Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 9
: sææss t Málglöð myndavél Nú þurfa ljósmyndarar ekki lengur að rcfla við sjálfa sig, þeir geta röflað við myndavélina sína. Minolta AF-Sv er þeim kostum búin, að hún tal- ar ensku. En hún kvað hafa hæfileika til að læra önnur mál, þannig að ekki er að vita nema hún fari að kveða rímur þegar best lætur. Þótt undarlegt megi virðast getur myndavélin ekki sagt nafnið sitt, en kann þess í stað þrjár setningar. Nefnilega: „Load film“, sem mætti snara yfir í „það er engin filma í, ídjótið þitt.“ Og „Too dark“, sem á íslensku er „ég þarf flass í þessum koldimma hundrassi." „Check dist- ance“, eða „dettur þér í hug að svona veimiltítu- legt flass dragi mörg hundruð metra?“ Og kvikindið er kynjað, virðist vera, því það talar með silkimjúkri kvenrödd (hljóðgerfli). Það er svo spurning sem lesendur geta velt fyrir sér, hvers vegna í ósköpunum Minolta hefur lát- ið myndavélina vera hún. Þetta er að sjálfsögðu nýtísku myndavél, með sjálfvirkri fjarðlægðarstillingu (auto-focus), véldrifinni filmufærslu og filmuísetningartæknin er með öllu hálfvitaheld. Þessa nýung er enn ekki að fá á íslandi en verðið er á að giska sjö þúsund krónur. Og „litla systir“, er aðeins ódýr- ari. En ef einhverjum stendur stuggur af þessu málæði skal hann huggaður með því að einungis þarf að ýta á hnapp til að þagga niður í þessari afskiptasömu myndavél og þá fær maður að gera sín mistök í friði. Rúmlega hálfrar aldar en sló öllum hinum skvísunum við Aðalkroppurinn Angie Dickenson 52 ára í dag Þá hafa línu- og vaxtarlags- sérfræðingar Hollywood kveðið upp dóm sinn um það hvaða kvenmaður í landi þar sé best vaxinn. Urslitin þykja koma nokkuð á óvart því að sigurvegarinn er engin önnur en Angie Dickinson, en sú rennilega frú verður einmitt 52 ára í dag, 30. september! Angie sló í þessari keppni öll- um helstu keppinautunum ræki- lega við og tvítugar og þrítugar skvísurnar urðu að láta í minni pokann fyrir þeirri gömlu sem þó er aðeins rétt rúmlega hálfr- ar aldar gömul. Einkunn Angie var 9 (á mælikvarða 1-10) og það fylgir sögunni að aumingja Bo Derek sem þó fékk 11 í myndinni „10“ með Dudley Moore, fékk aðeins 8 að þessu sinni. En hér kemur örstutt yfir- lit yfir rennilegustu hnáturnar að mati þeirra í Hollywood. Jacqueline Bisset: Fékk 8 sem þykir bara gott hjá 38 ára kerlu. - Hún er aðlaðandi með „lovely body“, sagði Dr. Gene Colborn frá Læknaháskólanum í Georgíu, þegar hann fékk að leggja orð í belg. Bo Derek: Fékk 8, en Bo er 26 ára. Lendarnar draga hana niður. Þykja of smáar (sjá mynd). Jane Fonda: Fékk einkun á milli 7 og 9. Þökk sé öllum leik- fimiæfingunum, þá komst hin sportlega og kvenlega Fonda, 45 ára, hátt á lista. Þessar urðu sem sagt í efstu sætunum en þar á eftir komu, Juliet Prowse (flottar lappir), Linda Evans (of litlar lendar skaða heildarútlit, dálítið karl- mannleg), Loni Anderson (of stór brjóst og kjálkar full stórir), Barbara Eden (flottar línur þrátt fyrir aldurinn) og því er við að bæta að bæði Victoria Principal og Dolly Parton þóttu hafa of stóran og þungan barm. Sér annars nokkur mun á þessu og kynbótadómunum á Melgerðismelum? Bo Derek. Pamela. Angie Dickinson: - Hún hef- ur ennþá milljón dollara fæturna þrátt fyrir aldurinn, sagði Dr. Ross MacClung, aðstoðarpróf- essor í líffærafræði við Lækna- háskólann í Virginíu. - Lendar, þjóhnappar, brjóst og axlir eru í „perfect balance“, bætti kapp- inn svo við. tKnattspyrnu- deild Æfingatímar innanhúss veturinn 1983-84. íþróttahöllin: íþróttaskemman: 6. fl. sunnud. 5. fl. sunnud. 4. fl. laugard. 3. fl. föstud. kv. fl. sunnud. 2. fl. þriðjud. mfl. fimmtud. kl. 10:00-11:00 kl. 11:00-12:00 kl. 12:00 - 13:00 kl. 17:15-18:15 kl. 10:00- 12:00 kl. 21:00 - 22:00 kl. 21:00 - 22:00 Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu verður haldið í Lundarskóla sunnudaginn 2. okt. og hefst kl. 15.00. Hrossasmölun í Öngulsstaðahreppi er ákveðin laugardaginn 1. októ- ber nk. Réttað verður að Þverárrétt sunnudaginn 2. okt. um kl. 1. eftir hádegi. Eigendum utansveitarhrossa er gert að greiða kr. 120 til Fjallskilasjóðs Öngulsstaðahrepps fyrir hvert hross. Oddviti. BBC á Akureyri. Kynnum þessa frábæru tölvu í dag og á morgun laugardag frá kl. 10-12. SKRIFS TOFUVAL HF. SUNNXJHLÍÐ ■ SÍMI 96-25004 pósthólf 823 602 akuheyri 30. 'septeniber 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.