Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 8
Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri: Nokkur orð um málefni Hitaveitu Akureyrar 3. grein í dag nýtir Hitaveita Akureyrar vatn frá fjórum virkjunarsvæðum í nágrenni bæjarins, þ.e frá Laugalandi, Tjörnum og Botni í Eyjafirði og af Glerárdal. Hita- stig vatnsins frá virkjunarsvæð- unum er mjög mismunandi, sam- anber mynd 1 hér að neðan. Að auki hefur hitaveitan yfir að ráða u.þ.b. þriðjungi af því affalls- vatni, sem frá ofnakerfum bæjar- ins kemur á hverjum tíma. Við mesta álag mælast tæpir 60 I/sek. af 40°C heitu affallsvatni frá þeim hluta kerfisins, sem lagður hefur verið tvöfaldur. Gera þarf greinarmun á veitum sem selja vatn (vatnsveitur) og veitum, sem selja orku (orkuveit- Syðra-Laugaland 95°C Botn 87°C Ytri-Tjarnir 80°C Glerárdalur 60°C Affallsvatn 40°C Hitastig ráðstofunarvatns. Hita- tap í aðveitukerfi er u.þ.b. 2,5°C. ur). Hitaveitur eru orkuveitur, sem selja orku til upphitunar. Orkan fæst við niðurkælingu vatns úr einu hitastigi í annað. Vatnið er því aðeins flutnings- miðill orkunnar og telst eign veit- unnar, eftir aö notandi hefur nýtt sér þá orku úr því, sem hann tel- ur vera hagkvæmt. Orkan sem notandinn fær úr vatninu, cr þar af leiðandi í beinu hlutfalli við hitafallið á því vatni sem notaö er. Notandi er býr við 80°C heitt innrennslisvatn, sem hann nýtir niður í 40°C fær sömu orku og notandi er býr við 70°C heitt inn- rennslisvatn, sem hann nýtir niður í 30°C miðað við sama vatnsmagn. í frumáætlun er gengið út frá, að vatnshiti verði 90°C við húsvegg. Þetta ofmat hönnuða sem og fleira, hefur komiö sér mjög illa fyrir hitaveituna hvað varðar eðlileg samskipti við notendur. Nokkuð algengt er að notendur eigi erfitt með að sætta sig við lægra innrennslishitastig en fyrstu vonir gerðu ráð fyrir og vitnað hefur verið til fyrri ummæla og skrifa í þessu sambandi. Þessi óánægja notenda er að mörgu leyti skiljanleg og virðist , sem hér sé meira um tilfinningaleg at- riði að ræða en að þetta valdi röskun á möguleikum á eðlilegri upphitun húsa, eftir að hitaveitan fór að tryggja öllum notendum sínum hitaorku er svarar til eigi lægra innrennslishitastigs en 70°C. Hafa þarf hugfast að það álit sem sett var fram á árunum 1976-1979 um þessi mál var mót- að á grundvelli hins mikla ofmats tæknimanna á vatnsgæfni Lauga- landssvæðisins, sem gefur 95°C heitt vatn en sem telja verður að hafi verið það besta mat sem hægt var að leggja á svæðin mið- að við þá þekkingu og reynslu sem menn bjuggu yfir. Síðan má spyrja hvort þessi þekking á vatnsöflunarmöguleikum Eyja- fjarðarsvæðisins, hafi í raun ekki verið of veik til að byggja á svo stórar ákvarðanir og miklar fram- kvæmdir, sem nú eru orðnar að veruleika? Það er ekki af vilja- Ieysi hitaveitunnar að kerfishiti skuli ekki vera það er frumáætlun gerði ráð fyrir, heldur er hér um að ræða eðlileg viðbrögð við þeim mikla vanda sem þetta hef- ur skapað í rekstri veitunnar, þar sem hafðir eru í huga hagsmunir heildarinnar til lengri tíma litið. í byggingarreglugerð nr. 292 frá árinu 1979 er kveðið á um að óheimilt sé að mesti yfirborðshiti ofns hjá notanda fari yfir 80°C og að hiti neysluvatns yfirstígi 80°C. Til undantekninga telst ef hita- veitur hafa 90°C kerfishita og bent skal á, að hitaveitur hafa lagt út í fjárfrekar framkvæmdir til þess eins að gera þeim kleift að blanda niður kerfishita sem ann- ars væri yfir 80°C. Notandi sem kaupir vatns- skammt hefur valið hann miðað viö óhagstæðustu skilyrði, þ.e.a.s. kaldasta tíma ársins. Það mcsta hitaafl sem vatnsskammt- urinn gefur honum, er beint háð stærð vatnsskammtsins og hita- falli vatnsins. Þegar mesta afls er þörf, sendir hitaveitan 80°C heitt vatn frá miölunargeymum kerfis- ins. Þegar dregur úr hitaaflsþörf notanda og hitafall notaðs vatns helst 40°C, dregur sjálfkrafa úr vatnsrennsli til hans. Af þessum ástæðum dregur úr vatnsnotkun kerfisins yfir sumartímann. í stað þcss aö þctta gerist sjálfkrafa, gctur hitaveitan gripið inn og lækkað framrennslishitastig vatnsins. Miðað við gefið hitafall er þannig hægt að stýra því hita- afli, sem notendur fá aðgang að án þess að skerða möguleika þcirra til eðlilegrar upphitunar á hvcrjum tíma. Lækkað fram- rennslishitastig utan mesta álags- tíma krefst aukinnar vatns- notkunar miðað við ákveðna upphitunarþörf, en svo lengi lækkunin ekki krefst meiri aukn- ingar í vatnsnotkun, en sem sam- svarar mismuninum á eðlilegri vatnsnotkun við fullt hitastig og innstilltu vatnsmagni hemils, kemur það notandanum ekki að sök. Síðastliðinn 2 ár hefur Hita- veita Akureyrar lækkað fram- rennslishitastig kerfisins utan köldustu tímanna. Þegar frost er komið í 10°C til 12°C, tryggir hitaveitan 80°C kerfishita, þ.e.a.s. að vatnshiti er 80°C við miðlunargeyma bæjarins. Aftur á móti þegar útihitastig hefur náð + 15°C yfir sumarið, hefur hita- veitan lækkað kerfishitann niður í 72°C. Það sem vinnst í þágu heildar- innar við þessa hitastigsstýringu er margþætt. Helst er að nefna, að það vatn sem notað er til niðurkælingar er 40°C heitt affallsvatn, sem annars rynni til sjávar. Aukning í vatnsnotkun vegna þeirrar kælingar í fram- rennslishitastigi sem hér um ræðir, er minna en það affalls- vatn sem notað er til kælingarinn- ar. Vegna aukinnar notkunar sem afleiðing lægra fram- rennslishitastigs, verður náttúru- leg kæling í hlutfallslega of gildu pípukerfi bæjarins verulega minni en ella. Með lækkandi framrennslishitastigi á þeim tím- um sem hér að framan hafa verið nefndir, lækkar frárennslishita- stig notenda. Yfir sumartímann er hitastig þess affallsvatns, sem hitaveitan hefur til ráðstöfunar að meðaltali um 40°C þegar hita- stýringu er beitt, en hlutfallslega hærri við hærri framrennslishita. Þegar mesta álag kerfisins er 210 1/ sek. af 80°Cheitu vatni, jafngildir það 35 MW hitaafli miðað við nýtingu vatnshita niður í 40°C. Ef tækist að nýta þetta vatnsmagn niður í t.d. 15°C, mætti ná að jafngildi 22 MW hitaafls til aukn- ingar. Þessi aukning jafngildir aftur 130 l/sek. af 80°C heitu vatni, miðað við nýtingu vatns- hita niður í 40°C. Þótt ekki sé raunhæft að reikna með því að notendur nýti vatnshita niður í 15°C né að hitaveitan geti náð 210 1/sek. af affallsvatni í dag til endurnotkunar má ljóst vera að á undanförnum árum hafa mikil verðmæti farið til spillis í kerfi veitunnar og að stór auðlind er hér ennþá ónýtt. í nokkurn tíma hefur staðið yfir athugun hjá Hitaveitu Akur- eyrar á möguleikum og hag- kvæmni þess að nota varmadælur til aukinnar nýtingar á vatni veit- unnar. Hefur hér verið um að ræða frumathugun þar sem rekst- ur stórra varmadælna hefur ekki verið reyndur á fslandi fram til þessa. Varmadælur hafa verið notaðar víða um heim í mörg ár, en bein reynsla af rekstri þeirra við aðstæður eins og þær er við búum við þekkjast vart, en notk- un jarðhitavatns hefur skapað margvísieg vandamál í gegnum tímann, sem ekki þekkjast þegar um notkun yfirborðsvatns er að ræða. Sótt hefur verið reynsla til Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands og Frakklands, en Frakkar eru þeir einu af þessun þjóðum sem nota varmadælur við jarðhitavatn. Það varmadælukerfi (2 dælur) sem Hitaveita Akureyrar hefur fest kaup á, mun vinna þannig að 25 1/sek. af 40°C heitu affallsvatni kælast niður í 20°C. Það hitaafl sem við þessa niðurkælingu fæst er 2,0 MW, yfirfærist í aðskilda vatnsrás, sem tengd verður veitu- kerfi hitaveitunnar. Þannig að þessi aflyfirfærsla geti átt sér stað þarf að koma til 0,6 - 0,8 MW rafafl. Það afl flyst einnig yfir í hina aðskildu vatnsrás þannig að samtals fæst rúmlega 2,6 MW hitaafl inn á veitukerfi Hitaveitu Akureyrar. Stofnkostnaður varmadælukerfis- ins er nálægt því sá sami og kostnaður við borun 1800 m djúprar borholu, sem tækist að bora án verulegra áfalla og mis- taka. Virkjunarkostnaður hol- unnar kæmi síðan til viðbótar ef svo heppilega færi að holan gæfi virkjunarhæft vatn. Boraðar hafa verið 40 holur fram til þessa fyrir Akureyrarbæ með það í huga að hitta á vatnsæðar en fimm holur eru að jafnaði nýttar í dag. Nefnt skal að dýpi borhola er mismun- andi. Möguleikar eru á útvíkkun þessa varmadælukerfis til aukn- ingar á hitaafli fyrir veituna og einnig til aukinnar kælingar á því vatni, sem kælt verður. Hag- kvæmt getur orðið að kæla af- fallsvatnið niður í + 4°C með notkun varmadælna. Cop-stuðull (nýtnistuðull) þess varmadælu- kerfis sem hitaveitan stefnir að, að koma í rekstur á fyrri hluta næsta árs er áætlaður 3,5. Fram- leiðsluverð hverrar orkueiningar verður á núgildandi verðlagi 16 aurar/kWh, þegar reiknað hefur verið með fjármagnskostnaði og afskriftum. Framleiðsluverð hverrar orkueiningar frá svari- olíukatli veitunnar er 76 aurar/ fjármagnskostnaðar og afskrifta, þar sem ketillinn er fyrir hendi í dag. Þetta hefði í för með sér að áætluð bein rekstrargjöld hita- veitunnar án vaxta yrðu u.þ.b. 40% hærri í ár ef svartolíu- ketillinn yrði notaður til fram- leiðslu á sömu orku og varma- dælukerfið mun framleiða á ári. Olíukostnaðurinn á sólarhring þegar svartolíuketillinn er not- aður á fullum afköstum, er 220 þús. kr. eða með öðrum orðum, yrði olíukostnaður hitaveitunnar 20 m.kr. á ári ef ketillinn yrði rekinn á fullum afköstum yfir 3 köldustu mánuði vetrarins. Stærsti kostnaðarliðurinn við rekstur varmadælukerfa eins og þeirra er hér um ræðir, er raf- orkukostnaðurinn. Var því í upp- hafi athugunarinnar ljóst að finna yrði hagkvæma lausn á þeim þætti rekstursins. Rafveita Akur- eyrar hefur látið í ljós eftirsjá eftir þeirri raforkusölu sem hún hefur misst við tilkomu hitaveit- unnar. Það er flestum ljóst sem um þessi mál hugsa, að æskilegt er fyrir hverja rafveitu að hafa hluta af sínu álagi í formi rjúfan- legs afls (álags). Hversu stór sá hluti á að vera er hins vegar ekki skilgreint, en vitað er að margar rafveitur voru komnar með of stóran hhita síns álags á formi rjúfanlegs hitaálags, sem hafði það í för með sér að hluti þessa afls hafði áhrif á mestaaflstopp veitnanna, sem í raun þýddi að hitaorkuverð rafveitnanna var greitt niður með öðrum töxtum veitnanna. Hefur þessi bjögun orsakað töluverða erfiðleika hjá þeim hitaveitum sem reynt hafa að verðleggja sína orku í sam- ræmi við rekstrarþarfir þeirra vegna hins stöðuga samanburðar á orkuverði hinna mismunandi orkugjafa. Náðst hefur samkomulag við Rafveitu Akureyrar um nokkuð viðunandi raforkuverð til varma- dælnanna og er það byggt á þeirri forsendu að mestaaflstoppur raf- veitunnar hækki ekki við tilkomu varmadælnanna en leiði aðeins til aukinnar nýtingar á þvf mestaafli sem rafveitukerfið þarfnast af öðrum ástæðum. Áætlað er að undir þessum kringumstæðum verði unnt að reka varmadælu- kerfið á fullum afköstum í 8 mán- uði á ári, en til þurfi að koma raf- orkuskömmtun til varmadælu- kerfisins í 4 köldustu mánuði vetrarins. Er það varmadælukerfi sem keypt hefur verið þannig út- fært að hitaveitan ætti að geta að- lagað sig raforkuskömmtun raf- veitunnar án verulegra erfið- leika. Enginn vafi er á að þessi raf- orkuhitanotandi (Hitaveita Ak- ureyrar) er sá notandi sem hag- stæðastur er fyrir Rafveitu Akur- eyrar, nýtingarlega séð. Er þá m.a. haft í huga að yfir sumar- tímann verður varmadælukerfið rekið á fullum afköstum þegar aftur á móti bein rafhitun er lítið notuð. Með tilkomu þessa varmadælukerfis og þeirra rafhit- uðu hverfa sem ekki hefur verið lögð hitaveita í, ætti Rafveitu Akureyrar að vera tryggður mikill möguleiki á góðri nýtingu síns mestaaflstopps. Það leikur heldur enginn vafi á að séð með augum bæjarfélagsins í heild, er stækkun varmadælukerfisins margfalt hagkvæmari kostur til fullnægingar hitaorkuþarfar Ak- ureyrarbæjar og til hagkvæmrar nýtingar á mestaaflstoppi rafveit- unnar en tengingar einstakra hitanotenda við rafveitukerfið kerfa fást 3,5 upphitunareiningar fyrir hverja 1 raforkueiningu, en með beinni rafhitun fæst 1 upp- hitunareikning fyrir hverja 1 raf- orkueiningu. Framkvæmdir Hitaveitu Akur- eyrar á umliðnum árum hafa ver- ið tiltölulega umfangsmiklar mið- aðar við stærð bæjarfélagsins og hafa snert fleiri þætti þess en al- mennt er hugsað út í. Ljóst er að rafveita og vatnsveita hafa haft ómælt hagræði af framkvæmdum hitaveitunnar í gegnum árin. Bæði þessi fyrirtæki bæjarins standa á gömlum merg og búa við sterkan tekjustofn. Hafa þau jafnhliða framkvæmdum Hita- veitu Akureyrar, getað endurnýj- að stóran hluta kerfis síns, hag- kvæmar en ella hefði orðið. Hef- ur hitaveitan létt það mikið á álagi strengja og spennubúnaðar rafveitunnar vegna yfirtöku raf- hitaálags að stækkun þess búnað- ar mun frestast um langan tíma. Svo mikið hefur dregið úr notkun kaldavatns vatnsveitunnar að fjárfrekum virkjunarfram- kvæmdum hennar hefur verið hægt að fresta á undanförnum árum. Fjárhagsleg þátttaka vatnsveitu og rafveitu í fram- kvæmdum hitaveitunnar hefur engin verið þrátt fyrir rúma fjár- hagsstöðu þeirra og vekur sú staðreynd til umhugsunar þótt ekki sé það sjálfgefið að fjárhags- leg millifærsla á milli fyrirtækja bæjarins sé af öllum talin eðlileg rekstrarfræðileg ráðstöfun. Þegar stofnuð eru fyrirtæki hvort heldur sem eru opinber- eða einkafyrirtæki, er oft sá skilning- ur fyrir hendi við stofnun þeirra, að stofnandi þurfi að leggja fram nokkuð sem kallast eigið fé. Er fé þessu þá varið til að standa undir ýmiss konar útgjöldum við uppbyggingu fyrirtækjanna og til að mæta þeim kostnaði sem óum- flýjanlegur er, áður en viðkom- andi fyrirtæki fer að geta aflað eigin tekna. Framlag Bæjarsjóðs Akureyrar var 150 þús. kr. í formi láns úr Framkvæmdasjóði Akureyrar árið 1977. Stofnkostn- aður Hitaveitu Akureyrar metinn á núgildandi verðlagi er nokkuð á annan milljarð króna og hefur hitaveitan orðið að fjármagna stærsta hluta uppbyggingar sinn- ar með erlendu lánsfé. Innheimt voru tengigjöld hjá notendum veitunnar og áætlað var, að þau stæðu undir 20% af stofnkostnaði Hitaveitu Akureyrar. Varmadælur svipaðar þeim sem hitaveitan hefur fest kaup á. Rafmótor hvorrar dælu er 600 hestöfl.(Hö) kWh og er þá ekki tekið tillit til eru. Með notkun varmadælu- Varmadælur. (Raforka án sölusk. og verðjöfnunargj.) 16 aurar/kWh. Svartolíuketill. (Án fjármagnskostn. og afskrifta) 76 aurar/kWh. Gasolíukynding í heimahúsum. 139 aurar/kWh. Raforkuverð Rafveitu Akureyrar. (Órofin hitun) 191 aurar/kWh. Hitaorkuverð Hitaveitu Akureyrar. (Við 42°C hitafall) 102 aurar/kWh. Samanburður á orkuverði mismunandi hitaorkugjafa. 8 4 ÐAGliR « 3. ioktóbep 1983 :

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.