Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 05.10.1983, Blaðsíða 3
Skipulagstillaga af Fjörunni og Innbænum: Ný hús í stíl við þau gömlu Iðngarðar norðan og austan Höepfnershússins, verslanir og ferðamannaþjónusta austan Tuliníusarhússins, 13-14 íbúð- arhús á uppfyllingunni syðst við Aðalstræti, 5 íbúðarhús á gamla leikvellinum í Búðagili og 40-50 íbúðir neðst á Spítalalóðinni eru róttækustu breytingarnar sem arkitektarn- ir Hjörleifur Stefánsson og Peter Ottosson gera ráð fyrir í nýjum skipulagstillögum af Fjörunni og Innbænum á Ak- ureyri. Um iðngarðanna við Höepfn- ershúsið, þar sem byggingar tunnuverksmiðjunnar stóðu, seg- ir í tillögu þeirra félaga: „Þar gæti m.a. verið um að ræða iðnað og þjónustu, sem tengist fyrirhug- aðri smábátahöfn sem lagt er til að stækkuð verði við Höpfners- bryggju... Minni háttar iðngarðar gætu vel verið til þess fallnir að hleypa nýju fjöri í atvinnulíf í Innbænum og Fjörunni, sem full þörf er á.“ í kafla um verslanir og þjón- ustu segir: „Á spildu austan Hafnarstrætis 18, Tuliníusarhúss, þar sem nú stendur Hafnarstræti 18b og sunnan þeirra húsa er gert ráð fyrir nýjum húsum fyrir versl- anir og þjónustu. Þar gæti t.d. orðið um að ræða þjónustu í sam- bandi við smábátahöfnina og ferðamenn. Sem dæmi mætti nefna minni háttar hótel eða gistiheimili. Þeir Hjörleifur og Peter gera ráð fyrir nokkurri íbúðabyggð syðst í Fjörunni, norðan og sunn- an við Aðalstræti 63, sem stund- um er nefnt „Húsið á sléttunni“. Þar gera þeir ráð fyrir eins til tveggja hæða timburhúsum á 500-600 fermetra lóðum. Einnig gera þeir ráð fyrir 5 timburhúsum í Búðagili neðanverðu, sem yrðu ein til tvær hæðir með ris- þaki, á opnu svæði sem að hluta til hefur verið notað sem leikvöll- ur. Þá gera þeir félagarnir ráð fyrir 40-50 raðhúsum á neðan- verðri spítalalóðinni, sem að- komu fær frá Spítalavegi, þ.e. í nágrenni „Litla-Klepps“. Þar hugsa þeir sér íbúðir fyrir starfs- fólk Sjúkrahússins. Ýmislegt fleira forvitnilegt ber á góma í skipulagstillögu þeirra tvímenninga, sem ekki er rúm til að rekja hér. Því má þó bæta við til upplýsingar fyrir hestamenn, að gert er ráð fyrir því að ofan- vert Búðagil verði áfram notað undir hesthúsabyggð, „ en setja verður skilyrði um að ný hesthús fylli vissar kröfur um gerð og útlit og að eldri hús verði endurbætt og sum þeirra fjarlægð“, eins og segir orðrétt í tillögunni. Nánar verður fjallað um skipulag Inn- bæjarins og Fjörunnar síðar. Bæjarstjórinn á Siglufirði: „Vegna greinar sem birtist í Degi sl. föstudag og bar yfir- skriftina „Hitamál á Siglu- firði“ langar mig til þess að biðja blaðið um að birta leið- réttingu á tveimur atriðum sem drepið var á í umræddri frétt,“ sagði Ottarr Proppé bæjar- stjóri er hann hafði samband við Dag. „í fréttinni var sagt að Hannes Baldvinsson formaður veitu- nefndar hefði skrifað upp á um- rædda reikninga. Hannes skrifaði aðeins upp á annan reikninginn en ekki hinn. Upp á fyrri reikn- inginn sem er frá í apríl og er upp á 25 þúsund krónur rituðu Knút- ur Jónsson fyrrverandi formaður veitunefndar og Ingimundur Ein- arsson fyrrverandi bæjarstjóri. Þá segir í frétt Dags að Hannes hafi lagt til að 25 þúsund króna reikningurinn verði óbreyttur. Það er spurning um hvað þetta þýðir, en það sem Hannes hefur lagt til er að reikningurinn frá 21. apríl 1982 að upphæð krónur 25 þúsund verði eins og áritun ber með sér færður sem innágreiðsla upp í laun fyrir yfirstjórn Hita- veitu Siglufjarðar. Þetta þýðir það að Hannes er að leggja til endurgreiðslu á reikningnum þannig að sá reikningur verði dreginn alveg til baka,“ sagði Óttarr. „Þetta er hitamál og ekki alveg sama hvernig um það er fjallað." - Þess má að lokum geta að á síðasta fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar var afgreiðslu málsins frestað. Tengsl atvinnulífs og skóla - verður aðalefni haustþings kennara Hið árlega haustþing Bandalags kennara á Norðurlandi eystra verður haldið í Stóru-Tjarna- skóla dagana 6. og 7. október. Hittast kennarar alls staðar af svæðinu til skrafs og ráðagerða. Aðalefni þingsins verður efnið: Tengsl atvinnulífs og skóla. Verður þar rætt á breiðum grundvelli á hvern hátt kynna skuli hina ýmsu þætti atvinnulífs- ins í skólum á mismunandi aldur- stigum grunnskólans. Þá þarf í þeim umræðum einn- ig að taka tillit til staðsetningar skólanna stærðar þeirra og ann- arra aðstæðna. Einnig mæta á þingið námsstjórar í nokkrum námsgreinum til að kynna nýj- ungar og kennsluaðferðir í sín- um greinum. Þá mun og Karl Jeppesen deildarstjóri í fræðslu- myndasafni halda erindi um notkun fræðslumynda, mynd- banda og tölva í kennslu í náinni framtíð. í tengslum við þingið verður haldinn aðalfundur félagsins og árshátíð. Á aðalfundi verður m.a. rædd framtíð tímaritsins „Heimili og skóli,“ en útgáfa þess er á vegum félagsins nú í sam- vinnu við kennara á Norðurlandi vestra. Ritstjóri þess er Ingvar Ingvarsson. Núverandi formaður B.K.N.E. er Páll Bergsson. FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt. að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. r ||UMFERÐAR Iráð Það tekst hjá okkur að gera niikið úr krónunum Fyrir þær harðduglegu Allt tO sauma Vattefnin nýkomin, Jogging gallaefni í haustlitunum, Flauel í mörgum litum Sængurveraefni meö barnamunstri. Nokkrir minnispunktar frá Vefnaðarvörudeild [ eldhúsið Eldhúsblúndukappar, léreft í breiddunum 28 cm og 47 cm. Tilboðsverð á sængum og koddum. Handklæði á aöeins kr. 65, margir litir. Tilbúin lök á kr. 512 - tvö stk. í pakka. Tilbúin sængurverasett á 836 kr. mjög falleg. Zareska- og Gefjunargarn mjög gott úrval. TURBO tækifærisfatnaður Pokaföt á börn haustið "83 Kynnum hausttískuna í „Gasella kápum nk. föstudag 7. okt. í vefnaöarvörudeild. Verðum með tískusýningar í Sjallanum föstudags- og laugardagskvöld og á Hótel KEA laugardagskvöld. Sýndar veröa kápur frá Gazella Fyrir þau yngstu Hokus Pokus barnastólar, hopprólur, göngugrindur, burðarrúm og kerrur. Badminton iðkendur *v.v YONEX Carters nærfatnaður Nýtt vandaö og fallegt. Yonex badminton spaðar og boltar og töskur. Aöeins þaö besta. Sportvörudeild. Þrumustuð í Hljómdeðd Alltaf það nýjasta úr músíkheiminum. Splunkunýjar hljómplötur samdægurs. Fylgist með tímanum í Hljómdeild Einnig hin frábæru SEIKO arbandsúr í miklu úrvali. Við seljum „grimmt“ af SELKO fataskápunum enda frábær íslensk framleiðsla á greiðsluskilmálum sem allir ráða við SÓLÓ stálhúsgögnin eru ekki síður vinsæl (slenskar iðnaðarvörur eins og þær gerast ^estar. KJALLARINN Hrísalundi 5 iise bktóbdr .1983 - DA’GlIR -4 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.