Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 7
Æfingar eru nú hafnar hjá Hand- knattleiksdeild Þórs og eru þær sem hér segir: 6. flokkur: Sunnudaga kl. 11.30 Glerárskóla Þriðjudaga kl. 18.00 Glerárskóla 3. fl. kvenna: Sunnudaga kl. 9,30 Glerárskóla Þriðjudaga kl. 17.00 Glerársköla 5. flokkur: Sunnudaga kl. 10.30 Glerárskóla Fimmtudaga kl. 19.00 Glerárskóla 4. flokkur; Sunnudaga kl. 15.30 Glerárskóla Miðvikudaga kl. 18.00 Glerárskóla Laugardaga kl. 13.30 Glerárskóla 3. flokkur: Sunnudaga kl. 12.30 Glerárskóla Þriðjudaga kl. 18.00 Skemman Fimmtudaga kl. 22.00 Höllin Stjórnin. 6 - DAGUR - 3. október 1983 „KA á eftir að gera mikið betur í vetur‘ - segir Hilmar Bjömsson - Ég er mjög ánægður með þessi tvö stig, sagði Hilmar Björnsson, þjálfari Vals og fyrrum landsliðsþjálfari eftir leik KA og Vals. - Það var viss spenna í okkur fyrir þennan leik og ég er viss um að KA-liðið á eftir að gera mikið betur í 1. deildinni í vetur, sagði Hilmar Björnsson. - Lékuð þið af fullum krafti allan tímann? - Það er erfitt að segja til um það. Við erum að þreifa okkur áfram t.d. varðandi byrjunarliðið en það má segja að við höfum leikið á fullu nema e.t.v. allra síðustu mínúturnar þegar ungu strákarnir í liðinu fengu sín tæki- færi, sagði Hilmar Björnsson, en það vakti athygli að sterkir leik- menn undanfarinna ára eins og t.d. Þorbjörn Jensson, Jón Pétur Jónsson og Brynjar Harðarson léku vart nema u.þ.b. helming leiktímans. - ESE. Handknatt- leikur hjá KA Æfingar eru hafnar hjá Hand- knattleiksdeild KA og eru æfing- ar yngri flokka sem hér segir: 6. flokkur: Mánudaga kl. 18.00 íþröttahöll Fimmtudaga kl. 17.00 íþróttahöll 5. flokkur: Mánudaga kl. 19.00 íþróttahöll Miðvikudaga kl. 18.00 íþrótta- höll 4. flokkur: Þriðjudaga kl. 17.00 Skemman Miðvikudaga kl. 17,00 íþrótta- höll Fimmtudaga kl. 17.00 Skcmman 3. flokkur: Mánudaga kl. 22.00 íþróttahöll Miðvikudaga kl. 22.00 íþrótta- höll Fimmtudaga kl. 18.00 Skemman Stjórnin. Knattspyma hjaKA Æfingattmar innanhúss veturinn 1983-84. íþróttaliöllin: 6. fl. sunnud. kl. 10:00-11:00 5. fl. sunnud. kl. 11:(RV12:00 4. fl. laugard. kl, 12:00-13:00 3, fl. föstud. kl. 17:15-18:15 kv. fl. sunnud. kl. 10:00-12:00 Íþrótfaskcmnian; 2. fl. þriðjud. kl. 21:00-22:00 mfl. fimmtud. kl, 21:00-22:00 I sumar vann Baldvin við það að hrista frae yfir knattspyrnuvöll Þórs í Glcrárhverfi. Nú hristlr hann kerfin fram úr buxnaskálmunum og mun síðan hrista aurana upp úr huddunni áður en langt uni líður. 111Vfl ilangar ekkert í bíl“ - segir Baldvin Ólafsson sem fékk tæp 360 þúsund í knatt- spyrnugetraunum á dögunum „Ég hristí þetta kert'i bara fram Baldvin spiiar með 1000 raðir úr buxnaskálminni,'1 sagði í getraununum í viku hverri, og Baldvin Olafsson „Skans,“ en hefur þróað sitt eigið kerfi sem Baldvin gerði sér lítiö fyrir um gengur undir nafninu „Skans- fyrri helgi og var einn með alla kerfið“ meðal vina hans. Bald- 12 leikina rétta á getraunaseöi- vin er þvf ekki óvanur að vinna tnum í knattspyrnugetraunun- í getraunum, hann fékk 120 um. Að auki var hann með þúsund króna vinning fyrir tæp- nokkrar raðir með 11 réttum um tveimur árum og aö auki leikjum og hvað fékk hann í hefur hann hlotið tugi smávinn- sinn hlut fyrir þetta? inga. „Þú getur fengið þaö alveg nákvæmlega, það voru þrjú „Nei ég ætla ekkert að auka hundruð fimmtíu og sjö þúsund við mig, læt þessar 1000 raðir eitt hundrað tuttugu og fjórar bara nægja" sagði Baldvin. Þess krónur." sagði Baldvin. Við má geta að hann er einn örfárra spurðum hann hvað ætti nú að aðdáenda Nottingham Forest taka sér fyrir hendur með þessa hér á landi, og leikur Forest peninga innanborðs. gegn Luton var einmitt einn „Ég veit það ekki, a.m.k. ,.öruggu“ leikja Baldvins er langar mig ekkert í bfl.” sagði hann krækti sér i vinninginn hann. góða á dögunum. Úthaldið og baráttu- viljinn brugðust alveg! — Valur vann öruggan sigur, 23:18 á KA Úthaldsleysi ásamt slökum varnarleik og bráðræði í sóknarleik varð KA að falli í fyrsta 1. deildar leiknum í handknattleik í íþróttahöll- inni á Akureyri. Mótherjar KA í þessum leik voru Vals- menn og áttu þeir ekki í vandræðum með að tryggja sér bæði stigin þrátt fyrir að liðið sýndi engan stórleik. KA byrjaði annars þennan leik af miklum krafti og Jóhann Ein- arsson kom liðinu yfir 1:0 þegar á fyrstu mínútu. Björn Björnsson jafnaði strax í næstu sókn fyrir Val en síðan komu tvö mörk frá KA. Fyrst skoraði Magnús Birgis- son eftir góða línusendingu en síðan sveif aldursforsetinn Þor- leifur Ananíasson framhjá varn- armönnum Vals í horninu og skoraði, 3:1. Jón Pétur Jónsson náði að minnka þann mun í 3:2 og í næstu sókn fengu KA-menn dæmt víti. Sæmundur Sigfússon tók vítakastið en Einar Þorvarð- arson, landsliðsmarkvörður varði snilldarlega. Næsta sókn Vals rann út í sandinn og Þorleifur jók muninn í 4:2 en aftur svaraði Jón Pétur með góðu marki. Erlingur Kristjánsson, knattspyrnukapp- inn kunni skoraði fimmta mark KA með langskoti, efst í hornið og í næstu sókn skoraði Steindór Gunnarsson fyrir Val. Sigurður Sigurðsson jók muninn aftur með lúmsku skoti en Björn Björnsson kvittaði fyrir Val. Enn náðu KA- menn tveggja marka forskoti er Erlingur skoraði úr víti og var staðan nú 7:5 og áhorfendur vel með á nótunum. Þegar hér var komið sögu voru einar 13 mínútur búnar af leikn- um og þá var eins og úthaldið hjá KA væri búið. Valsmenn gerðu næstu fjögur mörk og var Jón Pétur atkvæðamikill á þessu Jóhann Einarsson brýst í gegn um vöm tímabili. Staðan var allt í einu orðin 9:7 fyrir Val og þó að Sig- urður minnkaði muninn í eitt mark með langskoti þá var Adam ekki lengi í Paradís og aftur svör- uðu Valsmenn með fjórum mörkum. Munaði þarna mestu að Brynjar Harðarson var kom- inn inn á hjá Val og dreif hann félaga sína áfram með snilldar- sendingum og góðum leik. Bæði lið skoruðu sitt markið hvort fyrir hlé og staðan í leikhléi því 14:9 Val í hag. Vals en er ekki tekinn neinum vettlingatökum Það var greinilegt að Vals- menn tóku lífinu með ró í seinni hálfleik og ungu mennirnir í lið- inu fengu þá að spreyta sig. Einar Þorvarðarson markvörður sem varði hátt í 20 skot í leiknum fór út af þegar sjö mínútur voru til leiksloka og staðan 22:15 og ný- liðinn Sigurður Hafsteinsson stóð sig einnig prýðilega. Þó að KA héldi jöfnu í þessum hálfleik með því að skora þrjú síðustu mörkin, var eins og alla eins og sjá má. Mynd: KGA. leikgleði vantaði og oft virtist sem svo að leikmenn hefðu sætt sig við orðinn hlut. Af þeim níu mörkum sem KA skoraði í hálf- leiknum voru fjögur úr vítum en afgangurinn af línu. Valsvörnin átti í litlum erfiðleikum með langskotin og það sem rataði í gegn hirtu markverðirnir. Besti maður KA í þessum leik var markvörðurinn Magnús Gauti, sem þarna lék sinn 300. leik fyrir KA, en Gauti varði hátt í 20 skot í leiknum. Aðrir áttu fremur dapran dag og t.d. var skotanýting Erlings með eindæm- um slæm. Það var helst að gömlu jaxlarnir, Þorleifur og Sigurður reyndu að berjast ásamt Jóhanni Einarssyni en það viðnám þraut um leið og úthaldið. Annars er mjög hæpið að dæma KA-liðið eftir aðeins tvo leiki í fyrstu deild - báða gegn liðum sem gengið hafa í gegnum heilt Reykjavíkurmót og vafa- laust á liðið eftir að gera mikið betur. Helstu mistökin í þessum leik voru þau að KA-menn héldu ekki höfði eftir að þeir voru komnir í 7:5 og í stað þess að liggja á boltanum, lengja sókn- irnar og reyna á þolrif Vals- manna, þá var hraðinn keyrður upp með þeim afleiðingum að liðið sprakk á limminu ef svo má að orði komast. Birgir Björnsson þjálfari á því ærin verkefni fyrir höndum og það fyrsta sem hann ætti að koma strákunum í skiln- ing um er að enginn leikur er tap- aður fyrr en flautan gellur í leiks- lok. Með góðri baráttu og skyn- samlegum leik ættu KA-menn að geta haldið hlut sínum fyrir liðum eins og Stjörnunni, Haukum, Þrótti og KR, sérstaklega hér á heimavelli og liðið er því ekki ennþá fallið í 2. deild, en sá hugs- unarháttur virðist því miður vera ríkjandi jafnt hjá leikmönnum sem áhorfendum. Stuðningur áhorfénda er mikilvægur en því miður heyrðist lítið í þeim tæp- lega 300 sálum sem mættu á þennan leik. Mörkin: KA: Jóhann Einarsson 4 (1), Erl- ingur 4 (3), Þorleifur 2, Sigurður 2, Magnús Birgisson 2, Jón Krist- jánsson 2 (1), Jóhann Bjarnason 1, Logi Einarsson 1. Valur: Jón Pétur 7, Steindór 4, Björn B. 3, Sæmundur 2, Valdi- mar 2, Brynjar 2 (2), Jakob Sig- urðsson 2, Stefán Halldórsson 1. - ESE. Skoraði 6 mörk gegn Nurnberg Það kemur æ betur í ljós að AI- freð Gíslason virðist vera orðinn yfírburðamaður í liði sínu Essen í þýsku deildinni. Nú síðast lék hann með liði Essen á laugardag á útivelli gegn Núrnberg og skor- aði þá tæpan helming marka liðsins, 6 mörk en Essen tapaði leiknum 13:14. - Þetta var í járnum allan tím- ann og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum, sagði Alfreð í samtali við Dag eftir leikinn. - Það er gífurlegur munur að leika á heimavelli eða útivelli hér í Þýskalandi og ég hefði ekki trúað því að óreyndu að munurinn væri svona mikill. Hér eiga lið að geta bókað sér sigur á heimavelli og það er svo happdrætti hvernig útileik- irnir ganga. Að sögn Alfreðs er Essen nú komið með þrjú stig eftir fjóra leiki en þess ber að geta að þrír leikj- anna hafa verið á útivöllum. - Við eigum leik gegn Lemko, liði Sigga Sveins hér heima um næstu helgi og þá ætlum við okkur ekkert annað en sigur, sagði Alfreð og það er víst að hart verður barist í þessum „íslendingaslag“. Hvor hefur betur, Alfreð eða Siggi Sveins, kemur í ljós eftir þann leik. - ESE. Alfreð Gíslason. Jakob Jönsson. Tveir leiklr og í.... Bæði skiptin á slysavarðstofu Jakob Jónsson handknattleiks- maður úr KA sem hefur geng- ið í KR eins og kunnugt er, hefur nú leikið 2 leiki með sínu nýja félagi. Sá fyrri var gegn Val, og átti Jakob þá góðan leik uns hann fékk ljótt högg í andlitið og varð að fara á slysavarðstofu. í síðustu viku léku KR-ingar svo gegn Haukum og aftur var Jakob í sviðsljósinu. 1 þeim leik var hann sleginn illa og aftur mátti hann heimsækja slysavarð- stofu. Er greinilegt að Jakob er tekinn föstum tökum af andstæð- ingum KR. Að loknu spennandi knattspyrnusumri Þá er knattspyrnuvertíðin því sem næst á enda og því ekki óeðlilegt að menn líti um öxl og athugi hvað hefur áorkast á ár- Akureyrarliðin KA og Þór mega vel við una eftir gott sumar. Þórsarar gerðu grín að öllum hrakspám og voru ásamt Þrótti það lið sem mest kom á óvart í fyrstu deildinni. Árangur Þórs er árangur sterkrar og jafnr- ar liðsheildar og það kæmi ekki undirrituðum á óvart að Björn Árnason yrði útnefndur „þjálfari ársins" ef einhver hirðir um að standa fyrir slíkum útnefningum á annað borð. Það er gleðilegt að KA skuli nú hafa tekist að endurheimta sæti sitt í fyrstu deild og því hljóta allir að fagna, jafnt KA- menn sem Þórsarar. Það er ekki ónýtt að 1. deildarleikjum fjölgar hér um helming á næsta ári og slíkt ætti að glæða allan áhuga á þessari göfugu íþrótt. Ekki spillir heldur fyrir að „derby-leikir“ Þórs og KA verða á næsta sumri alvöruleikir, þar sem allt verður lagt í sölurnar og fjandinn hafi það ef allt verður ekki sjóðandi á áhorfendapöllunum í þessum tveim þýðinarmiklu leikjum. Knattspyrnumenn á Norður- landi geta annars þegar á heild- ina er litið verið mjög ánægðir með þetta sumar. Leiftur vann fjórðu deildina sannfærandi og það er ég viss um að Tindastóll gerir líka í þriðju deildinni ef þeir fá tækifæri til þess vegna óafgreiddra kærumála milli Sel- foss og Skallagríms. Undirritaður reit örlítið grein- arkorn hér fyrr í sumar og fjall- aði um landsliðsmálin. Sýndist sitt hverjum um réttmæti þess sem þar stóð og hirði ég ekki um að rifja það upp nánar hér. Hitt er aftur deginum ljósara eftir þetta knattspyrnusumar að bless- uð landsliðsmálin voru í algjör- um molum. Það var móralslaust og stjómlaust landslið sem atti kappi við mikið betri knatt- spyrnuþjóðir og menn verða að átta sig á því að það er ekki knattspyrnunni til framdráttar að gefa fólki sífellt falskar vonir. Það þýðir ekki að afsaka 4-0 ósigurinn gegn Svíum með því að segja að Svíar hafi fengið þrjú út- söiumörk. Það þýðir ekki að svífa um á rósrauðum skýjum af því að okkar menn héldu hreinu í seinni hálfleik gegn Hollending- um en töpuðu samt 3-0 og það þýðir ekki að plata 15 þúsund manns á völlinn undir þeim for- merkjum að þar eigi að rúlla írum upp, en tapa svo leiknum 3-0. Nema 10 þúsund hafi kannski komið til að sjá Magnús Ólafsson? Hver veit? Á meðan landsliðsnefnd hefur engan til að peppa upp strákana í landsliðinu og fá þá til að sýna sínar bestu hliðar þá dugir ekki að flatmaga á þessum rósrauðu skýjum, glápa á naflann á sér og vinna Færeyjar fjögur eða fimm núll. Það þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn eftir stóru yfir- lýsingarnar. Menn verða að vera raunsæir. P.S. Það snjóaði í Vaðlaheið- ina í gær .... Eiríkur St. Eiríksson. Alfreð Gíslason var yfirburðamaður! 3. október 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.