Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Viðhald byggðar eða landeyðingarstefna í grein sem Ingvar Gíslason, alþingismaður, skrifaði í Dag fyrir nokkru og fjallaði um landsbyggðarstefnu fyrr og nú sagði hann meðal annars: „Það á að vera einn af undirstöðuþáttum almennrar atvinnuuppbyggingar að stuðla að framgangi landsbyggðarstefnunnar í sinni réttu mynd. Það þarf að endurvekja framfara- viljann frá 1971 og reisa við þá bjartsýni, sem ríkti um framkvæmd landsbyggðarstefnu á þeim tíma. Slíka stefnu á ekki að boða sem togstreitu milli þéttbýlis og dreifbýlis, heldur samstarf um virkar aðgerðir, sem leiða mega til jafnvægis í byggðaþróun og stuðla að rétt- látri og eðlilegri verkaskiptingu milli lands- hluta, þ.e. höfuðborgarinnar annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar, auk nauðsyn- legrar samvinnu og verkaskiptingar innan hvers landshluta og milli hinna einstöku landsfjórðunga. Ekki mun það leiða til farsældar að ætla að ræða þessi mál með gífuryrðum, sem jafnvel geta snúist um það hvort sveitirnar eigi yfir- leitt tilverurétt, eða fráleitum fullyrðingum og fyrirlitningarskrafi um þjóðfélagslegt gildi vinnuframlags manna eftir því hvar þeir eiga heima og hvaða starfi þeir gegna sér til dag- legrar framfærslu. Þéttbýli og dreifbýli hlýtur að halda áfram að vera til í þessu landi og skýr verkaskipting vinnandi fólks í nútíma- þjóðfélagi er í senn hagræn og óhjákvæmileg og mun að sínu leyti hafa áhrif á myndun þéttbýlis og dreifbýlis, allt eftir atvikum og eðli máls. Auk þess er útilokað að þéttbýli og dreifbýli verði að öllu „ eins “ og ráða því eðli- legar ástæður sem ekki er unnt að hrófla við og á ekki að verða að ásteytingarsteini. Er m.a. augljóst að uppistaðan í dreifbýlinu, þ.e. sveitunum hlýtur að verða sveitabúskapur, reyndar „hefðbundinn" sveitabúskapur, nautgripa- og sauðfjárrækt, þótt stefna beri jafnframt að fjölbreyttara atvinnulífi í sveita- byggðum, s.s. nýjum búgreinum, ýmis konar iðnaði og þjónustustarfsemi." „Það er verkefni fyrir öfgalausa menn úr öll- um stjórnmálaflokkum og öllum landshlutum að ræða þessi mál hlutlægt og móta í samein- ingu skynsamlega stefnu í landsbyggðarmál- um. Landsbyggðarstefnan frá 1971 hlýtur að verða sú fyrirmynd sem staðnæmst verður við í því efni. Hún þarf endurskoðunar við hvað varðar ýmsa framkvæmdaþætti, en markmið hennar er í fullu gildi, þ.e. viðhald þeirrar byggðar sem þegar er fyrir hendi í landinu að svo miklu leyti sem unnt er. Stefna sem gengi í aðra átta væri réttnefnd landeyð- ingarstefna." 4 - DAGUR - 28. september 1983 Rás 2 hjá Ríkisútvarpinu: Ekki fyrir alla landsmenn strax - Uppbyggingu dreifikerfisins um allt land verður ekki lokið fyrr en eftir 2 ár og á meðan verða Vestfirðingar, Norðlendingar og Aust- firðingar að láta sér nægja rás 1 „Að hrinda af stað svona út- varpsstöð er að sjálfsögðu ekk- ert smámál og í fjölmörg horn að líta,“ sagði Þorgeir Ást- valdsson „útvarpsstjóri“ rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu sem hefja mun útsendingar nú í haust. „Eins og fram hefur komið í fréttum verður þetta fyrst og fremst „músíkútvarp“ með léttu yfirbragði,“ sagði Þorgeir. „Fyrsta kastið verður útvarpað á vinnutíma, eða nánar tiltekið frá kl. 10 á morgnana til kl. 18 á daginn. Undirbúningi hefur mið- að vel, en það er ljóst að lítið má út af bregða ef útsendingar eiga að hefjast í nóvember eins og stefnt er að. - Mun útvarp rásar 2 heyrast um allt land? „Nei, rás 2 nær því miður ekki til allra landsmanna nú þegar flautað verður til leiks vegna þess eins að uppbyggingu dreifikerfis- ins verður ekki lokið fyrr en að tveimur árum héðan í frá. Upp- bygging dreifikerfisins er auðvit- að háð því fjármagni sem til hennar fæst hverju sinni. Vestfirðingar, Norðlendingar og Austfirðingar verða því að vera án rásar 2 þangað til hún hefur hlaupið af sér hornin. Þó verður næturútvarp um helgar frá rás 2 en það verður keyrt í gegn um langbylgjukerfið svo út- sendingar rásar 2 munu heyrast um allt land á þeim tíma. Þessar næturútsendingar verða aðfara- nætur laugardaga og sunnudaga og hefur verið talað um frá mið- nætti til kl. 03. Þorgeir Ástvaldsson. Meðan að rás 2 heyrist ekki um allt land eða til jafns við rás 1 verður dagskrá þeirrar síðar- nefndu ekki breytt á þá lund að allt sem heitir létt efni verði sett á rás 2. Rás 1 gerir út á sömu mið eftir sem áður og breytist ekki með tilkomu nýju rásarinnar á meðan land- og lofthelgin er ekki sú sama hjá báðum. Breyting mun hins vegar eiga sér stað hjá rás 1 þegar rás 2 nær til landsins alls.“ - Finnst þér ekki persónulega að byrjað sé á öfugum enda, það hefði fyrst átt að byggja dreifi- kerfið upp fyrir alla landsmenn áður en útsendingar væru hafnar? „Þá má hugsanlega segja það hvort það sé réttlætanlegt af Ríkisútvarpinu að gera þetta svona. Ég neita því ekki að ég hef heyrt óánægjuraddir úti á landi vegna þessa máls en von- andi tekst að koma rás 2 til allra landsmanna sem allra fyrst.“ Frá kjörbúð KEA Kaupangi Tilboð á vöfum frá K. Jónssyni og co. Lítið inn. Mikill afsláttur. Kaupangi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.