Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 5
Tcnniskapparnir kátu - Pétur, Haukur, Stefán, Páll og Hörður. Myndir: ESE - Það var laglcgt þetta! - Fallegt volley, Haukur! - Hann var úti þessi! - Net - Æ,æææææ! - Við bökum þá núna! - Low förtí! - Nú má McEnroe fara að vara sig! - Svona á að negla þá!!!! Það skal tekið fram að hér er ekki verið að lýsa heimsókn í Sambandsverksmiðjurnar. Það er ekki verið að vitna í umferð- arvikuna og þetta er ekki innlit í Netagerð Vestfjarða. Við erum nefnilega stödd uppi við sund- laug, ekki til að horfa á dýfingar í grunnu lauginni heldur til að fylgjast með Norðurlandsliðinu í tennis á einni laufléttri æfingu. Þarna senda fyrrum skíðakappar boltann í svigi niður á vallar- helming andstæðinganna og tannlæknar spól’onum með feiki- krafti yfir netið - óverjandi fyrir alla. Þarna er læknir frá Ólafs- firði sem telur það ekki eftir sér að aka inn til Akureyrar bara til þess að munda spaðann og hvíla sig á sprautunum. Það er heijar- fjör á vellinum og þó að malbikið sé gljúpt og gamait og gleypi bolta og annan, þá láta hinir lipru tennisleikarar það ekkert á sig fá. Eftir því sem kuldinn eykst slá þeir stærri högg og þyngri og þeir eru staðráðnir í að slá öll met og slá höfuðborgarbúum við næst þegar þeir slást í þessari göfugu íþróttagrein. Orðsins íþrótt? Það er óhætt að fullyrða að það var mikið um að vera á „rauða fíetinum" vestan við sundlaugina er blaðamann Dags bar þar að á dögunum. Ofangreindar upp- hrópanir eru bara lítið brot þess sem kapparnir létu sér um munn fara og ókunnugum gæti í fyrstu virst sem svo að tennis væri ekki síður orðsins íþrótt. Enda er það svo að tennisleikurum hefur oft- ast verið liðugt um málbeinið, haft kjaftinn fyrir neðan nefið eins og McEnroe og t.a.m. Rú- meninn Nastasee hafa sýnt og sannað. Hvað um það, þetta voru kátir karlar þarna á tennisvellin- um og þeir gáfu sér tíma til þess í örstuttu hléi að ræða lítillega við blaðamann Dags og viðra skoð- anir sínar. Deyjandi íþrótt - óhemju vinsæl - Þetta er harður kjarni en fá- mennur sem stundar tennis- íþróttina hér, sagði Hörður Þór- leifsson, tennisleikari, betur þekktur sem tannlæknir, þegar hann og félagar hans höfðu kom- ið lagi á bekkina þarna á sund- laugarsvæðinu. - Við látum ekki deigan síga „Vid erum hræddir um að íþróttin út með okkur6 6 Pétur gefur upp með elegans. deyi Rætt við tennisleik- aranaí Kði Norður- lands Haukur og Páll í viöbragösstöðu. og við erum ekkert að gefast upp, bætir Haukur Jóhannsson hinn kunni skíðakappi við, - en við höfum talsverðar áhyggjur af því hve endurnýjunin er lítil, klykkir Páll Kristjánsson út með. Auk þeirra framsögumanna eru stadd- ir þarna Stefán Björnsson, læknir á Ólafsfirði og Pétur Ringsted. Að sögn þeirra félaga þá á tennisíþróttin sér talsvert langa sögu á Akureyri og margir sem gripið hafa í spaða svona við og við undanfarin ár. Ura markvissa starfsemi hefur hins svegar ekki verið að ræða þó að starl'andi sé tennis- og badmintonfélag, því að þar hefur nær eingöngu verið stundað badminton eða hnit eins og það nefnist á ylhýra móð- urmálinu. - Það eru jú einstaka badmin- tonleikarar sem hafa gripið í tennis á sumrin en síðan ekki söguna meir og við vitum að það er ákaflega erfitt fyrir fólk áðgi; byrja. Sumir prófa einu sinni eða tvisvar og verða þá dauðóánægðir ! vegna þess aö þeir ná engum ár- angri upp á eigin spýtur og þess vegna hætta þeir. Það er óhemju mikill áhugi á tennis um allan heim og áhuginn er vaxandi hér. Það sem vantar er tilsögnin ogX .... t-mMmr .. . * ■ j .. aðstaðan og við erum sem sagt ™ 1hoju'T1 nett þess, mal v.ð dauðhræddir um að íþróttin deyi ,Jauk W ^undlaugarvorð og út hér þegar við erum allir. segja '=»nn V»H alh fynr okkur gera og beir Páll op Stefán en/sá síá\ hefur Jl,lk,nn ah»«a a Þessu mah og við vonum sem sagt að við fáunt vilyrði bæjaryfirvalda fyrir við hvern sinn fingur í pollunum. Það lá við að við yrðum að keppa í gúmmískóm eða jafnvel vöðlum. Við erum alveg óvanir þessu. Hérna bíðum við bara eftir því að pollarnir þorni en fyrir sunnan ösla þeir út í þá af fullum krafti, segja félagarnir og líta raunamæddir á gamla góða tennisvöllinn við sundlaugina. Áhugi á Ólafsfirði - Við viljum taka skýrt fram að við erum ekkert ungir reiðir menn sent eru að heimta fullt af völluin og þvíumlíku. Við vilj- um bara vekja athygli á því að þessi y.öjlur hérna er orðinn ósléttur Og gamall og frómt sagt þá þarfnast hann nauðs; nlega malbikunar. Víð máluðun völl- inn á sínum tíma til aö gera hann nothæfan cn nú er málningin á hraðri undanieiö niður í sprung- urnar Okkar tilboð er það að bærinn sjái um að malbika völl- inn að nýju og i staöiun skulum vjð sjá um kennslu hér á vellinuni næsta siimar. Með því. móti ætti að vera hægt að byggja upp öflugt tennisféJag og þá þarf ekki að spyrja að því hvernig næstu leikir við sunnanmennina fara. þeir Páll og Stefán en/sá síöar nefndi kynntist íþróttinni í Sví- þjóð þar sem hann var við nám. Hér er það Páll sem „serverar“ og Pétur er við öllu búinn. Draumaaðstæður á rcgnsvæðun um Tennisleikararnir sem þarna eru, skipuðu Norðurlandsliðið sem keppti gegn höfuðborgarsvæðinu fyrir skömmu en þcirri viðureign lauk með naumum ósigri norðan- manna, 2:3. Þó sjálfur ósigurinn hafi verið beiskur, þá fannst fé- lögunum öllu beiskara að líta á þær draumaaðstæður sem kolleg- ar þeirra á regnsvæðunum búa nú við. - Við komum gulir og grænir af öfund aftur heim. Þeir þarna í pollunum eru nefnilega búnir að fá eina sjö velli og við Þrekmið- stöðina í Hafnarfirði þar hafa þeir ljós og gufuböð og skvass (veggtennis). Og þeir léku þarna því áö völlurinn verði malbik- aður ög girðingi'ir f kringum hann færð út\,það er néfnilega orðið dálítið þreytandi að hlaupa alltaf á hana og svö vantaf <pkkur hér lítinn trévegg semxmenn gþa not- að til að æfa sig á aö berja bolta í, segja félagarnir áður cn þeii rjúka aftur út á völlinn til að framkvæma hið ómögulega - aö spila „double" (tvíliöaleik) innan hættumarka girðingarinnar. Um leið og þeir þeysa inn á völlinn geta þeir þess að það sé kominn tennisvöllur í Ólafsfiröi og þar sé áhuginn svo mikill að hálfur bærinn hafi komið á létta keppni sem þar var haldinn. - Og svo keyptu þeir upp þriggja ára birgðir af tennisspöð- um í Hlíða-Sporti, segir Haukur um leið og hann neglir hvíta bolt- ann í suðurátt...... 30. september 1983 -■DAGUR5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.