Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ASKRIFT KR. 120 A MANUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJANSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐARKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Harðindaáratugur Fyrir tilstilli fjölmiðla hefur ekki farið fram hjá neinum hverjar hrellingar íbúar Suður- og Vesturlands hafa mátt þola af völdum veðr- áttunnar á sumri því, sem nú nálgast sín enda- lok. Okkur Norðlendingum finnst sem við höf- um að mestu verið sviptir vorinu en sumar- mánuðirnir hafa reyndar farið sæmilega að okkur. Sé skyggnst víðar um verða fyrst fyrir okkur nýhðin ár, 1979 og 1981. Þá fengu Norður- og Austurland ómældan skammt sinn af harðindum. Þeir sem eru svo úr grasi vaxnir að muna til áranna kringum 1940 og næst þar á eftir geta þar um dæmt, að mikil breyting er á orðin til hins verra um veðráttu. Sé svo horft rétt hundrað ár aftur í tímann verður fyrir okkur harðindaáratugurinn 1880- 1890, sem svarf svo að landmönnum, að þús- undir eygðu ekki annað úrræði betra en óvissa framtíð í fjarlægri heimsálfu Vestur- heims. Ekki verður betur séð en sami áratug- ur aldarinnar, sem við nú lifum á, ætli að bera sömu einkenni um harðneskju veðurfarsins. í framhaldi af þessu spretta svo frekari vangaveltur um árferði síðustu alda í sögu okkar. Virðist það ekki nokkuð svo óyggjandi, að árferði hafi verið tiltölulega gott áratugina 1820—1860? Þjóðin rétti við eftir hörmungar Skaftárelda og eftirfarandi harðinda, fólki fjölgaði og uppkoma heiðabyggðanna á Norð- austur- og Austurlandi er vottur um það og hið bjarglega tíðarfar. Ef gluggað er frekar í liðinn tíma verða fyrir okkur heimildir um ár- gæsku áranna í kringum 1730 og á yfirstand- andi ári höfum við verið sæmilega minnt á þær hörmungar, sem níundi áratugur þeirrar aldar bar í skauti sínu. Þá er svo komið að spurningar vakna sem leikmanni finnst, að vísindamenn á sviði veðurfræði og sagnfræði ættu að gefa gaum. Er það staðreynd, að veðrátta 18., 19. og 20. aldar, svo langt sem liðið er á hana, fylgi svip- uðu mynstri? Er níundi áratugur hverrar aldar harðindaáratugur, sem sérstaklega reynir á þolrif okkar, sem á ísalandi búum? Og fleiri gætu spurningarnar orðið sem svara má leita við. Þetta eru ekki einungis vangaveltur og getgátur sögugrúskara og vísindamanna, heldur atriði sem miklu máli skipta um tilveru þjóðar, búandi í landi á mörkum hins byggilega heims, þar sem jafn- vel smávægilegar breytingar veðurfars hafa afdrifaríkar afleiðingar. Slíkt hefur greinilega á sannast í landbúnaði okkar og sjávarútvegi nú hin síðustu misseri. G.G. Vaxandi aðsókn að Amtsbókasafninu á Akureyri: Guðrún og Snjólaug eru vinsælastar Aðsókn að Amtsbókasafninu á Akureyri hefur aldrei verið meiri en það sem af er þessu ári. í ágústlok í ár voru útlánin orðin jafn mikil og árs- útlánin voru fyrir 10 árum. Það sem fyrst og fremst hefur breyst í notkun fólks á bókasafn- inu er að aðsóknin yfir sumar- mánuðina hefur stóraukist. Það eru ekki mörg ár síðan útlán bóka á sumrin voru þriðjungi - og allt að helmingi minni en yfir vetrarmánuðina, en nú munar oftast sáralitlu á sumar- og vetrarútlánum. Hin mikla útbreiðsla mynd- banda sem orðið hefur á síðustu árum virðist ekki hafa haft nein áhrif á bókalesturinn því útlánin hafa aukist jafnt og þétt. Þó má ef til vill merkja áhrif myndband- anna á einu sviði, en það eru út- lán á bókakössum í skip, þau hafa dregist saman um meir en helming á síðustu tveim árum. Fyrir skömmu var gerð lausleg könnun á útlánum bóka ísienskra höfunda í Amtsbókasafninu. Tal- ið var af örfilmu af útlánum dag- ana 3.-16. febrúar sl., alls 5520 binda útlán, þar af voru 1402 bindi einstakra íslenskra höf- unda, safnrit ekki meðtalin. Guðrún frá Lundi og Snjólaug Bragadóttir áttu flest útlánin 37 bindi hvor, í þriðja sæti var Ingi- björg Sigurðar með 32 bindi, í fjórða sæti var Ármann Kr. Ein- arsson með 27 bindi og Guð- mundur Hagalín var fimmti með 20 bindi. Síðan komu Guðbjörg Hermannsdóttir og Vésteinn Lúðvíksson með 19 bindi, Aðal- heiður Karlsdóttir og Stefán Júl- íusson með 15 bindi, Indriði Úlfsson og Stefán Jónsson með 14 bindi og Guðmundur Daníels-. son og Halldór Laxness með 12 bindi hvor. Með 10 binda útlán voru: Auð- ur Haralds, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Gunnarsson yngri, Gunnar M. Magnúss, Hafliði Vil- helmsson, Magnea frá Kleifum og Pétur Gunnarsson. 9 binda útián: Andrés Indriða- son, Einar Kristjánsson, Elín- borg Lárusdóttir, Guðbergur Bergsson, Jón Thorarensen, Magnea Matthíasdóttir, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Steinunn Þ. Guðmundsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, Þorsteinn Antons- son, Þórunn Elfa Magnúsdóttir. 8 binda útlán: Eðvarð Ingólfs- son, Guðlaugur Guðmundsson, Guðjón Sveinsson, Hannes Pét- ursson, Hreiðar Stefánsson, Jón Óttar Ragnarsson, Þorsteinn Matthíasson. 7 binda útlán: Egill Egilsson, Erlingur Davíðsson, Gunnar Bjarnason, Hugrún, Ingólfur Margeirsson, íslensk fornrit, Jó- hannes Helgi, Kristmann Guð- mundsson, Olga Guðrún Árna- dóttir, Óskar Aðalsteinn Guð- jónsson, Þorsteinn Marelsson. 6 binda útlán: Davíð Stefáns- son, Einar Jónsson á Hofi, Einar H. Kvaran, Fríða Sigurðardóttir, Guðmundur Frímann, Heiðdís Norðfjörð, Herdís Egilsdóttir, Iðunn Steinsdóttir, Jakobína Sig- urðardóttir, Jenna og Hreiðar, Jón Dan, Jón H. Guðmundsson, Jökull Jakobsson, Ólafur Ormsson, Þórir S. Guðbergsson. 5 binda útlán: Ásgeir Jakobs- son, Áslaug Ragnars, Benjamín Kristjánsson, Björn Th. Björnsson, Eiríkur Siguðsson, Flosi Ólafsson, Gunnar Dal, Gunnar Gunnarsson eldri, Ind- riði G. Þorsteinsson, Jón Bjarna- son frá Garðsvík, Jón Birgir Pét- ursson, Karvel Ögmundsson, Matthías Jóhannessen, Njörður P. Njarðvík, Ólafur Ragnarsson, Ragnar Þorsteinsson, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Sverris- son, Stefán Aðalsteinsson frá Vaðbrekku, Svava Jakobsdóttir, Sverrir Kristjánsson, Vigfús Björnsson, Þórbergur Þórðar- son, Þorgils gjallandi, Þuríður Guðmundsdóttir. 28 höfundar voru með 4 útlán, 46 með 3 útlán, 86 með 2 útlán og 180 höfundar voru með 1 útlán. Bókasöfnin í Keflavík og Kópavogi hafa fyrir skömmu birt niðurstöður úr samskonar könn- unum hjá sér og voru útkomur þar mjög svipaðar þessari. 4 - DAGUR - 26. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.