Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 8
Varði doktors- ritgerð í Lundi Pann 20. maí sl. varði Stefán G. Jónsson doktorsritgerð í kjarn- eðlisfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Heiti ritgerðarinnar er: Near-Yrast Spectroscopy of Rare-Earth Nuclei. Yrast Isom- erism and Bandcrossings. And- mælandi var Arne Johnson, dós- ent við Atómrannsóknarstofnun- ina í Stokkhólmi. Doktorsrit- gerðin er hluti af samstarfi milli Háskólans í Lundi, Niels Bohr Stofnunarinnar í Risó og Háskól- ans í Osló í grunnrannsóknum í kjarneðlisfræði. Stefán G. Jónsson er fæddur á Munkaþverá í Eyjafirði, sonur hjónanna Jóns Stefánssonar og Aðalheiðar Guðmundsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1968 og fil kand prófi í eðl- is- og stærðfræði frá Háskólanum í Uppsölum árið 1972. A árunum 1972-1976 kenndi Stefán við Menntaskóiann á Ak- ureyri. Frá haustinu 1976 hefur hann stundað framhaldsnám, kennslu og unnið að doktorsrit- gerð sinni við Lundarháskólann. Stefán er kvæntur Sigríði Jóns- dóttur og eru þau nú flutt til Ak- ureyrar ásamt 6 börnum sínum, en Stefán er ráðinn til kennslu- starfa við Menntaskólann á Ak- ureyri. 'Haglabyssur Pumpur ★ Tvíhleypur ★ Einhleypur Haglaskotaúrvalið er hjá okkur Hreinsitæki, byssublámi og olíur, byssupúðar, byssupokar, byssuólar, skotvesti og skotbelti. Eyfjörð Hjalteyrargötu 4, sími25222 Opið á laugardögum frá kl. 10-12. Hrossasmölun í Saurbæjarhreppi er ákveöin laugardaginn 1. október. Öll hross skulu komin til Borgarréttar kl. 14. Bændur komi óskilahrossum úr heimalandi til réttar. Fjallskilastjóri. ALLT í EINUM PAKKA! íspan hf. Akureyri býður þér allt þetta í einum pakka: Tvöfalt eða þrefalt gæðaeinangrunargler Vinna við ísetningu glersins Allt ísetningarefni Mælum glerið ef óskað er Við gerum þér síðan fast verðtilboð í allan pakkann Vönduð vinna • Vanir menn ISPAIM Furuvellir 5 • Símar (96)21332 og (96)22333. 8 2 DÁMtf‘2 26: IfeÍjiíétóÖéíil&æ „Þetta er ævintýri“ - Ólafsfirðingar bjartsýnir á laxeldið í Ólafsfjarðarvatni „Ætli það hafí ekki farið um fímm þúsund sciði, en það er ekki til að gera stórmál út af, stóru laxeldistöðvarnar segðu ekki einu sinni frá því,“ sagði Gunnar Jóhanns- son, einn af stjórnarmönn- um í Veiðifélagi Ólafsfjarð- ar, aðspurður um óhappið í eldisstöð félagsins í síðustu viku. Undanfarin tvö ár hafa verið gerðar tilraunir með laxeldi í Ólafsfjarðarvatni. Seiði hafa ver- ið alin í vatninu í ákveðinn tíma, en þeim síðan sleppt á hafbeit. Lax veiddist í vatninu í fyrra- sumar, að sögn Gunnars, og einnig í sumar. Einnig er talið, að lax hafi gengið upp í ána og orð- rómur segir, að trillukarlarnir í Ólafsfirði hafi orðið varir við lax í firðinum. Laxinn virðist því skila sér til baka af beitinni, en ekki hefur tekist að fylgjast nægi- lega vel með því, þar sem gildr- urnar í Ósnum hafa ekki reynst nógu vel. En hvers vegna er Ólafsfjarðarvatn talið heppilegt til þessara hluta? 0 Salt undirlag „Vatnið þykir henta afskaplega vel til þessara hluta,“ svaraði Gunnar. „Yfirborð þess er ferskvatn, um það bil tveggja metra lag, en undir er saltur sjór. Ferskvatnið virðist virka eins og safngler, sem tekur við hitageisl- unum frá sólinni og sendir varm- ann síðan niður í salt undirlagið. Þar geymist hitinn betur og það er mikill hitamunur á yfirborðinu og undirlaginu, sem getur orðið um 20 gráðu heitt á meðan yfir- borðið er innan við 10 gráður. Þar við bætist að salta lagið held- ur Iengur í sér hitanum; er jafn- vel 7-8 gráður seinni hluta vetrar þegar yfirborðið er ísi lagt. Þetta eru þeir kostir sem vatnið býr yfir, en auk þess er greið göngu- leið fyrir laxinn um Ósinn. Eini gallinn við hann er sá, að stundum er hann vatnsmikill, þannig að erfiðleikar hafa verið á að fylgjast með ferðum laxins." - Hvaða niðurstöður hafa fengist af þeim tilraunum sem • gerðar hafa verið? „Þær sýna okkur alla vega það, að laxinn skilar sér aftur, en heimturnar hafa verið slæmar hér fyrir norðan í sumar. Við erum því ekkert óhressir með árangur- inn. Við hefðum þó gjarnan vilj- að vita, hvað fiskast hefur hérna í sjónum. Auk þess hafa gildr- urnar brugðist okkur, þannig að við vitum ekki nákvæmlega hvað mikið af fiskinum hefur skilað sér. Eins árs fiskurinn hefur skil- að sér dálítið inn í sumar, en samkvæmt reynslunni á tveggja ára fiskurinn að skila sér mun betur. Við erum að vona að hann komi næsta sumar. En þetta er happdrætti." 0 Ala seiði undir ís - Hvað eruð þið með í takinu núna? „Við vorum með 30 þúsund kviðpokaseiði frá í sumar í eldis- stöðinni, en af þeim drápust um 5000 þegar óhappið varð í síð- ustu viku. Þessi seiði hafa dafnað afskaplega vel hjá honum Sigurði Stefánssyni, sem hefur hugsað um þau fyrir okkur. Þeim verður síðan sleppt í vor. Þar að auki erum við með til- raun í vatninu. Þar erum við með helmingi stærri seiði, sem á að gera tilraun með að ala undir ís í vetur. Við það eiga þau að herð- ast í söltu vatninu, þannig að við- brigðin verði ekki eins mikil þeg- ar þau ganga út í sjó næsta sumar. Seiðin eru í netkví, sem er við yfirborðið núna, en henni verður sökkt niður á um 4ra metra dýpi þegar kólnar. Fóðrið fá seiðin síðan um rör. Þetta er svolítið ævintýri, maður veit ekki hvað gerist. Norðmenn nota þessa aðferð með góðum árangri, en ég veit ekki til þess að þetta hafi verið reynt hér áður,“ sagði Gunnar Jóhannsson. Veiðifélag Ólafsfjarðar hefur staðið að tilraununum í Ólafs- fjarðarvatni, en í undirbúningi er að stofna hlutafélag um þessa starfsemi. Undirbúningsstofn- fundur hefur verið haldinn og Gunnar vonaðist til að fram- haldsstofnfundur yrði innan mán- aðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.