Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 3
Aflaklóin Jóhannes Kristjánsson með nokkra verðlaunagripi sem fengsæld hans hefur fært honum. Veiði á Norðurlandi eystra 1983: „Eg má vel við una“ - segir Jóhannes Kristjánsson stang- veiðimaður um sumarið FIMLEIKAR JAZZBALLETT Sporthú^idm HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 - Þetta var auðvitað ekkert vor og þó sumarið hafi verið sæmilegt hér á Akureyri þá var það slæmt á mörgum stöðum hér norðanlands og það endur- speglast í veiðinni, sagði Jó- hannes Kristjánsson hinn kunni stangveiðimaður í sam- tali við Dag er hann var spurð- ur álits á veiðinni á því sumri sem nú er á enda. Sumrinu sem aldrei kom að margra dómi. Jóhannes sagði að laxveiði hefði yfirleitt verið mjög dræm og t.d. hefðu aðeins tæpir 1180 laxar veiðst í Laxá í Aðaldal. 926 laxar hefðu veiðst á vegum Lax- árfélagsins en vitað væri um 250 laxa á öðrum svæðum árinnar. - í flestum ám hefur verið helmingi minni bleikjuveiði í sumar en í meðalári og þar valda vatnavextirnir fram eftir öllu sumri og kuldi mestu. Bleikjan gekk seint í árnar og það var ekki fyrr en upp úr miðjum ágúst að árnar urðu viðráðanlegar, sagði Jóhannes en samkvæmt upplýs- ingum hans þá veiddust um 240 laxar £ Mýrarkvísl í sumar, um 240 laxar í Reykjadalsá og Ey- vindarlæk, 102 laxar og hátt í 200 bleikjur í Fnjóská, 8 laxar og 1339 bleikjur í Eyjafjarðará, 600-800 bleikjur í Svarfaðar- dalsá en þar missti stangveiði- maður einn lax, 500-700 bleikjur veiddust í Ólafsfjarðará og 16 skráðir laxar í net veiddust í Ól- afsfjarðarvatni. Þar brást hins vegar gildrubúnaður sá sem kom- ið hafði verið fyrir. í Skjálfanda- fljóti veiddust 97 laxar, 9 laxar í Djúpá og sennilega tveir laxar í Hörgá en þar var bleikjuveiði mjög lítil. Sjálfum sagðist Jóhannesi hafa gengið ágætlega í sumar. Hann hefði farið tvisvar í Laxá á Ásum og verið þar með hálfa stöng og fengið þá tíu laxa í hvort skipti sem veiða mátti. Þá hefði hann veitt um 60 laxa í Laxá í Aðaldal og því mætti hann vel við una. - Það er annars óvenjulegt að stærsta laxinn minn í sumar, 18 punda, fékk ég á maðk, sagði Jóhannes og bætti því við að hon- um finndist síður en svo nokkur óvirðing í því að nota það agn. Landsþing þroskahjálpar Landssamtökin Þroskahjálp sem vinna að málefnum þroskaheftra halda Iandsþing dagana 7., 8. og 9. okt. n.k. Þann 8. okt verður haldin ráð- stefna um málefni og markmið samtakanna í hinum ýmsu hags- munamálum skjólstæðinga þeirra. Samtökin telja það nú brýnna en nokkru sinni fyrr að marka ábyrga og raunhæfa stefnu í mál- efnum þroskaheftra m.a. með til- liti til þeirra aðstæðna sem ríkj- andi eru í þjóðfélaginu og vafa- laust eiga eftir að leiða til vaxandi tilhneigingar til samdráttar og niðurskurðar á ýmiss konar opin- berri þjónustu við þennan hóp öryrkja. Samtökunum er í mun að sem flestir leggi sitt af mörkum til skilnings á kjörum og aðstæðum þroskaheftra og fjölskyldna þeirra með því að kynna sér þær umræður sem fram fara innan þessa málaflokks. . 3. október 1983 - DAGUR - 3 BðOI' vjootxo .8 - RUriíAÖ - :%

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.