Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 3
Það er ekki langt um liðið síðan öll þjóðin stóð á öndinni og fylgdist úr fjarska með velgengni piltanna úr hljómsveitinni Mezzoforte á Bretlandi. Enginn var maður með mönnum nema hann vissi í hvaða sæti á breska vinsældalistanum „Garden Party“ var þá og þá vikuna. í kjölfarið fylgdu sögur af sigrum sveitarinnar á hljómleikasviðinu og þó að erfitt sé að leggja rétt mat á slíkar sögusagnir þá er víst að strákarnir í Mezzo eru alls góðs maklegir og splunkuný og sprelllifandi hljómleikaplata bendir til þess að sögumenn hafi farið með rétt mál. Hin nýja hljómleikaplata Mezzoforte, „Sprelllifandi“ sem tekin er upp „live on stage“ í Dominion-hljómleikahöllinni í London er um margt merkileg plata. Fyrir það fyrsta verður hún aðeins gefin út á íslandi og auk þess mun þetta vera í fyrsta skipti sem íslensk hljómsveit hljóðritar þannig „live“ fyrir framan er- lenda áheyrendur. Það er einmitt þessi erlenda hljómleikastemmn- ing sem er aðall plötunnar og kynningin og „itro-ið“ á plötunni er meiri háttar. Ég verð að segja það eins og er að ég hefði viljað heyra dúndrandi rokk á la AC/ DC eftir þessa mögnuðu kynn- ingu en það tók mig samt ekki nema tvö til þrjú lög að sætta mig við Mezzoforte sem staðgengla. „Sprelllifandi" er plata sem kitlar hégómagirnd okkar íslend- inga og þjóðarmetnað og það er gaman að heyra að einhverjir héðan af klakanum skuli vera gjaldgengir úti í hinum stóra heimi. Þetta á e.t.v. ekki síst við um þá sem fylgst hafa með Mezzoforte allt frá því að þeir voru örlítil „ljós í bænum“ og það er vissulega gaman að heyra viðbrögðin í Dominion þegar fyrstu tónar „Garðveislunnar" svífa út í salinn. Og auðvitað gera Mezzoforte það alveg ríf- andi gott og „spretta úr spori“ þó að útsetningin sé örlítið önnur en sú sem við eigum að venjast. Það er erfitt að segja einhvern 100% sannleik um heiðvirða og sómakæra pilta eins og strákana í Mezzoforte - en stærsti sann- leikurinn held ég að sé sá hve fáir hafa í raun gert sér grein fyrir því hve hrikalega góðir músik- antar eru þarna á ferð. Tökum Kristinn Svavarsson sem blæs í saxófón og fleira alveg eins og engill á þessari plötu. Það myndi ekki nokkur maður trúa því á er- lendri grund að þetta væri ein- hver gamall Dúmbó úr „lásí“ brennivínsbandi. Sjáið og heyrið Frissa Karls og Eyþór Gunnars, rúmlega tvítuga sem leika á hljóðfæri sín eins og þeir hefðu ekki gert annað undanfarin þrjá- tíu ár. Tökum yngsta manninn, Gunnlaug Briem sem dæmi. Hann trommaði betur en flestir fagmenn aðeins 16 ára gamall og nú er hann virkilega góður. Sama er hægt að segja um Jóhann Ásmundsson hinn hlédræga en snjalla bassaleikara. Það er svo önnur saga að tón- list Mezzoforte er ekki beinlínis á minni línu og fátt af þeirra tón- um að „Garden Party“ undan- skildu sem snertir mig djúpt, en ég skal samt verða fyrstur manna til að viðurkenna að þeir eru góðir. Ekki af skyldurækni eða þjóðarmetnaði, heldur vegna þess að þeir eru sannir tónlist- armenn og eiga skilið að heyra það. stace PRESENTauon Ingv'i Þór Kbmiáksson * 1 j í " : Mezzoforte - Sprelllifandi Ingi Þór Kor- máksson - Tíð- indalaust Stevie Nicks - The Wild Heart Tíðindalítið Það þarf kjarkmenn í að ráðast í slíkt þrekvirki að gefa út plötu á eigin vegum á þessum síðustu og verstu, en þó verðbólguhjaðn- andi tímum. Þetta hefur þó al- gjörlega óþekktur maður, Ingi Þór Kormáksson gert og hann á heiður skilið fyrir vikið. Það er svo aftur annað mál hvort Ingi Þór hefði betur heima setið. Plata hans „Tíðindalaust" hefur fengið frekar óvægna gagn- rýni en það er ekki þar með sagt að sú gagnrýni hafi endilega verið óréttmæt. „Tíðindalaust“ mni- heldur létta jazz- og vísnakennda tónlist og á köflum svipar Inga Þór meira að segja til Bergþóru (ekki von Bergþórshvoll). Best tekst Inga Þór upp í persónulegu lögunum, um vini, kunningja og Laugaveginn og að mörgu leyti kann ég þessari plötu vel. „Tíð- indalaust“ er hins vegar ekki spennandi plata og þar sem Ingi Þór gefur tilefni til að snúið sé út úr nafni plötunnar, þá held ég að betur hefði farið að kalla hana „Tíðindalítið“. Veikleikamerki eru líka nokkur á plötunni þrátt fyrir prýðis undirleik og þokka- legar útsetningar, en Ingi Þór er vafalaust á réttri leið og ef undir- tektir við þessari plötu draga ekki úr honum kjarkinn eða gera hann gjaldþrota í Lögbirtingablaðinu, þá ætti hann að vera til alls líkleg- ur í framtíðinni. -ESE. Hvar er Petty? Eftir að hafa hlýtt á þessa plötu af og til í nokkrar vikur, þá hefur í raun aðeins vaknað ein spurn- ing í mínum huga. Hún er þessi: Hvar í ósköpunum er Tom Petty? „The wild heart“ mun vera önnur sólóplata Stevie Nicks, þokkalegri þokkagyðjunnar úr Fleetwood Mac og mun sú fyrri hafa fengið þokkalega krítík. Ekki varð ég þess heiðurs aðnjót- andi að heyra þá plötu en eitt lag eða tvö mun ég hafa heyrt í út- varpi. Gott ef þau voru ekki þokkaleg. Þessi nýja plata finnst mér aftur á móti frekar ómöguleg. Það er kýlt á gamla Fleetwood Mac kokteilinn og það hanastél er að mínu viti ekki görótt lengur. Ég batt vissar vonir við plötuna eftir að hafa lesið utan á umslagið en þar stóð að hinn ágæti rokkari Tom Petty ætti og léki með í einu lagi. Ég hef því alltaf hlustað á plötuna með því hugarfari að muna sérstaklega eftir Tom Petty en einhvern veg- inn hefur það æxlast svo að ég hef aldrei tekið eftir umræddu lagi. Og nú eru spurningarnar orðnar þrjár: Er Tom Petty á þessari plötu? Ef svo er. Hefur hann þá látið breyta sér í Steve Nicks? Sé svo ekki, hvar er þá Tom Petty? -ESE. allra leidir ligaja tilokkarÖJ Vorum að fá nýja sendingu af skyrtum og einnig háskólabolum í stærðum 2-12 og S-XL þrír litir. Bamamyndabolir með ýlum. Úlpur. Erum búnir að taka fram úlpur fyrir veturinn. Stærðir 12 - 16. Herradeild. Badminton iðkendur. Nýkomin sending af vonex badmintonspöðum og boltum. Sportvömdeild. Suðræn hitabylgja í Hljómdeild. Allar heitustu plötumar í rekkunum hjá okkur. Einnig urmull af klassík og sígildri tónlist. Gerðu þér dagamun og splæstu í plötu. Hljómdeild. W Ca/it&iZ Sparið gjaldeyri og saumið sjálfar. Allt til sauma: haustlitimir í tximmgallaefriunum. Flauelsefni, 5 litir. Gardínuefrii, þykk og þunn á mjög hagstæðu verði. Sængurveraefni m/bamamynstri. Handklæði 50x100 á aðeins kr 65 íslenskar peysur frá Iðunni. Ný mynstur, nýir litir, gott verð. Eigum ótrúlega fallegt úrval af barnafatnaði frá Tilboðsverð á sængum og koddum næstu daga. Vefnaðarvömdeild. Nýjar sendingar í Skódeild Ótrúlega ódýrar dömu töflur á korksóla með góðu innleggi. Stærðir 36 - 42. Verð frá 195 kr. Tilboðsverð á fóðruðum skóm. stærðir 36 - 40 á kr. 814 Stærðir 41 - 45 á kr. 847 Ath. Dömu kuldaskór Á mjög góðu verði. Takmarkaðar birgðir. Skódeild. Fréttir frá kjallaranum Hrísalundi 5 SELKO fataskáparnir komnir aftur Frábær íslensk framleiðsla á hagstæðu verði og góðum greiðsluskilmálum. þú mimt sannfærast um að þú ræður við kjörin. Svo em það nýjar sendingar af Sóló stálhúsgögnunum í eldhúsið. Þrælsterk og vönduð íslensk framleiðsla. Kjallarinn, Hrísalimdi. jrí,983rc,D^QyBr3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.