Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 26. september 1983 107. tölublað Tossarnir -bls.2 ¦o :'::í:?;::'. ¦ '¦' ' ' ' : ¦' ' ' ' '¦ ' '' ' ' íþrótlir eru í opnu -bls 6-7 Casablanka jjk q 1 i> 1! i ^Hi W$£; Ævintvi 1 ffHWIIIlfl I —uls. 8 i.i'' Verðbólguhraðinn í lok 1984: Niðurfyrir 10°/< — ekki óeðlilegt markmið, sagð Hermannsson, forsætisráðherra á - Eg tel ekki óeðlilegt að það verði stefnt að því marki að ná verðbólgunni niður fyrir 10% fyrir lok ársins 1984 þannig að verðbólga hér verði ekki mikið meiri en hún er í helstu ná- grannalöndum okkar. En þetta þýðir líka miðað við þær for- sendur sem við höfum fyrir framan okkur, að gengisbreyt- ingar mega ekki vera meiri en 5% á næsta ári og launahækk- anir mega ekki fara fram úr 6%, sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra m.a. á almennum fundi sem haldinn var á Hótel KEA í gær. Forsætisráðherra byrjaði fund- inn á að reifa stöðuna eins og hún var er ríkisstjórnin tók við og benti á þann vanda sem við var að glíma. Siðan rakti forsætisráð- herra þann árangur sem náðst hefði og sagðist fyrstur manna verða til að viðurkenna að það væri þeim byrðum sem launbegar og bændur hefðu tekið á sig, að þakka að tekist hefði að ná verð- bólgunni niður fyrir 30% á þessu ári en bætti svo við: - Nú er ég þess fullviss að svo verður. Því næst vék forsætisráðherra að því sem framundán er og sagði að það væri eðlilegt að fólk spyrði hvað tæki við. - Það er allt útlit fyrir að þjóð- arframleiðsla dragist ekki saman á næsta ári og ef þær forsendur standast að bolfiskafli dragist ekki saman og einhver loðnu- veiði verður, þá er ekki svo óraunverulegt að stefna að því að ná verðbólgunni niður fyrir 10% í lok næsta árs, sagði forsætisráð- o i Steingrímur KEA-fundinum herra en þess má geta að þá ættu vextir sem eiga nú að lækka mán- aðarlega í samræmi við minnk- andi verðbólgu að vera komnir niður í 12-15%. - Lögin „illræmdu" falla úr gildi 1. febrúar og þá ætlumst við til þess að samið verði án afskipta ríkisvaldsins. Verði samið um meiri hækkanir en sá rammi sem við setjum okkur kveður á um þá verða viðkomandi fyrirtæki að standa undir því með aukinni framleiðni, sagði Steingrímur. Og er hann var spurður um Blöndúvirkjun, sagði hann: - Það má fresta Blöndur virkjun um eitt ár án þess að það skaði innlendan orkumarkað og það hefur verið mjög á dagskrá að fresta þessari virkjun. Nánar verður greint frá þess- um fundi í blaðinu á miðvikudag. Fundur Steingrfms Hermannssonar var einn fjölmennasti fundur sem haldinn hefur verið á Hótel KEA. Mynd: KGA. Dr. Gunnar Thoroddsen látinn Dr. Gunnar Thoroddsen, fyrr- verandi forsætisráðherra lést í Reykjavík í gærmorgun, 72 ára að aldri. Gunnar Thoroddsen var fædd- ur í Reykjavík 29. desember árið 1910, sonur hjónanna Sigurðar Thoroddsen, verkfræðings og yfirkennara við Menntaskólann og Maríu Kristínu Claessen. Hann lauk laganámi árið 1934 en sama ár tók Gunnar fyrst sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Gunnar Thoroddsen varð prófessor í lögum við Háskóla ís- lands 1940, borgarstjóri í Reykjavík varð hann 1947 en Gunnar tók fyrst sæti í bæjar- stjórn árið 193ó. Fjármálaráð- herra varð Gunnar Thoroddsen 1949 og 1965 varð hann sendi- herra íslands í Danmörku. Dr. Gunnar Thoroddsen varð hæstaréttardómari árið 1970 en 1971 var hann kjörinn aftur á þing. 1974 til 1978 var hann fé- lags- og iðnaðarráðherra og 1980 varð hann forsætisráðherra. Dr. Gunnar Thoroddsen sat á Alþingi um 40 ára skeið eða allt fram til sl. vors er hann dró sig í hlé. Kennarasambandið í mál við ráðherra? - vegna meðferðarinnar á Ormari Snæbjörnssyni kennara Stjórn Kennarasambands ís- lands hefur samþykkt að fara þess á leit við BSRB að sam- bandið taki að sér mál það sem risið er vegna ákvörðunar Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráðherra um að endurráða ekki Ormar Snæ- björnsson sem kennara við Þelamerkurskóla. Var jafn- framt samþykkt að höfða mál á hendur ráðherra fyrir hönd ráðuiieytisins, ef þörf krefði og Iiefnr Gesti Jónssyni, lög- manni verið falið að gæta hags- muna KSÍ og Ormars Snæ- björnssonar í þessu máli. - Þetta mál snýst um það hvort Ingvar Gíslason, fyrrver- andi menntamálaráðherra var búinn að ganga frá endursetningu Ormars í stöðuna eða ekki, sagði Guðmundur Árnason, varafor- maður kennarasambandsins í samtali við Dag. - Ormarr telur sig hafa vilyrði ráðherra og Ingvar Gíslason hef- ur staðfest að svo sé, þannig að við teljum að mjög illa hafi verið staðið að þessu máli af hálfu Ragnhildar Helgadóttur, sagði Guðmundur og vísaði að öðru leyti til Gests Jónssonar, lög- manns kennarasambandsins í þessu máli. Ekki vildi lögmaðurinn tjá sig um málið á þessari stundu og sagði óvíst hvaða stefnu það tæki. Mál sem þessi tækju sinn tíma en enn sem komið væri hefði engin ákvörðun verið tekin um hvort nauðsynlegt væri að höfða mál á hendur ráðherra. í Menntamálaráðuneytinu þar sem Sigurður Helgason, deildar- stjóri grunnskóladeildar varð fyrir svörum, hafði enginn heyrt um hugsanlega málshöfðun KSÍi Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra var ekki viðlátin og að sögn Sigurðar var engrar yfir- lýsingar að vænta frá ráðuneyt- inu, a.m.k. ekki á meðan ekkert hefði heyrst í kennarasamband- inu. Eins og fram hefur komið í Degi þá á þetta mál rætur sínar að rekja til hins svokallaða vín- kaupamáls, en Ormarr Snæ- björnsson keypti á sínum tíma tvær léttvínsflöskur fyrir „fyrr- verandi nemendur skólans". Fyrir þetta var Ormarr víttur á skólanefndarfundi og fékk síðan ákúrur og áminningu frá þáver- andi menntamálaráðherra. Taldi Ormarr málinu lokið með þessu en svo er ekki eins og nú hefur komið á daginn. Þykir honum það súrt í broti, ekki síst vegna þes að réttindalaus kennari hefur verið ráðinn í hans stað og þeir kennarar sem aðild áttu að hinu svokallaða bruggmáli hafa allir verið endurráðnir að skólanum. (Sjá nánar yfirlýsingu Ingólfs Ár- mannssonar, fyrrverandi fræðslu- stjóra og viðtal við Ingólf bl. 5.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.