Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 26.09.1983, Blaðsíða 12
 Bílaperar 6-12 og 24 volta FLESTAR TEGUNDIR SAMLOKUR fyrir og án peru SLIPPSTÖÐIN MEÐ VIÐGERÐIR Á GRÆNLENSKUM TOGURUM? „Eram samkeppnisfærir við Dani,“ segir Sigurður G. Ringsted verkfræðingur „Það var ekkert ákveðið með verkefni, við erum fyrst og fremst að þreifa fyrir okkur þarna og kynna okkar starf- semi,“ sagði Sigurður G. Ring- sted verkfræðingur hjá Slipp- stöðinni á Akureyri í samtali við Dag, en Sigurður er nýlega kominn frá Nuuk á Grænlandi þar sem hann kynnti innfædd- um möguleika á að Slippstöðin annaðist viðgerðir á togurum heimamanna. „Það er starfandi þarna félag sjálfstæðra togaraeigenda sem hefur 20 félaga innan sinna vé- banda og hver þeirra er með einn togara, og þeir geta allir hugsað sér að koma með skip sín hingað til viðhalds og viðgerða ef við getum boðið þeim hagstæð tilboð." - Hefur þú trú á að þið getið boðið þeim betra verð en þeir hafa þurft að greiða annars staðar? „Ég hef þá trú að við séum alveg samkeppnisfærir við Dani, Englendinga, Færeyinga og Þjóð- verja og þá sem eru næstir okkur, en Grænlendingar hafa látið ann- ast viðhald og viðgerðir á þessum togurum í Danmörku. Þeir sögðu sem svo að þeir hefðu ekki hugs- að út í að hægt væri að fara annað.“ - Ef af þessu yrði, hvenær yrði það? „Við stefnum á að það yrði Breytingar á Tímanum: „Staðan ekki komist í núllið á annan áratug“ „Ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi málsins, það er ver- ið að ræða ýmsa hluti en engar ákvarðanir hafa verið teknar,“ sagði Gísli Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Tímans er við ræddum við hann og spurðum hann hvort breytingar væru fyrirhugaðar á næstunni varð- andi útgáfu blaðsins. „Það hefur verið varpað fram ýmsum hugmyndum í þessu sam- bandi en þær ekki afgreiddar endanlega. Það væri því í raun- inni aðeins skot út í loftið að vera að segja eitthvað á þessu stigi.“ - Hefur reksturinn verið erfið- ur? „Já það er óhætt að segja það því hér hefur staðan ekki komist á núllið á annan áratug. Skuldum hefur verið safnað og þegar raun- vextir eru á öllum þessum gömlu skuldum þá er vonlaust að láta þetta halda áfram að hlaðast upp og rúlla alltaf stærri og stærri bolta á undan sér. Þetta er bara kjánaskapur og þess vegna er verið að reyna að spyrna við fót- um og reyna að stöðva þessa vit- leysu og reyna að koma þessu í eitt skipti fyrir öll á eðlilegan grundvöll." strax í vetur. Þeir eru með við- togara á þessum tíma til að prófa gerðartíma frá nóvember til þetta og erum að vinna að því. janúar á ári hverju og við ætlum Þetta er góður tími fyrir okkur, að keyra á það að fá einn eða tvo kemur alveg í lokin á aðalvertíð- inni með slipptökur hér. íslensku skipin fara í slipp frá apríl til septemberloka þannig að þarna yrði um viðbót að ræða ef hægt verður að koma þessu við.“ - Var eitthvað rætt um ný- smíðar? „Það var aðeins minnst á það en það eru ekki miklir möguleik- ar á því eins og er því þeir eru með tiltölulega ný skip allir saman þannig að þetta yrði fyrst og fremst á sviði viðgerð; Sigurður. Jiafsfjörðun Hornbrekka formlega tekin í Á laugardaginn var dvalar- heimilið Hornbrekka á Ólafs- firði formlega tekið I notkun. Er þar um að ræða dvalar- heimili aldraðra, sjúkradeild og heilsugæslustöð. Bygging heimilisins fór fram í 3 áföng- um og er lokaáfanganum nú lokið að mestu að sögn Jóns Friðrikssonar bæjarstjóra. Húsið er 2200 fermetrar og 7800 rúmmetrar að stærð. A dvalarheimilinu eru nú 17 vist- menn og 10 á sjúkradeild. Sjúkradeildin er fyrst og fremst hugsuð fyrir langlegusjúklinga og fyrirhugað er að þeir verði ekki fleiri en 8 í framtíðinni. í hinu nýja og glæsilega húsi Ólafsfirð- inga munu allir þættir heilbrigðis- þjónustunnar sameinast. Læknir er starfandi í húsinu, sem og tannlæknir, sem þar fékk mjög góða aðstöðu. Einnig er þar af- greiðsla fyrir apótek. Verkamenn Slippstöðvarinnar, sem og aðrir starfsmenn, fá nú ef til vill Grænlensk skip til viðgerða. Mynd: KGA. notkun Veður „Ég fæ ekki annað séð en þið Norðlendingar fáið meinlaust veður næstu daga,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur í morgun, en síðan held ég að það verði hægvirði. Það mun kólna eitt- hvað þegar kemur fram í vik- una en úrkomulaust verður að mestu. Þó gætu komið él á annesjum en ekki inn til landsins.“ # Framtíðar- draumur Við stelum þessum úr „Fé- lagsblaði Kl, en þar er að finna gamansögur úr skóla- lífinu. „í 6 ára bekk í Reykjavík voru nemendur spurðir hvað þeir ætluðu að verða þegar þeir yrðu stórir. Einn dreng- urinn svaraði skilmerkilega: „Ég ætla að verða lista- maður; - drekka mikið og deyja ungur“. # Og aftur um framtíðina Samdráttur karls og konu verður með ýmsum hætti. Nýjasta aðferðin, sem virðist eiga vinsældum að fagna, er að auglýsa í smáauglýsinga- dálkum blaðanna. A laugar- daginn var gat að Ifta eftirfar- andi auglýsingu i DV: „Þú huggulega og myndar- lega kona sem auglýstir í DV 25.8 sl. með tilboðsheitinu „mér er alvara“. Ég er huggu- legur og myndarlegur maður sem nenni ekki að leita að þeirri réttu á öldurhúsum bæjarins. Er sá rétti fyrir þig í framtíðarsambúð með þér. Sendu svar ásamt nafni og símanúmeri til DV fyrir 23. september ’83 merkt. „Mér er alvara, en þér“. Ef til vill verða einkamála- dálkar smáauglýsinganna hjónabandsmiðlar framtíðar- innar, en ekki virðast þó allir sem þar auglýsa hafa hjóna- band í huga ef marka má eftirfarandi auglýsingu: „26 ára maður óskar eftir nánum kynnum við konu á aldrinum 25-40 ára. Má vera gift“. # Minnkandi atvinnuleysi Árvakur blaðamaður Dags komst að raun um það i síð- ustu viku, að atvinnuleysi er minna nú heldur en það var í fyrra mánuði. Ástæðan var sú, að margir höfðu fengið vinnu á sláturhúsinu. Blaða- maðurinn skrifaði um þetta merka grein og ósjálfrátt varð fyrirsögnin „Atvinnulausir sendir á sláturhúsið“. # Dagur er útbreiddari í síðasta íslendingi er viðtal við Jón Baldvin Halldórsson, nýráðinn blaðamann DV á Akureyri. Þar segir hann m.a.: „Og í sambandi við DV, þá er markaðurinn einfald- lega svo gífurlega stór hérna. Þetta er stærsta blaðið hér.“ Ef Jón á við útbreiðsluna, þá veður hann í villu. Dagur er mun útbreiddari hér en DV. Ef miðað er við Eyjafjörð einan, þá kaupa íbúar þar um 4.000 eintök af Degi. Þeir láta sér hins vegar nægja innan við 2.000 eintök af Dagblaðinu Vísi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.