Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 03.10.1983, Blaðsíða 12
Fjallað um Akureyri og „My fair lady“ L.A. — í norrænum sjónvarpsþætti sem nú er unnið við upptökur á Sænska, norska og finnska sjón- varpiö eru nú að vinna að tveim- ur sjónvarpsþáttum um íslenska menningu. Fjallar annar þáttur- inn um bókmenntir, en hinn um kvikmyndir og leiklist. Fáttunum verður sjónvarpað um Svíþjóð, Noreg og Finnland á rás 1 í janú- ar 1984 frá sjónvarpsstöðvum Nordkalotten, sem er nokkurs konar Rúvak þessara nágranna- í síðustu viku leitaði lögreglan á Akureyri að grænni Mazda bifreið sent stolið hafði verið frá Skipagötu í byrjun vikunn- ar. Bifreiðin fannst á miðvikudag, og var hún þá við hús í Þorpinu. Við nánari athugun kom í ljós að í húsinu leyndust fjórir piltar á þjóða okkar. Flugmyndin að þessum þáttum kviknaði, þegar Anders Björ- hammar, sænskur dagskrárgerð- armaður, tók eitt sinn sjónvarps- viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Hún flytur ávarpsorð að þessum þáttum og hefur verið þessum norrænu sjónvarpsmönn- um innan handar við gerð þeirra. Á fimmtudag sl. voru þessir tvítugsaldri. Þeir voru handtekn- ir og játuðu síðan að hafa stolið bifreiðinni. Bifreiðin mun hafa verið óskemmd eftir akstur þeirra, en piltarnir eru samt sem áður grun- aðir um að hafa ekið henni undir áhrifum áfengis. Þeir hafa ekki komið við sögu hjá lögreglunni áður. skandinavísku sjónvarpsmenn á ferð í blíðviðrinu á Akureyri. Til- gangur fararinnar var að kvik- mynda æfingar hjá Leikfélagi Akureyrar á söngleiknum „My fair Lady“, sem frumsýna á þann 21. október næstkomandi. Þeir tóku tvö skemmtileg söngatriði úr verkinu og hljómsveit Tónlist- arskólans á Akureyri lék undir. Sömuleiðis tóku þeir viðtal við Arnar Jónsson, leikara, sem leik- ur Higgins prófessor og flétta því saman við myndir af honum úr kvikmyndinni „Atómstöðin“, sem Árnar lék í í sumar. Þeir tóku einnig myndir af ýmsum fallegum stöðum á Akureyri, en þær eiga að birtast í þættinum, og sögðust vera hugfangnir af þess- um myndarlega bæ og hve mikið væri hér af fallegum gömlum húsum. Ljósmyndina tók Páll, þegar norrænu sjónvarpsmennirnir voru að mynda æfingu á „My fair Lady“. Á sviðinu sjást Marinó Þorsteinsson (Pickering), Arnar Jónsson (Higgins) og Ragnheiður Steindórsdóttir (Elísa). Bifreiðin fannst í Þorpinu Síldarsöltun á Norðurlandi: Siglfirðingar ætla að salta - en óvíst með söltun á Húsavík og Dalvík „Það var markmiðið að salta verið söltuð síld í um 2500 tunnur hér sfld en ég held að óhætt sé að segja að möguleikar á því fari dvínandi,“ sagði Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur er við ræddum við hann. „Það er ósköp lítið af síld hér. Einn bátur hefur verið að skoða málið í Öxarfirðinum og þar hef- ur aðeins orðið vart. Við förum hins vegar ekki út í að starta sölt- un fyrir 2-3 tonn á dag. Það er því ekki útlit fyrir að við munum salta síld nema þá að við náum í eitthvað af nótabátum, en það mál er alveg ókannað. Það hefur verið hér reitings- kropp í lagnetin undanfarin ár og það er sú síld sem við höfum saltað, en það virðist vera miklu minna af síldinni núna og því er útlitið eins og það er,“ sagði Tryggvi. „Það stendur ekki til að hefja síldarsöltun hér hjá okkur, enda engin síldveiði sagði Kristján Þórhallsson verkstjóri hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur h.f. er við ræddum við hann. Kristján sagði að í fyrra hefði hjá Söltunarfélaginu. Hann sagð- ist ekki fortaka það að síldarsölt- un yrði núna á Dalvík þótt fátt benti til þess í augnablikinu. „Við tókum síld af nótaskipunum í fyrra en ég veit ekki hvort það verður gert núna. Við erum í saltfiski og skreið og með húsið fullt af saltfiski þannig að ég veit ekki hvort við förum nokkuð út f það.“ „Ég á von á að það verði saltað hér á tveimur stöðum Hjá okkur og Ásgeiri Péturssyni h.f.,“ sagði Ómar Hauksson framkvæmda- stjóri ísafoldar h.f. á Siglufirði. - Nú segja aðilar á Dalvík og Húsavík að það sé engin síld úti fyrir Norðurlandi, hvað segir þú um það? „Það er nú málið. Við erum með kvóta á tvo báta sem eru hér upp á 1000 tonn af hringnótarsíld og erum að vonast til að geta náð því heim þótt það yrði að fara austur fyrir eftir því. Annars mun vera bullandi síld hérna fyrir utan, togararnir hafa orðið varir við hana þannig að hún er hér einhversstaðar,“ sagði Ómar. Þelamerkurskóli: „Engar deilur“ „Þaö hafa engar deilur verið í allt haust og því kom þetta upphlaup Kristjáns Sveins- sonar öllum í opna skjöldu. Það er langt frá því að það sé nokkur stórstyrjöld við skól- ann og raunar er allt með kyrr- um kjörum og kennsla fer fram með eðlilegum hætti,“ sagði Ragnhildur Sigfúsdóttir, formaður skólanefndar Þela- merkurskóla í viðtali við Dag. Eins og fram kom í blaðinu sl. miðvikudag hafði Kristján Sveinsson, kennari við skólann, ýmislegt við störf skólanefndar og skólastjóra að athuga, sem við síðari athugun hefur ekki við rök að styðjast og kom það reyndar fram í svörum skólastjóra og for- manns skólanefndar í miðviku- dagsblaðinu. Ragnhildur sagði að það væri ekki mál skólanefndar hvort ráð- herra viki kennara úr starfi, enda yrði það mál útkljáð á öðrum vettvangi. „Það er reglulega gott ástand hér við skólann og von- andi að ekki verði farið að þyrla upp moldviðri vegna tóms mis- skilnings," sagði Ragnhildur. Veður - Það verður nurð-austan átt næstu daga fyrir norðan og held- ur kólnandi, samkvæmt upplýs- ingum Guðmundar Hafsteins- sonar veðurfræðings í morgun. hann taldi snjókomu hugsanlega í dag á láglendi, en síðan birtir upp og þá má reikna með frosti, alla vega á nóttunni. En það er ekki útlit fyrir að það standi lcngi, því á fimmtudaginn má búast við að hann þykkni upp á ný með suð-austan átt. Ekki verða þó hlýindi í marga daga, því Guðmundur sagði fyrirsjáan- lega norðanátt og jafnvel snjó- komu á föstudag. # Á krydd- síldarveiðum Nokkuð er nú umliðið síðan „gullskipsmenn" á Skeiðar- ársandi fundu togarann í sandinum þar og komust að því að hann var alls ekkert gullskip. Alveg síðan það átti sér stað hefur sá er þessar línur ritar beðið þess að „blað allra gullskipsmanna" Morgunblaðíð gæfí á því skýringar hvers vegna togar- inn var ekki gullskip og einn- ig á öðrum hlut. Eins og mönnum er sjálfsagt í fersku minni var furðuleg kryddlykt af viði er kom upp úr togaran- um og á þvi hefur M.bl. held- ur enga skýringu gefið. Hún mun hins vegar vera sú sam- kvæmt öruggum heimildum S&S að togarinn sem um ræðir hafi verið á kryddsíld- arveíðum á sínum tíma og þar er komin skýringin á þögn „blaðs allra gullskips- manna.“ # Gæti dregist... Einn af aðstandendum S&S ætlaði fyrir helgina að hringja til Húsnæðisstofnunar ríkis- ins og gerði svo. Var erindið að fá þar upplýsingar fyrir sig persónulega varðandi hinar nýju ráðstafanir rfkisstjórnar- innar. Þegar svarað var í sím- ann f stofnuninnf bað hann um einhvern sem gæti gefið sér þessar upplýsingar. Svar símastúlkunnar var stutt: „Ég get ekki gefið þér sam- band við neinn þvf það veit enginn neitt um þetta hérna. Það getur alveg dregist fram að áramótum að þetta skýrist.“ # Engar eldspýtur í síðustu viku voru slökkvi- liðsmenn víðsvegar af land- inu við æfingar á Akureyri. M.a. var þeim kennt að slökkva olíueld og fór sú kennsla fram á Akureyrar- flugvelli. Þar var hellt niður olfu og bensíni og síðan áttl að kveikja f. Stuttu áður en það var gert fóru menn að at- huga hvort ekki væri einhver með eldspýtur, og reyndist svo ekki vera. Hentu menn mjög gaman að þessu, enda eiga slökkviliðsmenn að bera nafn með réttu og þeir eru ekki brunaliðsmenn. En svo fór að „höfuðpaurinn" sjálfur á æfingunni var með eldspýt- ur og reis þvf undir nafni. Hann er annars slökkviliðs- stjóri á Reykjavíkurflugvelli og gengur undir nafninu „Eldibrandur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.