Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 5
„Tel vín- kaupamál- inu ekki lokið“ - segir Ingólfur Ármannsson Ingólfur Ármannsson fyrr- verandi fræðslustjóri Norður- lands eystra hafði samband við blaðið og bað um að eftirfar- andi yrði birt: Vegna ummæla Ormarrs Snæ- björnssonar í Degi þann 21. sept. sl. þar sem hann segir mig hafa mælt með því að hann yrði endursettur sem kennari við Þelamerkurskóla finnst mér rétt að eftirfarandi komi fram: Þegar ég afgreiddi umsókn Ormarrs til ráðuneytisins þann 17. maí sl. lét ég fylgja með eftir- farandi: „Þar sem skólanefnd hefur samþykkt umsókn þessa með öllum greiddum atkvæðum þá mun ég ekki standa gegn henni. Ég vil þó minna á að ég tel vínkaupamáli umsækjanda (tilv. í bréf) ekki að fullu lokið, þar sem því hefur ekki verið framvís- að til umfjöllunar dómsyfir- valda.“ í samtali við Dag sagði Ingólf- ur að hann hefði alltaf talið að lögbrot Ormars, þ.e. vínkaupa- málið, hefði átt að fá eðlilega málsmeðferð fyrir dómstólunum og hann hefði ekki dregið dul á það í umsögn sinni um umsókn Ormars. - Gerðir þú svipaðar athuga- semdir við umsóknir þeirra kennara um endursetningu sem áttu þátt að hinu svokailaða bruggmáli? - Nei það gerði ég ekki, ein- faldlega vegna þess að engar sannanir lágu fyrir í því máli. Það var einn kennari sem vakti máls á þessu á sínum tíma en þegar til kastanna kom þá gat hann ekki staðið við framburð sinn og sagð- ist aldrei sjálfur hafa orðið vitni að bruggun í skólanum. Auðvitað hefði verið eðlilegast að skólanefnd hefði framvísað gögnum vegna beggja þessara mála til sýslumanns en það var ekki gert. í máli Ormars lá fyrir játning en engar sannanir lágu fyrir í hinu málinu. Þess vegna taldi ég mér ekki stætt á því að gera athugasemdir um endur- setningu þeirra manna sem þar áttu að hafa átt hlut að máli, sagði Ingólfur Ármannsson. Um þá ákvörðun ráðherra að ráða Ormar ekki að skólanum, sagði Ingólfur: - Ég get tekið undir það að þessi óvenju langa málsmeðferð hefur farið illa með Ormar. Hann taldi sig hafa vilyrði þáver- andi menntamálaráðherra fyrir því að hann fengi stöðuna og hann treysti á það. Ég hef fengið staðfest hjá grunnskóladeild að Ingvar Gíslason hafði ákveðið að Ormarr fengi stöðuna og þeim upplýsingum kom ég áfram til Ormars. ALLAR STÆRÐIR HOPFEROABÍLA í lengri og skemmri feríir SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR H.F. RÁÐHÚSTORGI 3 AKUREYRI SÍMI 25000 Eigum fyrirliggjandi á lager sterkbyggðar yfirbyggingar á Mitsubishi, Isuzu og Toyota Hi-Lux picup bifreiðar. Hagstætt verð. Vélsmiðjan Oddi sími (96)21244, Akureyri. Bridgefélag Akureyrar hefst nk. þriöjudag 27. sept. kl. 19.30 PTélags- borg. Þátttöku skal tilkynna hjá Erni i síma 21058 eöa Soffíu í síma 23721 Spilaðar verða þrjár umferðir. Loksins er hann kominn Almenn námskeið Innritun á síðdegis- og kvöldnámskeið alla virka daga kl. 13.00 - 18.00 í síma 24958. Skólastjóri. Puma Stenzel stærð 31/2 -12. Sporthú^idhf HAFNARSTRÆTI 94 SlMI 24350 RADHÚS Á QNNIHÆD! U..........I................ □ □ ptrnTiv I rf.wt./t Höfum til sölu íbúðir í einnar hæðar, f jögurra íbúða raðhúsi við Móasíðu. Hver íbúð er 112 m! með 27 m! bílskúr. íbúðirnar seljast fokheldar - eða lengra komnar eftir samkomulagi. Húsið verður fullfrágengið að utan með grófjafnaðri lóð. Bílastæði verða malbikuð. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni FURUVELLIR 5 SlMAR (96)21332 og 22333 IGEMIDAR H GGINGAVERKTAKAR 26. september 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.