Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 28.09.1983, Blaðsíða 8
Þingeyingar Norðlendingar DANSLEIKUR verður í ÍDÖLUM Næstkomandi laugardagskvöld 1. okt. kl. 22 - 02. Af nýslátruðu Hjörtu ★ Lifur ★ Nýru Námskeið: Teiknun og málun fyrir börn og ung- linga. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Tvisvar í viku. 5. fl. 12-13 ára. Tvisvar í viku. 6. fl. 13-14 ára. Tvisvar í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna. 1. fl. Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. 2. fl. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. 3. fl. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar í viku. 4. fl. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. 5. fl. Myndlistardeild. Tvisvar í viku. 6. fl. Myndlistardeild (frh). Tvisvar í viku. Byggingarlist. 1. fl. Híbýlafræði. Tvisvar í viku. 2. fl. Byggingarlist og híbýlafr. Tvisvar í viku. Grafík. 1. fl. Dúk-og trérista. Tvisvar í viku. 2. fl. Dúk- og trérista (frh). Tvisvar í viku. Letrun. 1. fl. Skrift og leturgerð. Tvisvar í viku. 2. fl. Skrift og leturgerð (frh). Tvisvar í viku. Listasaga. 1. fl. Listasaga. Einu sinni í viku. 2. fl. íslensk listasaga. Einu sinni í viku. 3. fl. Nútíma listasaga. Einu sinni í viku. Modelteiknun. 1. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd. 2 í viku. 2. fl. Teikn. eftir lifandi fyrirmynd (frh) 2 í viku. Texti'l. 1. fl. Myndvefnaður. Tvisvar í viku. 2. fl. Myndvefnaður (frh). Tvisvar í viku. 3. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. 4. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 kl. 13-18. Námskeiðsgjald má greiða í tvennu lagi. Síðustu innritunardagar. Skólastjóri. Minning LÝÐUR SIGTRYGGSSON Lýður Sigtryggsson er ekki leng- ur á meðal vor. Með honum er genginn gegn og góðviljaður maður, dugandi starfsmaður, sem kunni í öllu vel til verka, og maður, sem bar hlýju til sam- borgara sinna. Lýður varð aðeins 63 ára gamall. Eftir stendur opið og ófyllt skarð öllum þeim, sem kynntust honum og fengu tæki- færi til að starfa með honum. Lýður er fæddur í Hrísey 6. júlí 1920 en flutti til Akureyrar á barnsaldri með foreldrum sínum Önnu Lýðsdóttur og Sigtryggi Sigurðssyni. Þar ólst hann upp til 18 ára aldurs en þá fór hann til náms við Musikkonservatoriet í Osló í 4 ár. Lýður settist að hér í Noregi og átti hér heima til dauðadags. Lýður Sigtryggsson fluttist frá heimabæ sínum Akureyri til Nor- egs árið 1939, þá aðeins 19 ára gamall, og stundaði nám í fjögur ár við Musikkonservatoriet í Osló. Hann varð snemma kunnur virtuós á hljóðfæri sitt, harmón- ikuna, og voru það þá einkum klassísk verk, sem hann lék. Árið 1946 varð hann Norðurlanda- meistari í samkeppni, sem haldin var í harmónikuleik, þar sem komu þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. Árin þar á eftir ferðaðist Lýður víða og hélt hljómleika og gat sér auk þess gott orð sem frábær undirleikari hjá kunnum norskum söngvur- um. En Lýður átti sér fjölmörg áhugamál, og eitt af þessum áhugamálum hans varð þess valdandi að hann réðst starfs- maður í sirkus, fyrst sem hljóm- listarmaður en síðar sem fram- kvæmdastjóri. í norskum sirkus- heimi var hann eins og klettur úr hafinu, styrkur og staðfastur, allt frá því hann hóf þar störf um 1950 og þar til hann lést svo skyndi- lega. Lýður miðlaði okkur sam- starfsmönnum sínum af þekkingu sinni og starfsvilja. Þegar Cirkus Merano hóf starf sitt fyrir níu árum vissi ég, að við hiið mér hafði ég þann starfs- mann sem fremstur var í grein sinni í öllum Noregi, og ég fékk notið þeirrar gleði að starfa með honum allt til dauðadags. Hann var helsti aðstoðarmaður minn og hægri hönd en auk þess góður vinur. Hann naut sannrar gleði í öllu lífi sínu og einkum veitti tónlistin honum mikla ánægju. Sem ungur maður í heimalandi sínu var hann dugandi íþrótta- maður. Alla tíð var ísland hjarta hans næst, þótt hann ynni hinu nýja heimalandi sínu einnig. Lýður bjó yfir mikilli þekkingu um tónlist, sögu og menningu, og þessi þekking hans og innsæi gæddu sögu hans lífi og svip sem aldrei gleymist. Lýður Sigtryggsson var hvort tveggja í senn, hugsjónamaður og fjölskyldumaður, sem sinnti fjölskyldu sinni af alúð en gaf sér einnig tíma til að veita samferð- armönnum sínum hvatningu og umhyggju í daglegu stríði. Lýður kvæntist eftirlifandi konu sinni Klöru, fædd Strand, 1. mars 1947 á Akureyri. Þau eign- uðust eina dóttur Lill-Ann sem nú býr í Noregi. Allir sem þekktu Lýð Sig- tryggsson, bæði vinir hans og ætt- ingjar, munu sakna mannsins og starfsbróðurins. Friður sé með honum og minningunni um hann. Knut Dahl, sirkusdirektör, Noregi Við áttum saman fjóra dásam- lega daga í nóvember síðastliðn- um, er ég heimsótti hann og konu hans eftir að ég hafði verið á námskeiði lengra norður í Nor- egi. Þetta var í níunda sinn sem ég dvaldi hjá frænda en fremur stutt í þetta sinn. Ég var orðin 7 ára er ég sá Lýð í fyrsta sinn, en þá kom hann í fermingu systur minnar. Það er ekki að orðlengja það að ég fékk ofurást á þessum útlenda frænda mínum og hvort sem honum lík- aði betur eða verr þá sat daman öllum stundum í fanginu á hon- um eða hélt í hendina á honum. Það liðu 5 ár þar til ég sá frænda næst og allan þann tíma skrifaði ég samviskusamlega mörg og löng bréf til hans svo ég gæti ver- ið viss um að hann gleymdi mér ekki. Bestu og skemmtilegustu endurminningarnar í lífi mínu eru frá sumrinu ’75, en þá var ég þrjá og hálfan mánuð hjá frænda í Cirkus Meranó og ferðaðist með honum landið endilangt. Þá breyttist álit mitt á Lýð í meira og annað en bara góðan frænda. Hann var strangur og ég komst ekki upp með neitt, enda sá ég fljótt að lífið í cirkus er enginn leikur. Starfsfólki hélt hann vel og fann ég að hann var vinsæll. Við vorum á þönum út um allt allan daginn en á kvöldin áttum við oft góðar stundir saman Klara, Lýður og ég. Hlýddi hann mér þá yfir norskukunnáttu mína eða sagði mér sögur. En þær voru ófáar sögurnar sem hann kunni, um gömlu Akureyri, fólk og at- burði úr stríðinu. Efnið var kannski nauðaómerkilegt en frá- sögnin var oftast þannig að við veltumst um af hlátri, og þá spurði Klara hvað væri svona fyndið og Lýður varð að endur- taka allt á norsku aftur og ekki varð sagan verri við það. Þetta sumar var landsleikur milli Norðmanna og íslendinga og frændi vissi ekki með hvoru lið- inu hann átti að halda, frekar þó Norðmönnum af gömlum vana. Við límdum okkur fyrir framan sjónvarpið þennan dag vel birg af góðgæti og ekki leið á löngu þar til fólk í næstu hús- vögnum var farið að gægjast út til að athuga hvað gengi á. Þið hefð- uð átt að sjá hann og trúðaatriðið í cirkusnum fannst mér lélegt eftir þetta. Eftir þetta sumar fór ég nærri ár hvert til Noregs og dvaldi alltaf eitthvað hjá þeim hjónum eða Lill-Ann dóttur þeirra. Það verð- ur tómlegt næst, en þá fyrst held ég að ég uppgötvi að elsku frændi er farinn og kemur aldrei aftur. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við þá hugsun. En nú vona ég bara heitt og innilega að minn góði og elsku- legi frændi sé á góðum stað og að honum líði vel og að það sé til annað líf svo við getum hist aftur og hlegið að nokkrum góðum sögum. Edda Herniannsdóttir. Nauðungaruppboð. Laugardaginn 8. október 1983 kl. 14.00 verður selt á nauðungaruppðboði við lögreglustöðina í Þór- unnarstræti á Akureyri, eftir kröfu innheimtu- manns ríkissjóðs, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, bæjarfógetans á Húsavík og ýmissa lögmanna, iausafé sem hér segir: Bifreiðarnar: A-2737, A-8736, A-2120, A-1547, A-4821. A-1058, A-4297, A-6440, A-6109, A-4950, A-5035, A-4020, A-8216, A-6007, A-8385, Ö-1147, A-8315, A-5549, A-8225. A-8747, A-1226, A-5742. A-8580, A-7145, A-2894, A-4675, A-§397, G-13353, A-2068, A-5568, A-5465, A-5042, A-8038, A-3948, A-1139, A-2183, A-6973, A-4668, A-761, A-8215, A-5715, A-3467, A-7232, R-38599, A-4801, A-5434, A-7528, A-3840, A-8281, A-3341, A-6574, A-8532, A-5673, A-4150, A-5361, A-945, A-7069, A-2660, A-4869, A-8545, A-440, A-7374, A-5877, A-2006, A-4465, A-5659. Þá verður selt: Videótæki Toshiba Beta, Ritsafn Hall- dórs Laxness 46 bindi, Ritsafn Þórbergs Þórðarsonar 13 bindi, Krafa Malar- og steypustöðvarinnar hf. á hendur Söltunarfélagi Dalvíkur 30,000.- krónur, Tölva commedore, Vinnuskúr I0m2, litasjónvarp 22” Philips, hornsófasett 7 manna Ijósgrænt, hægindastóll með brúnu leðurlíki, brúnt sófaborð, hljómflutningstæki Yamaha auk 2ja hátalara, tölvuorgel „Coscoe“, lita- sjónvarp Loewe, sófasett brúnt 6 manna, hljómflutn- ingstæki Sharp, sófasett Onassis, víraþrykkivél Nike Type 35 HMP-3, kasettusegulband Marantz 5120 og Dual plötuspilari með tveimur hátölurum, þvottavél „Lavalux", sófasett og stóll með brúnu plusáklæði, borðstofuborð og sex stólar, stereosamstæða „Ken- wood“ magnari útvarp og tveir hátalarar, málverk eftir Óla G. Jóhannsson ca. 1.50X1 m. hvít hillusamstæða og fleira. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Uppboðshaldarinn Akureyri. 0 - D'AGUFT - 28.' sepféhibér Í983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.