Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 9
Þessar ungu hnátur gæddu sér á mjólkurhristingnuin og kunnu vd að meta. „Mjólkurdagar ’83“ voru haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri um síðustu helgi. Geysileg aðsókn var að þessari sýningu sem var i alla staði hin glæsilegasta og að- standendum til mikils sóma. Almenningur kunni vel að meta og alls komu um 9 þúsund manns á sýninguna, eða sami fjöldi og sótti sýningu þessa er hún var síðast haldin í Reykja- vík. Á sýningunni gat að líta. ffam- leiðsluvörur landsmanna í mjólkurvörum. Gestir fengu að smakka á mörgum tegundum og notfærðu sér það óspart. Þá var tilboðsverð á ýmsum vörum á sýningunni og sýningargestir þökkuðu fyrir og versluðu fyrir um 400 þúsund krónur. En við látum myndimar um að lýsa því sem fram fór. Margir gerðu góð kaup á sýningunni. Hér er verið „að spá“ í hlutina. Vörumar skoðaðar með athygli. Þessi sat afsíðis og „smakkaði“. Það er ekki að sjá að neinum hafi leiðst á sýningunnni. Ummmmm . .. mjólkur- hristingur. MYNDIR: KGA. „Orðaleppar og aðrar Ijótar syrpur“ Oddný Guðmundsdóttir rithöf- undur og fyrrum kennari hefur á eigin kostnað gefið út ljósprent- aða bók með nafninu „Orðalepp- ar og aðrar ljótar syrpur". Upp- lagið er aðeins 300 eintök og verður bókin brátt vandfengin ef marka má fyrstu viðbrögð les- enda. Bókarefnið er samnefndur greinaflokkur Oddnýjar í Tím- anum, „Orðaleppar og aðrar ljót- ar syrpur" og birtust þar á undan- förnum misserum. í greinaflokki þessum leggur höfundurinn blaðamenn og fréttamenn, unga rithöfunda, háskólamenn og marga aðra þvert um hné sér og flengir ræki- lega fyrir illa meðferð á móður- máli okkar. Hún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, telur sig hafa nægar sakir og birtir óteljandi dæmi um misnotkun, smekkleysi, hroka og þó fyrst og síðast kunnáttuleysi í notkun ís- lensks máls og er refsing hennar vel rökstudd með hinum mörgu dæmum. Eflaust svíður margan manninn undan orðum hins aldna kennara og enn fleiri gleðj- ast eflaust, svo sem jafnan er þegar aðrir eru flengdir. Ekki er þetta þó ástæðan fyrir því að á þessa bók er minnt, heldur hitt, hve mikill og góður skóli hún er öllum þeim sem tala vilja og rita sómasamlegt íslenskt mál. Svo eru mörg vítin til varn- aðar nefnd í bók Oddnýjar, að það er hverjum og einum lesanda nokkurs virði að þekkja þau og temja sér annað málfar og betra. Fregnir hef ég af því, að á nokkrum „æðri stöðum" í Reykjavík hafi bókin „Orðalepp- ar og aðrar ljótar syrpur“ verið keypt í nokkuð stórum stíl, um- fram aðrar bækur, enda varð þá strax ljóst, að bókarupplagið nægði aðeins fáum bókabúðum á landinu. Óvíst er, þegar þessi orð eru rituð, hvort bókin um „orðalepp- ana“ kemst í bókabúðir hér á Akureyri. En höfundurinn á heima á Raufarhöfn og má panta bókina þar. E.D. Happdrætti umferðarráðs Otdregnir vinningar í Bílbelta- happdrætti Umferðarráðs 21. sept. 1983: Nr. 38996 „Aldirnar“ 1501-1970/ Iðunn kr. 7.607. Nr. 6530 Raf- magnspumpa/Bílanaust hf. kr. 1.413. Nr. 2011 „Chloride" raf- geymir/Pólar hf. kr. 1.300. Nr. 43290 „Bílapakki“ til umferðar- öryggis/bifreiðatryggingafélögin kr. 1.160. Nr. 15794 „Bílapakki“ til umferðaröryggis/bifreiða- tryggingafélögin kr. 1.160. Nr. 21257 „Bílapakki" til umferðarör- yggis/bifreiðatryggingarfélögin kr. 1.160. Nr. 21830 „Bílapakki“ til umferðaröryggis/bifreiðatrygg- ingafélögin kr. .1-160. Nr. 48750 „Gloria“ slökkvitæki og skyndi- hjálparpúði R.K.Í./olíufélögin kr. 810. Nr. 33665 „Gloria“ slökkvitæki og skyndihjálparpúði R.K.Í./olíufélögin kr. 810. Nr. 41967 „Gloria“ slökkvitæki og skyndihjálparpúði R.K.Í./olíu- félögin kr. 810. Nr. 45313 „Glor- ia“ slökkvitæki og skyndihjálp- arpúði R.K.Í./olíufélögin kr. 810. Nr. 27010 „Gloria“ slökkvi- tæki og skyndihjálparpúði R.K.Í./olíufélögin kr. 810. Nr. 32554 „Gloria“ slökkvitæki og skyndihjálparpúði R.K.Í./olíu- félögin kr. 810. Verðmæti samtals kr. 19.280. Fjöldi vinniga 13. Ragnhei&ur Steindórsdóttir f My fair Lady. Sala áskriftarkorta og forsala á „My fair Lady“ hefst þriöjudaginn 4. október. Með því að kaupa áskriftarkort á leiksýningar okkar í vetur áttu öruggan miða á 2., 3., 4. eða 5. sýningu leik- ársins. Þú getur valið þér sætið þitt í leikhúsinu og þarft síðan ekki að panta miða. í vetur sýnum við: My fair Lady, Galdra-Loft, Súkku- laði handa Silju og Kardimommubæinn. Þú sparar 200 krónur og vinnur einn frímiða með því að kaupa áskriftarkort! Frumsýning á My fair Lady verður föstudag 21. októ- ber. önnur sýning sunnudaginn 23. október. Miðasala opin alla virka daga kl. 16-19. Sýningar- daga kl. 16-20.30. Sími: 24073. Leikfélag Akureyrar. 3. 'Dktóber; .1983,r-. DAGIiR — 9 ó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.