Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 8
UMFERÐARVIKAN A AKUREYRI „Alltof míkíd um að menn akí ölvaðiru - Ég held að það sé ekki hægt að gefa mönnum önnur ráð en þau að láta það alveg vera að keyra ef þeir hafa smakkaö áfengi. Það eru ekki til neinar reglur um það hve menn mega drekka mikið áður en þeir verða ólöglegir í umferðinni, sagði Ófeigur Baldursson, rannsóknarlögreglumaður þegar hann var spurður að því hvort eitthvað væri hæft í að mönnum væri óhætt að setjast undir stýri með tvo til þrjá „gráa“ innanborðs. Aliur ölvunarakstur - þ.e.a.s. mál allra þeirra sem teknir eru fyrir ölvun við akstur kemur til kasta rannsóknardeildar lögreglunnar. Rannsóknarlögreglan sendir þessi mál svo áfram til dómara og þar iýkur þeim með sátt eða dómi, allt eftir því hve brotið er alvarlegs eðlis eða hvort um ítrekað brot er að ræða. Til að - segir Ófeigur Baldursson, rannsóknarlögreglumaður dómsátt. Um ítrekuð brot og ég fjölda sem tíðkar Það að aka tala ekki um brot þar sem fólk undir áhrifum áfengis. hefur slasast eða jafnvel látist, _ Hvað með viðbúnað af hálfu gilda hins vegar aðrar reglur. Ef lögreglunnar? Er setið fyrir forvitnast nánar um ölvunarakstur hér í bænum og nágrenninu, báðum við Ófeig Baldursson að lýsa nánar hvernig þessi mál ganga fyrir sig þegar þau eru komin til kasta lögreglunnar. - Ölvunarmálin koma alltaf fyrst til kasta almennu lögreglunnar. Þeir taka mann grunaðan um ölvun við akstur og þeir sjá um að taka skýrslu af viðkomandi. í öllum tilfellum þá tökum við þessi mál að okkur og sjáum um að koma málinu áfram ásamt niðurstöðum blóðsýnisrannsóknar um áfengismagn í blóði. Ef um ítrekað brot er að ræða þá tökum við skýrslu af viðkomandi en annars sendum við málið beint áfram til dómara. - Hvað gerist þá? - Ef málin liggja nokkuð Ijóst fyrir og um fyrsta brot er að ræða, þá lýkur þeim yfirleitt með SAMVINNU TRYGGINGAR Skipagötu 18. Samvinnutrygginar g.t. Akureyri óska eftir til- boðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaróhöpp: Subaru 1600 4x 4 std....... árgerð 1982 Ford Fairmouth ............ árgerð 1979 Toyota M II ............... árgerð 1977 Renault R 4 árgerð 1977 Ford Comet ............... árgerð 1972 V.W. 1300 árgerð 1970 Grind, pallur af Volvo vörubíl árgerð 1968 Bifreiðarnar verða til sýnis í nyrstu skemmu S.Í.S verksmiðjanna við Glerá, gengið inn að sunnan- verðu, mánudaginn 26. sept. og þriðjudaginn 27. sept. milli kl. 12.30 og 14.00. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Skipagötu 18, fyrir 30. sept. eða á sýningarstað. Samvinnutryggingar g.t. Vátryggingadeild K.E.A. Skipagötu 18, Akureyri. Ferðanesti gegnt Akureyrarflugvelli auglýsir: 15% afsláttur á hamborgurum þessa helgi Einnig bjóðum við upp á: Djúpsteikta kjúklinga með frönskum,hrásalati og sósu. Grísakótelettur með ananas, frönskum, hrásalati og sósu. Bacon og egg. Nauta- og kjúklingasamlokur og einnig heitar og kaldar samlokur. SENDUM HEIM Opið til kl. 04.00 föstudag og laugardag. Ferðanesti gegnt Akureyrarflugvelli sími 23466. um ítrekuö brot er að ræða þá getur þeim ekki lokið með sátt og hið sama á við um ef brotið er mjög alvarlegt. - Hvar liggja mörkin varðandi áfengismagn í blóði? - Það er talað um efri og neðri mörk í þessu sambandi. Þau neðri eru miðuð við 0.50 promill magn af áfengi í blóði, upp í 1.20 promill en þau efri eru miðuð við 1.20 promill og hærra. Þær almennu reglur gilda að séu menn í lægri mörkunum og ef ekki er um ítrekað brot að ræða, þá er refsingin miðuð við þriggja mánaða ökuleyfissviftingu upp í eitt ár en varðandi efri mörkin þá er eins árs ökuleyfissvifting lágmark og ef brotið er þeim mun alvarlegra þá er hægt að svifta menn ökuleyfi ævilangt, þó að sú hefð hafi myndast að menn geti þá sótt um að fá ökuleyfi að nýju eftir ákveðinn árafjöída. - Hvað með sektir? - Lágmarkssekt vegna ölvunaraksturs er nú 3000 krónur en það verða geysilegar hækkanir á sektunum ef menn hafa vaidið árekstri eða slysum. Annars eru algengustu sektarupphæðirnar á bilinu 3000-10000 krónur. - Er mikið um ölvunarakstur hér? - Það er erfitt að svara þessu játandi eða neitandi. Fljótt á litið þá virðist þetta heldur vera að lagast t.d. ef við lítum á tölulegu hliðina. Árin 1978 og 1979 voru teknir um 160 manns sem óku ölvaðir en í fyrra voru 129 teknir ölvaðir og 133 árið þar á undan. Það er hins vegar öruggt að það næst aðeins í lítið brot af þeim mönnum reglulega eða er það tilviljun að upp komist um ölvunarakstur? - Flestir þeir sem teknir eru grunaðir um ölvun við akstur eru teknir að kvöldlagi eða næturlagi og þá oftast um helgar. Mér vitanlega hefur lögreglan ekki setið fyrir mönnum og það er alrangt sem heyrst hefur að lögreglan bíði fyrir utan skemmtistaðina eftir því að ölvaðir menn setjist upp í bíla sína og aki af stað. Það er alrangt enda er það hlutverk lögreglunnar að koma í veg fyrir lögbrotin og ég get t.d. nefnt í þessu sambandi að það er ekki óalgengt að lögreglan sjái um að aka bílum heim fyrir fólk sem einhverra hluta vegna hefur verið á bíl en fengið sér í glas. Lögreglan hefur auðvitað ekki boimagn til þess að standa í neinum stórflutningum en ég persónulega tel þeim tíma sem í þetta fer vel varið og ég veit að lögreglumennirnir reyna að sinna þessum beiðnum eftir bestu getu. - Hvaða önnur afskipti hefur rannsóknarlögreglan af málum sem tengjast umferðinni? - Öll umferðarslys þar sem meiðsli verða á fólki eru í okkar verkahring. í þessum tilvikum tekur almenna lögreglan yfirleitt fyrstu skýrslur en við tökum síðan skýrslur af ökumönnum og hugsanlegum vitnum. Við sjáum einnig um myndatökur á slysstað og aðra nauðsynlega rannsókn. Það er nú ekki hægt að segja að það sé mikill erill hjá okkur vegna slysa og oft líða fleiri vikur án þess að við förum á vettvang Ófeigur Baldursson, rannsóknarlög- reglumaður. en svo koma einnig tímar þegar mörg slys verða á tiltölulega stuttum tíma. Af öðrum málum sem við sinnum og tengjast umferðinni má nefna bílastuldina en sem betur fer er ekki mikið um það hér að bílum sé stolið. - Er mikið um það að menn stingi af frá slysstað? - Nei það er ekki mikið um það en kemur þó fyrir. Hins vegar er talsvert um það að fólk aki á brott eftir að hafa ekið á kyrrstæða bifreið og þessi mál geta verið þau erfiðustu sem við fáumst við. Oft hefur ökumaðurinn ekki tekið eftir því að stuðarahornið snerti hurðina á bílnum við hliðina en flestir vita þó upp á sig sökina. Það getur hins vegar orðið erfiðara að sanna þessa sök enda höfum við oft helst til lítið í höndunum sem sönnunargögn. - Hvað finnst þér um umferðina hér í bænum? - Það er sjálfsagt talsvert um lögbrot hér í umferðinni sem annars staðar s.s. hraðakstur og fleira en það sem ég held að sé lang alvarlegast, það er tillitsleysið í umferðinni. En ég hef á tilfinningunni að þetta sé mikið að breytast enda hlýtur sá áróður sem rekinn hefur verið að undanförnu fyrir betri umferð að fara að bera árangur, sagði Ófeigur Baldursson. Úr dagbókum lögreglunnar: Stökk ölvaður út úr bílnum á ferö Klukkan 03.30 veittu lögreglu- menn á vakt, staddir á Glerár- götu því athygli að bifreiðinni A-90000 var ekið með heldur skrykkjóttu aksturslagi norður götuna. Lögreglumenn stöðv- uðu bifreiðina og hljóp öku- maður þá í burtu. Ekki hafðist upp á manninum en hann er grunaður um ölvun við akstur . . . Eitthvað á þessa leið hljóða allt of margir textar í dagbókum lögreglunnar. Stútur er við stýrið í allt of mörgum tilvikum og menn stinga af jafnvel eftir að hafa valdið slysum eða eftir að hafa ekið á kyrrstæðar bifreiðar. í þessu ímyndaða tilfelli hér að ofan hefði lögreglan að sjálf- sögðu haldið áfram leit að mann- inum og þó hann hefði ekki fund- ist fyrr en daginn eftir og jafnvel síðar er sennilegt að brot hans, ef eitthvert væri, hefði komið í ljós. En til að fá nánari innsýn í það hvernig lögreglan vinnur og hvaða atvik kunna að mæta lög- reglumönnum í starfi, þá fengum við að grípa niður í dagbók lög- reglunnar og það eru því alvöru dæmi sem fara hér á eftir. Öllum nöfnum og númerum er að sjálf- sögðu sleppt. Laugardagur kl. 01.37. Um klukkan 01.37 var tilkynnt að maður væri að fara á bif- reiðinni X frá blokkinni. Hafi hann stolið henni. Lögreglan hóf þegar leit að bifreiðinni og komst á slóð hennar strax á A-stræti. Ekið var norður B-braut á mikilli ferð. Við hús númer c til f við G- götu hljóp ökumaður úr bifreið- inni og var hann handtekinn þar og einnig tókst að stöðva bifreið- ina, en ökumaður hafði stokkið út á ferð. Áður hafði hún þó farið í gegn um girðingu. Ökumaður virtist ölvaður og var kallað á lækni til að taka blóðsýni. Síðan var ökumaður færður í fangahúsið. Eigandi bíls- ins var Þ og mun lykill hafa verið í straumlás. Bifreiðin er skemmd eftir ökuferðina. Föstudagur kl. 23.55. Klukkan 23.55 hringdi A á stöð- ina og kvaðst vera staddur hjá B. Hann sagðist þá skömmu áður hafa verið á leið norður í B á bif- reið sinni og hafa ekið á hest skammt norðan við C og taldi hann að hesturinn hefði drepist við áreksturinn. Lögreglumenn fóru til A og hittu hann á fyrr- greindum stað. Gaf hann þá skýr- ingu að hann hefði neytt áfengis eftir slysið. Hefði honum orðið svo mikið um óhappið að hann hefði hafið drykkju eftir að hann kom tii B. A var færður á lög- reglustöðina og læknir fenginn til að taka úr honum blóðsýni. Lögreglumennirnir fundu hest dauðan í vegarkantinum rétt norðan afleggjarans. Bifreiðin var mikið skemmd eftir að hafa ekið á hestinn. (Tilvitnun úr dagbók lýkur). Þess má svo geta að A var ekki dæmdur enda var ekki hægt að færa sönnur á að hann hefði verið undir áhrifum áfengis þegar óhappið átti sér stað. 8 - DÁGUR - 23. seþténib'ér T983 '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.