólaár leggst niður kennsla á framhaldsskólastigi á vegum skólans og flyst til hins nýja Verkmenntaskóla, sem og verksvið nokkurra annarra fram- haldsskóla á Akureyri. Frá haust- inu 1984 verður G.A. aftur hreinn grunnskóli. Hlutverki hans sem framhaldsskóla verður þá lokið, því hlutverki, sem hann hefir þá leitast við að gegna frá því haustið 1969 eða í 15 skólaár. En við skulum strengja þess heit að standa uppréttir með fullri reisn og sóma, meðan þess er kostur. Við skulum ekki láta merkið síga, heldur halda uppi Um 800 nemendur verða í Gagnfræðaskólanum í vetur. „Verði ykkur svo öllum að góðu þegar upp verður staðið í vor“. Þú minnist mín í bænum þínum Þórhallur minn, gæti Ingimar Eydal verið að segja þegar þessi mynd var tekin. KGA. góðu og vönduðu starfi, bæði námi og kennslu, allt til loka og ekki láta það um okkur spyrjast, að við slökum á þeim kröfum, sem við gerum til sjálfra okkar um vönduð vinnubrögð og góðan árangur. Annað væri að bregðast sóma sínum, fortíð sinni og ekki síst framtíð sinni. Ég hefi haft af því mikla gleði að heyra þess víða getið - og það óspurt-, að nemendur úr fram- haldsdeildum G.A. séu mikils metnir og eftirsóttir til margra starfa vegna góðrar og traustrar menntunar, sem þeir hafa hlotið hér. Einnig þykja þeir góðir nem- endur annarra skóla, sem við þeim taka. Þetta eru bestu með- mælin, sem skólastarfið hér getur fengið, - sem nokkur skóli getur fengið-, að nemendur hans skuli reynast vel og valda vel störfum sínum eða námi, þegar á hólminn er komið. Þetta ætti að verða örvun og hvatning til okkar að starfa vel, meðan dagur er, en um leið fyrirheit um árangur erfiðisins, að til einhvers sé barist. Þið, sem valið hafið námsbraut í þessum skóla, ættuð því ekki að óreyndu að kvíða því, að þið hafið valið rangt. Þótt að því komi, að hlutverki skólans á framhaldsskólastigi ljúki á næsta ári, má enginn skilja svo, að öll sund lokist þá nem- endum. Því fer fjarri. Starfið heldur áfram, námsleiðirnar halda áfram að vera til, aðeins í annarri stofnun, kunna meira að segja að liggja lengra en þessum skóla hefir verið leyft að leggja sínar brautir þrátt fyrir eindreg- inn vilja hans til þess. Vonandi heldur nemendum einnig áfram að vegna vel þar, enda verða þeir eflaust í góðra manna höndum. Einmitt þess vegna er síst af öllu ástæða til að leggja hendur í skaut og láta á nokkurn hátt hug- fallast. Og við megum ekki gleyma því, að grunnskóladeildirnar verða hér áfram, sams konar nemendur og verið hafa í skólan- um að meginstofni frá upphafi. Við þær er líka miklar skyldur að rækja, og ekki er ætlunin, að þær verði fyrir borð bornar. Þar skal líka vanda verkin báðum megin við kennaraborðið. Ef grunnur- inn er ekki lagður traustur og vandaður, riðar það til falls, sem á honum er reist. Hann má því ekki bila eða bresta. Að lokum heiti ég á ykkur öll að leggja ykkur fram við skóla- starfið á komandi skólaári, hvert sem hlutverk ykkar er, svo að til gagns og gæfu verði, heilla og hamingju, sæmdar og frama, hverjum og einum og öllum í senn. Ég sagði áðan, að hér kæmum við að dúkuðu veisluborði með rjúkandi réttum. Verið öll vel- komin til veislunnar, gerið ykkur gott af því, sem fram er borið, etið, drekkið og verið glöð. Verði ykkur svo öllum að góðu, þegar upp verður staðið í vor! Að svo mæltu segi ég Gagn- fræðaskóla Akureyrar settan í 54. sinn. 6 - DAGUR - 21. september 1983 21. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.