Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 5. október 1983 111. tölublað Ofnasmiðja Norður- lands flytur suður Ofnasnúðja Norðurlands hætt- ir rekstri hér á Akureyri í lok nóvember og verður fyrirtækið þá flutt suður til Reykjavíkur. Að sögn Guðrúnar Einarsdótt- ur eiganda fyrirtækisins er ástæðan fyrir þessum flutningi sú að verkefnaskortur blasir við vegna síaukins samdráttar í byggingariðnaði og eins hafa markaðsmál og það sem Guð- rún kallar „undirboð á heima- markaði" sitt að segja. - Það er staðreynd að 95% af framleiðslu Ofnasmiðju Norður- lands fara á markað í Reykjavík og á öðrum stöðum utan Akur- eyrar og nágrennis og aðeins 5% fara á heimamarkað, sagði Guð- rún í samtali við Dag. Að sögn Guðrúnar hefúr þessi markaðshlutdeild hér farið stöð- ugt minnkandi og þegar við bæt- ist að horfur í byggingariðnaði eru allt annað en glæsilegar þá sjái hún sér ekki annað fært en að flytja fyrirtækið. - Því er heldur ekki að leyna að við höfun verið í samkeppni við Vélsmiðjuna Odda hér á þessum heimamarkaði síðan vélsmiðjan sneri sér að ofna- framleiðslu og stöðug undirboð og verðstríð hefur gert okkur erf- itt fyrir, sagði Guðrún. Ofnasmiðja Norðurlands flytur í byrjun desember að Funahöfða 17 í Reykjavík og sagðist Guðrún vonast til að rekstur fyrirtækisins myndi ganga betur þar ekki síst vegna þess að þar væri markaður- inn sem framleitt væri fyrir. ;¦.:¦;:.!,.,¦:¦ ¦..:¦;. .. . ¦ ¦ : . .- áÉÍ, llfl^ ¦:;^!S,; -:-,::-;;.^HÆ'.; ¦ Nýttfc '.¦:..., ^- ".:.'¦¦¦¦ . :¦ djð ÖH Loksins reglu- gerð um leiktækja stofur Aldurstakmark14ar ¦ ¦ .¦;..¦,:, ¦¦ ..¦., ¦ Nýtt líf í Innbænum -SjáMs.3 / ' ** l"v- " Leiktækjastofur mega vera opnar frá kl. 15-23.30 daglega, ekki má selja unglingum innan 14 ára aldurs aðgang að leiktækjunum, starfsmenn mega ekki vera yngri en 18 ára og leyfisgjald skal miðað við leiktækjafjölda, eru þau meg- inákvæði sem finna má í reglu- gerð um leiktækjasali, sem bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær. Reglugerðin er í sjö liðum, en gerð hennar hefur vafist fyrir bæjarráðsmönnum undanfarnar vikur og mánuði. Bakslag kom í gerð hennar þegar meirihluti bæjarráðs samþykkti að heimila ekki rekstur leiktækjasala nema á vegum bæjarins. Þeirri sam- þykkt var hnekkt í bæjarstjórn og settist bæjarráð þá aftur niður við að semja reglugerðina. Leyfisgjald er 10 þúsund krón- ur fyrir fyrsta leiktækið, en síðan bætast við 15 þúsund krónur fyrir hver 5 leiktæki. Þannig kostar 70 þúsund kr. að fá leyfi fyrir 16-20 leiktækjum, ef það þá fæst, því samþykki bæjarstjórnar þarf til að bæjarfógeti gefi út leyfi til reksturs leiktækjasalar. Þar við bætist ályktun, sem bæjarstjórn samþykkti með 6 at- kvæðum, fyrir frumkvæði Val- gerðar Bjarnadóttur, Sigurðar Óla Brynjólfssonar og Sigríðar Stefánsdóttur. Þar segir, að fyrst og fremst skuli leyfi fyrir rekstri leiktækjasala veitt til félagasam- taka, svo sem íþrótta- og æsku- lýðsfélaga. Kom fram í máli Val- gerðar, að íþróttafélögin hefðu hug á slíkum rekstri. Það voru bæjarfulltrúar Framsóknar- flokks, Kvennaframboðs og Al- þýðubandalags sem samþykktu þessa ýlyktun, en bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Bygging vatnspökkunarverksmiðju hafin á Króknum Útflutningur hefst væntanlega að ári - Það er stefnt að því að hefja útflutning frá verksmiðj- unni í september á næsta ári og ef ekkert óvænt kemur upp á pá á það að takast, sagði Hreinn Sigurðsson, aðalhvatamaður- inn að stofnsetningu vatns- pökkunarverksmiðju á Sauð- árkróki í samtali við Dag. Um miðjan síðasta mánuð hóf- ust framkvæmdir við byggingu húss fyrir vatnspökkunarverk- smiðjuna á uppfyllingu við höfn- ina á Sauðárkróki. Fyrsti áfangi er 2.600 fermetrar og að sögn Hreins er áætlað að framkvæmd- um við grunn byggingarinnar ljúki 10. október. Stefnt er að því að halda áfram framkvæmd- um í haust og í vetur eins og veður leyfir. Stofnun félags um rekstur verksmiðjunnar er í undirbúningi og verður gengið frá þeim málum innan skamms. Málefni vatns- pökkunarverksmiðju á Sauðár- króki hafa lengi verið í deiglunni, en nú er kominn skriður á málin, Sauðkrækingum til mikillar ánægju að sögn fréttaritara Dags á Sauðárkróki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.