Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 3. október 1983 110. tölublað „Mennt er betri en mikið fé“ - sagði Tryggvi Gíslason skólameistari MA í skólasetningarræðu sinni í gær. Hlutfall nem- enda af Norðurlandi fer vaxandi við skólann „í dag hefst nýtt skólaár Menntaskólans á Akureyri. Framundan er heillandi starf vetrarins. Nemendur skólans og kennarar hafa valið sér það hlutverk að starfa við bóklega menntun og það er harla gott, því mennt er betri en mikið fé,“ sagði Tryggvi Gíslason, skólameistari M.A. í upphafi skólasetningarræðu sinnar í gær, þegar skólinn var settur í 104. sinn. í ræðu Tryggva kom fram að í vetur verða tæp 60% nemend- anna stúlkur, en þær voru 44% nemenda skólans fyrir 10 árum og fyrir 15 árum voru stúlkur að- eins 35% af nemendum. í dag- skóla eru skráðir 606 nemendur og í kvöldskóla - öldungadeild - 117 nemendur. Nemendur skól- ans eru því samtals 723 og hafa ekki orðið fleiri í sögu skólans. Nýnemar á fyrsta ári eru 176, 93 stúlkur og 83 piltar. Flestir nýnemanna eru frá Akureyri, eða 90, 22 eru úr byggðum Eyjarfjarðar, 24 af Norðurlandi vestra og 9 úr Þingeyjarsýslum. Af Norðurlandi öllu eru því 145 nýnemar, eða 82,38% af öllum nýnemum í haust. Þegar Iitið er til allra nemenda skólans eru 513 eða 85% af Norðurlandi og hefur hlutfall Norðlendinga farið vax- andi, því fyrir 10 árum voru þeir um 70 af hundraði. í vetur stunda allir nemendur M.A. nám eftir nýrri námskrá fyrir framhaldsskóla á Norður- landi, sem tók gildi haustið 1980. Kennt er á sjö námsbrautum: Eðlisfræðibraut, málabraut, myndlistarbraut, nátttúrufræði- braut, samfélagsbraut, tónlist- arbraut og viðskiptabraut. Mikill sveigjanleiki er í námi við skól- ann og margar leiðir leyfðar að markinu, sem er stúdentspróf, eins og Tryggvi Gíslason, skóla- meistari komst að orði. „Mikið heyrist um það rætt þessi misseri, að of mikið megi af því gera að mennta sig til bókar- innar og vel kann það rétt að vera, því hóf er best á hverjum hlut. Hins vegar tel ég ekki enn gæta neins óhófs í skólagöngu fólks og enn má auka að mun menntun íslendinga, bæði hina almennu undirstöðumenntun svo og flesta starfsmenntun," sagði Tryggvi í skólasetningarræðu sinni. Tryggvi Gíslason skólameistarí flytur setningarræðuna í gær. Mynd: KG A. íslandsmeistarinn í torfæruakstri, Bergþór Konráðsson úr Fljótshlíð, geysist hér upp bratta brekku í torfæru- keppninni á laugardaginn, og fór létt með. Bergþór sigraði í keppninni, Sigurður Baldursson varð annar. Mynd: KGA. Alvarlegt vinnuslys á Heklu: Ung kona lenti með handlegg í bandhníf Alvarlegt vinnuslys varð á Heklu um hádegisbilið á Iaug- ardag, þegar 22 ára gömul kona lenti með handlegg í svokölluðum bandhníf og slas- aðist mikið. Var hún flutt á Borgarspítalann þar sem lækn- ar gerðu að meiðslunum og mun aðgerðin hafa tekist vel, en aðgerðin tók samtals 8 klukkustundir. Bandhnífurinn sem konan lenti í er stór og notaður til að sníða með. Konan var að kenna nýliða að sníða þegar hún rann á gólfinu og lenti með handlegginn í hnífnum. Varð af mikið sár rétt ofan við úlnlið og fór aðalslagæð- in í handleggnum í sundur. Soffía Halldórsdóttir, verkstjóri, var strax kölluð til, bað hún um sjúkrakassa og tókst nær sam- stundis að stöðva blóðrásina með því að setja þar til gerðan púða í olnbogabótina. Strax var hringt í sjúkrabíl og konan flutt á sjúkra- húsið á Akureyri. Þaðan var hún flutt á Borgarspítalann og þar gerðu Tryggvi Þorsteinsson og Rögnvaldur Þorleifsson, sá sem græddi hendina á stúlku á sínum tíma, að meiðslunum. Mun að- gerðin hafa tekist vel og allt útlit fyrir að konan haldi hendinni, því eðlileg blóðrás var komin fram í fingur. Töldu læknarnir að hún fengi eðlilega starfsorku á ný að lokinni endurhæfingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.