Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 30.09.1983, Blaðsíða 11
30. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Skonrokk. 21.15 Fagur fiskur úr sjó. Kvikmynd sem sjávar- útvegsráðuneytið lét gera um meðferð afla um borð í fiskiskipum. Að myndinni lokinni stjórnar Ingvi Hrafn Jónsson um- ræðu- og upplýsingaþætti um bætta meðferð fisk- afla. 22.15 Blekkingunni léttir. (Buming an Illusion) Bresk bíómynd frá 1981. Handrit og leikstjórn: Menelik Shabazz. Aðalhlutverk: Cassie MacFarlane og Victor Romero. Myndin lýsir hlutskipti ungra blökkumanna í Bretlandi sem eru afkom- endur aðfluttra nýlendu- búa. Söguhetjan, ung blökkustúlka, lærir af bit- urri reynslu að gera sér engar gyllivonir um fram- tíðina. 00.00 Dagskrárlok. 1. október. 17.00 íþróttir. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarogdagskrá. 20.35 Tilhugalíf. Þriðji þáttur. 21.05 Bugsy Malone. Bresk bíómynd frá 1976. Höfundur og leikstjóri: Alan Parker. Aðalhlutverk: Scott Baio, Florence Dugger, Jodie Foster og John Cassisi. Söngva og gamanmynd, sem gerist í New York á bannárunum og lýsir erj- um glæpaflokka, en leik- endur era á aldrinum 12 til 13 ára. 22.35 Sjöunda innsiglið. (Sjuende inseglet) Sænsk bíómynd frá 1956. Leikstjóri: Ingmar Bergman. Aðalhlutverk: Max von Sydow, Gunnar Bjömstrand, Bengt Eke- rot, Bibi Andderson og Nils Poppe. Riddari á leið heim úr krossferð veltir fyrir sér áleitnum spumingum um rök tilvemnnar og sam- band guðs og manns. Á leið sinni mætir hann dauðanum, sem heimtar sálu hans, en riddarinn ávinnur sér frest til að halda ferð sinni og leit áfram en um hrið. 00.15 Dagskrárlok. 2. október. 18.00 Hugvekja. 18.10 Stundin okkar. Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson. í þessari fyrstu Stund á haustinu flytja „grýlur" tvö lög og rætt er við , Ragnhildi Gísladóttur. Á bænum Smáratúni í Fljóts hlíð er rekið unglinga- heimih auk búskapar. Þar verður fylgst með stúlku á bænum við leik og störf. Þá verður farið í getraunaleik. Áhorfendur spreyta sig á því að þekkja gamalt áhald. Getraunin heldur áfram næsta sunnudag. Góð- kunningjar síðan i fyrra, Smjattpattarnir, birtast á ný og auk þess tveir skritnir karlar sem heita Deli og Kúkill. 19.05 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Flugskírteini 1, 2 og 3. Þáttur sem sjónvarpið lét gera um þrjá fyrstu flug- menn á íslandi þá Sigurð Jónsson, Björn Eiríksson og Agnar Kofoed- Hansen, en af þeim er nú aðeins Sigurður á lífi. Einnig er brugðið upp myndum frá sögu Ðugs- ins hér á landi og fylgst með listflugi eins þeirra þremenninga. 22.05 Wagner. Annar þáttur. 23.00 Dagskrárlok. 3. október 19.45 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni. 20.45 íþróttir. 21.20 Já ráðherra 1. þáttur. Jafnrétti kynj- anna. Breskur gaman- myndaflokkur, framhald fyrri þátta. 21.50 Tveimur unni hún mönnunum Ný bresk sjónvarpsmynd. 1. þáttur í nýrri syrpu. 22.45 Dagskrárlok. Þrídjudagur 4. október 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Snúlli snigill og Alli álfur. Teiknimyndaflokkur fyrir börn. 20.40 Tölvurnar 4. þáttur. 21.05 Bostniavaknartillifsins Þýsk heimildarmynd um héraðið þar sem vetrar- ólympíuleikarnir eiga að fara fram á næsta ári. 21.55 Marlow einkaspæjari Nýr flokkur 1. þáttur. Ne- vadagas. Breskur saka- málaþáttur. 22.50 Dagskrárlok. Miðvikudagiir 5. október 18.00 Söguhornið 18.05 Amma og átta krakkar 18.25 Rauði refurinn Bresk dýralífsmynd. 19.40 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Dagur i dýragarðinum Bresk heimildarmynd um dagleg störf í dýragarðin- um í Lundúnum. 21.25 Dallas 1. þáttur í nýrri syrpu. 22.35 Dagskrárlok. Bílaklúbbur Akureyrar: Síðasta torfærukeppnin Vetrarstarf kirkjunnar Síðasta torfærukeppni ársins verður haldin nú um helgina í malarnám- um Akureyrarbæjar í Glerárdal. Pessari keppni var frestað á sínum tíma vegna veðurs en nú er sem sagt ákveðið að keppnin verði á laugar- dag kl. 14. Keppnin á morgun verður fyrst og fremst keppni þeirra Halldórs Jóhannessonar og Berg- þórs Konráðssonar um íslandsmeistartitilinn, en Sýningu Sýningu Samúels Jó- hannssonar sem staðið hefur undanfarna daga í Hafnarstræti 81, lýkur þeir eru nú efstir og jafnir í keppninni. Sigurður „Smurlaugur“ Vilhjálms- son á vissa möguleika á titlinum og einnig Sigurð- ur Baldursson, sem nú er í fjórða sæti. Fyrsta bók Jóhanns árel- íuzar er komin út. Það er ljóðabókin blátt áfram. Útgefandi og kostnaðarmaður er Jó- nú um helgina. Ágæt aðsókn hefur verið að sýningunni enda hefur marga fýst að sjá Það er a.m.k. ljóst að það verður hart barist frá fyrstu til síðustu tor- færu og úrslit gætu allt eins ráðist á tímabraut- inni margfrægu. hann árelíuz. Útlit og uppsetningu bókarinnar annaðist Hallgrímur Tryggvason í samráði við höfund. verk þessa kunna knatt- spyrnumarkvarðar hér á árum áður. Hvort Sam- úel hefur svo náð jafn góðum tökum á penslin- um og þrumuskotunum verða svo sýningargestir að dæma um sjálfir en á sýningunni eru bæði málverk og teikningar. Sýning Samúels að Hafnarstræti 81 (hús Tónlistarskólans, þar sem áður var húsgagna- verslunin Einir) verður opin í dag frá kl. 17-22 og um helgina frá kl. 15- 22. Sýningin er sölusýn- ing og hefur verði verk- anna verið stillt mjög í hóf. Vetrarstarfið í Akureyr- arkirkju er nú senn að hefjast. Sunnudagaskólinn byrjar nk. sunnudag, 2. október kl. 11 f.h. og eru öll börn velkomin, yngri sem eldri. Börn á skóla- aldri verða í kirkjunni en yngri börn í kapellunni. Bekkjarstjórar eru beðn- ir að koma 1/2 klst. fyrr, (11 og 12 ára börn). Námsefnið sem notað verður heitir „Nýi sunnu- dagspósturinn“ og er það vinnubók sem börnin hafa með sér í kirkjuna í hvert sinn. í vinnubók þessa, sem kostar kr. 50,-, fá þau myndir, en auk þess eru í bókinni ýmis verkefni sem þau geta unnið heima. Létt- ara námsefni verður fyrir yngri börnin. Æskilegt er að foreldrar líti til með börnum sínum en þeir eru líka boðnir velkomn- ir til þátttöku í sunnu- dagaskólastarfinu með börnunum. Félagar úr Æ.F.Ak. verða einnig til aðstoðar. Er ástæða til að hvetja hina eldri til að vekja at- hygli barna sinna á þessu starfi og leggja því lið með því að leiða þau til þátttöku. Auk helgi- stunda og fræðslunnar er mikið sungið í sunnu- dagaskólanum af sálmum og léttum söngvum, sýndar myndir og sagðar sögur en einnig er stefnt að því að æfa helgileiki og gefa börnunum sjálf- um kost á að koma fram. Þá er einnig venja að minnast afmælisdaga barnanna. Æskulýðsfélagið held- ur fundi á hverju fimmtu- dagskvöldi og eru nýir félagar ætíð velkomnir. Auk venjulegra fundar- starfa, heimsókna á stofnanir, þátttöku í mót- um o.fl. er nú fyrirhugað að hafa sérstakar söngæf- ingar á haustmánuðum og verða þær auglýstar nánar áður en þær hefjast. Kvenfélag Akureyr- arkirkju hóf vetrarstarfið með fundi sl. sunnudag, en næsta sunnudag, 2. október, verður fyrsta messukaffi kvenfélagsins að þessu sinni. Það verð- ur í kapellunni strax að aflokinni messu og eru allir kirkjugestir boðnir velkomnir til að eiga ró- lega stund yfir kaffibolla í hópi bræðra og systra. Fjáröflunardagur kvenfélagsins er nú í undirbúningi, en hann verður sunnudaginn 20. nóvember og verður haldinn að Hótel KEA með basar og kaffisölu að lokinni messu þann dag. í kvenfélagið eru ætíð velkomnar allar konur sem áhuga hafa á að leggja málefnum kirkj- unnar lið. Bræðrafélag Akur- eyrarkirkju býður einnig nýja bræður velkomna til þátttöku, en þar eru nú í undirbúningi umræðu- fundir eftir messur o.fl. sem nánar verður auglýst þegar þar að kemur. Enn er ónefnt hið mikla starf kirkjukórsins, en kórinn heldur reglu- lega söngæfingar á þriðjudagskvöldum yfir vetrarmánuðina. Alltaf er þörf á nýjum félögum í kórinn, einkum í karla- raddirnar. Yfir vetrarmánuðina verða guðsþjónustur í Akureyrarkirkju að jafn- aði kl. 2 síðdegis. Sóknarprestarnir. Samúel við eitt verka sinna. Mynd: KGA. Samúels að ljúka blátt áfram 30. séþtémbér 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.